Andrés Magnússon sá góði og glöggi blaðamaður er sammála mér um að ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við kínversku fréttastofuna Xinhua hafi verið óheppileg og segir þetta"forkastanlegt í ljósi þeirra atburða, sem nú eiga sér stað í Tíbet."
Andrés segir að sér finnist "óskiljanlegt hvernig íslensk stjórnvöld láta ekkert tækifæri ónotað til þess að flaðra upp um blóði drifna einræðisstjórnina í Peking."
Andrés er kominn á flug og klikkir út með eftirfarandi: "Íslendingar flytja að sönnu mikið inn frá Kína, álíka mikið og frá Noregi, en útflutningur þangað er sáralítill, minni en til Argentínu, svo dæmi sé tekið. Skvaldrið um hinn mikilvæga markað fyrir íslenska útflutningsvöru í austurvegi er því fremur innantómt."
Sem kunnugt er tala Illugi Gunnarsson og Ólafur Ragnar Grímsson svo hlýlega um Kína að grunur leikur á að þeir vilji að Ísland gangi í Rauða Kína í stað þess að skipa sér í lið með nágrannaþjóðum okkar, rótgrónustu lýðræðisríkjum heims. (Ók, kannski vill ÓRG frekar ganga í Indland en það er raunar umhugsunarefni að eftir allar hans ferðir þangað er útflutningur okkar aðeins 79 milljónir á ári!)
Ég býð Andrés Magnússon hins vegar velkomin í hóp okkar sem erum andsnúin því að láta íslensk stjórnmál og íslenska utanríkisstefnu sérstaklega snúast sérstaklega um að "flaðra upp" "um blóðidrifna einræðisstjórnina í Peking." Hafðu þökk fyrir Andrés, ég gæti ekki orðað þetta betur.
mánudagur, 17. mars 2008
Andrés góður
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli