föstudagur, 14. mars 2008

Óskalög auðkýfinga og fjölskyldukrísa hjá Snævarr-fjölskyldunni

Varð það á í pistli hér um daginn að segja að Dátar hefðu flutt lagið Glugginn þegar rétt er að aðalsprauta hljómsveitarinnar Rúnar Gunnarsson samdi lagið en Flowers fluttu. En ekki nóg með það nú fæ ég póst frá Stefáni bróður mínum Snævarr sem ásamt eldri sistkynum mínum ber ábyrgð á tónlistaruppeldi mínu. Þar Jesúsar hann sig yfir því að ég skuli kenna Bachman Turner Overdrive við Bandaríki Norður-Ameríku í stað Kanada og krefst leiðréttingar strax! Mea culpa Stebbi- leiðréttist hér með. Verra var þó að ég nefndi ekki lag kanadísku hljómsveitarinnar sem var að sjálfsögðu You aint seen nothin yet sem átti come back á Íslandi þegar Össur Skarphéðinsson lék það fyrir Jóhannes í Bónus hér um árið. Hefur það æ síðan verið vinsælt lag í þættinum Óskalög auðkýfinga, en það er annað mál.
Fyrst ég nefni Könödu, þá er makalaust hvað margir kanadískir tónlistarmenn eru í uppáhaldi hjá mér.
1. Leonard Cohen
2. Joni Mitchell
3. Neil Young
4. The Band
5. Arcade Fire
6. Oscar Peterson
7. Cowboy Junkies
8. Rufus Wainwright

Vil ekki nefna Celine Dion, en gaman væri að heyra fleiri nöfn!!! Góða helgi!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gordon Lightfoot

Nafnlaus sagði...

Warren Zevon snillingur

Nafnlaus sagði...

Það var ég sem gerði fyrst aths. við þessa BTO staðleysu þína en undanfari þess bads var nárrúrulega The Guess Who.

Þessir feðgar http://en.wikipedia.org/wiki/Tyler_Arnason og http://en.wikipedia.org/wiki/Chuck_Arnason ísknattleiksleikmenn eru frá Winnipeg og ætternið er augjóst, miklar líkur á að júníorinn vinni Stanley Bikarinn í vor sérstaklega þar sem að besti leikmaður heims http://en.wikipedia.org/wiki/Peter_Forsberg hefur tekið fram grillurnar að nýju og gengið til liðs við sína gömlu félaga.

Annars er Heart http://en.wikipedia.org/wiki/Heart_(band) að hálfu kanadísk (ekki Wilson systurnar þó) og John Candy, Dan Ackroyd og Jim Carrey einnig...o.fl. mætti telja :-)

Uomo Mysterioso

Nafnlaus sagði...

Sæll félagi Árni. Mér dettur í hug proggtríóið Rush sem ku vera frá Kanödu og gítarleikarinn heitir meira að segja grnunsamlega íslenskulegu nafni, Alex Lifeson.

Kv. Sigurður Mar
marason.blog.is

Nafnlaus sagði...

Nja..eigi veit ek þat nú svo gjörla en ágætistríóið Rush gerði lagið "Take off (to the great white north) "frægt með grínbræðrunum Doug og Bob M(a)cKensie

Uomo (due)