mánudagur, 3. mars 2008

Tíu óbrigðul ráð til að lifa af rigninguna í Brussel

1. Jackson Browne: Solo Acoustic, vol. 1 (Pínulítið gleymdur, en spáið í að hann samdi These Days 16 ára gamall!)

2. Herbie Hancock: The Joni Letters. Ég hef séð Herbie margoft á tónleikum síðast í Brussel fyrir rúmu ári. Sumar túlkanir hans á lögum Joni eru frábærar, en skil ekki alveg hvað Wayne Shorter lagið er að gera á disknum með fullri virðingu fyrir þeim frábæra saxaleikara.

3. Joni Mitchell: Eiginlega allt, en sennilega er Blue og Hejira bestu diskarnir. Ótrúleg söngkona og lagasmiður og vanmetinn gítarleikari.

4. Gotan Project: Lunatico. Mergjaður og dansvænn bræðingur af tangó og raftónlist. Dansaði eins og vitlaus maður á tónleikum þeirra í Brussel. Hlýtur að hafa verið skelfileg sjón.

5. Goldfrapp: Seventh tree. Enn að venjast henni en lofar góðu.

6. Keith Jarrett: Kölnarkonsertinn. Yndislegur spuni.

7. Grant Green: Idle moments. Besti rólegheita-rauðvíns-kertaljóss-það-jafnast-ekkert-á-við-jazz-helst-í-óveðri-í-íbúð-undir-súð-diskur allra tíma.

8. PJ Harvey White Chalk (þunglyndi á borð við Leonard Cohen.

9. Crosby, Stills og Nash: samnfefnd. Englaraddir og flottasti hippi allra tíma: David Crosby.

10. Keren Ann: Dimanche en hiver – besti vetrardiskur sem til er.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En héddna Áddni...hvað með Georgis Mikaelisisis...hvers nýjustu afurð þið fjölmiðlungarnir kepptust við að lofa hver í kapp við annan að ég held í teboðinu hjá "Lord Armando" í denn...yngri bróður fjölmiðlafælna vinar Aglis Helgasonassis til ómældrar skemmtunar...ha!!?
;-)

Good old Arsenal...

Nafnlaus sagði...

Bíð spenntur eftir

Last.fm + playlist

til að spila á blogginu þínu.

Nafnlaus sagði...

"...yngri bróður fjölmiðlafælna vinar Aglis Helgasonassis til ómældrar skemmtunar...ha!!?"

djúpar umræður!

Nafnlaus sagði...

Og hann heitir ekki Niles...þ.e.a.s. bróðirinn...;-)

Surabaya Johnny!