laugardagur, 1. mars 2008

Tíu lög með kampavíni

Tíu pottþéttar aðferðir til að koma sér í stuð á meðan fordrykkirnir flæða og par er að klæða sig fyrir laugardagskvölds-fárið.

I. Kampavín:

Miðað er við að par deili með sér kampavínsflösku. Ekki fyrir plebba og fólk fyrir innan þrítugt. .

1. Marisa Monte (Rio de Janeiro, Brasilíu): Infinito particular. Seiðandi og draumfögur.

2. Waldemar Bastos (Angóla, Afríku): Pitanga Madurina. Jafnvel dauðir dilla sér)

3. Santana (Bandaríkin, Norður-Ameríku): Evil ways. Þeir hefðu sjálfir fengið sér í pípu en eyjan.is mælir ekki með lögbrotum.

4. Pink Martini (Oregon, Hippistan, Ameríku) Amado Mio. Ekkert hass, en meira kampavín og dansa við frúna.

5. Roxy Music: Dance away (Bretland, oftast í Evrópu ekki alltaf) Sefur ekki Bryan Ferry í smóking?

6. Khaled: Didi (Alsír, Arabaheiminum) Araba-stuð eins og það gerist best. Khaled er ekki í alveg eins smoking og Ferry, held ég....

7. Keren Ann: Decrocher les etoiles (Paris, Frakkland) Gott singalong er aldrei ofmetið og aldrei að vita nema maður gangi í augun á hinu kyninu með því að vera svona góður í frönsku. Þú ert búinn að drekka svo mikið kampavín þegar hér er komið við sögu að þú ferð létt með það!

8. Páll Óskar (Samtökin 78 Laugavegi): Stanslaust stuð. Bara spurning hvenær textinn verður tekinn upp í Sýnisbók íslenskra bókmennta. “Hamingjan er úr plasti, ef hún er spiluð á fullu blasti”, Jónas Hallgrimsson hvað!!

9. Carla Bruni (Elysée höll, París): Samlede værker. Allir diskarnir hennar. Forsetafrúnni er ekki alls varnað sem tónlistarmanns. Þarf samt ekkert endilega að hafa hljóðið á, en áreiðanlega hægt að eiga góða kvöldstund með umslögunum og því litla sem eftir er af kampavíninu þegar hér er komið við sögu. Þeir sem voru komnir hálfa leiðina út úr skápnum eftir Stanslaust stuð eru komnir á bólakaf inn í hann aftur.

10. Ex-aequo: Carlhinos Brown (Salvador, Brasiliu): Carlito Marron/ St. Germain: Rose rouge (Latínuhverfið, París) Stuð eins og það gerist m best. Enginn þarf prósak. Allir elska náungann. Lífið er gott. Allir dansa. (tjaldið)

Engin ummæli: