Það er fyllsta ástæða til að óska UNIFEM á Íslandi til hamingju með frábæra fiðrildaviku á dögunum. Ég skrifaði mér til mikillar ánægju greinarkorn um söfnunina fyrir vefrit okkar hér á Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Brussel (http://www.unricmagazine.org/) og af viðbrögðunum að dæma er óhætt að segja að árangur íslensku kvennanna vekur athygli út fyrir landsteinana. Til gamans má geta þess að á vefsíðu UNIFEM.org má sjá að austurríska landsnefndin þóttist góð að afhenda UNIFEM tíu þúsund evrur á dögunum. Það eru um það bil 1.2 milljónir króna en íslensku stallsystur þeirra söfnuðu 92 milljónum króna. Glæsilegt!
mánudagur, 31. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli