laugardagur, 1. mars 2008

Laugardags(bjór)lögin

Bestu bjórlögin:

Mjög hentugt fyrir plebba og fólk á öllum aldri:

1. Boston (Bandaríkin, Norður-Ameríku): More than a feeling. Á meðan frúin er í sturtu og hvorki heyrir þig né sér taka fyrsta luftgítarsóló kvöldsins.

2. Spencer Davis Group: ( Bretland, Evrópu): Gimme some lovin. Steve Winwood var sextán þegar hann söng þetta. Brjálað bít.

3. Bruce Springsteen (New Jersey, Norður-Ameríku): Badlands. Svei mér þá ef maður verður ekki að fá sér Miller eða Bud – og bara fyrir menn í gallabuxum og bol enda þjóðskáld bandaríska bolsins.

4. Dátar (Ísland, EES): Glugginn.Tekið upp léttara hjal, konan er komin úr sturtu.

5. Trúbrot: Án þín (Keflavík, Bandaríkin, Norður-Ameríku) Gott með rakstrinum – plús smá metrosexúelt element fyrir bjórbumbuna.

6. Led Zeppelin: Immigrant song (Loftleiðir, Ísland) Sömdu þetta í vélinni, þjóðlegt og gott.

7. Sex Pistols (Lýðveldinu Stóra-Bretlandi): God Save the Queen. Voru ekki konungssinnar 1977 en segi þeim til varnar að Camilla Parker Bowles var auðvitað ekki komin í konungsfjölskylduna þá. Nú verður ekki aftur stuðið.

8. Deep Purple: Smoke on the water (Bretland, Evrópu en í fýlu yfir því) Þú ert búinn að drekka sixpakk og þú heldur að sjálfsvirðing sé borg í Síberíu. Annað lúftgítarsóló kvöldsins er staðreynd. Ef þú ert úti á svölum er skemmtanagildið fyrir nágrannana ótvírætt.

9. Icy hópurinn: Gleðibankinn (Björgvin, Noregi) Gleymdi ég að segja að þú ert búinn að vera að drekka Elefant og ert búinn að missa ráð og rænu?

10. Bachman Turner Overdrive (Lúðistan, Bandaríkin Norður-Ameríku) Nú byrjar stuðið, Össur og frú eru komin í mat!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yo, Árni...sko...héddna..."Bachman-Turner Overdrive (BTO) is a Canadian rock group from Winnipeg, Manitoba" http://en.wikipedia.org/wiki/Bachman-Turner_Overdrive og því ekki svo ólíkindalega af íslensku bergi brotnir, líkt og heims- og olympíumeistara íshokkíliðið The Winnipeg Falcons var og varð, fyrir hönd Kanada. Gott ef að Neil Young er ekki líka frá Winnipeg...nei annars hann flutti þangað með mömmu sinni '57 segir Wiki...en..hvaða lagstúf ætlarðiðu að leika með BTO? Fíla persónulega titillagið af Not Fragile:-)

Hade!

Ekki hringjarinn (insp. plat.)

Nafnlaus sagði...

Varðandi lag nr. 8 get ég fúslega staðfest að "skemmtanagildið" fyrir nágrannana er ótvírætt. Þann tíma sem ég bjó á hæðinni fyrir ofan bloggarann á Grundarstígnum vaknaði ég þó nokkrum sinnum upp um miðja nótt við þetta hörmungarlag. Vissi þó ekki að Árni og vinir hans væru að taka lúftgítarsóló!

Kv. - Hrellir.

Nafnlaus sagði...

LOL...

;-)

Fredriksen