þriðjudagur, 18. mars 2008

Súkkulaðiís á banabeðinu

Bandaríski blaðamaðurinn John Roderick er látinn 93 ára gamall. Hann varð frægur fyrir að dveljast á meðal skæruliða Maó í Kína frá 1945 til 1947 og skrifa fréttir fyrir AP fréttastofuna. Í minningargrein í Guardian segir að þegar honum var orðið ljóst að dagar hans væru taldir, hafi hann hætt að borða nokkurn annan mat en súkkilaðiís. Á banabeði sínu ákvað hann sín eftirmæli: “Fólk ætti að borða súkkulaðiís og hætta að drepa hvort annað.”
Ég von að ég kveðji þennan heim á jafn húmorískan hátt.

Engin ummæli: