þriðjudagur, 18. mars 2008

Tíbet: Ærandi þögn

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðist í gær hafa “sívaxandi áhyggjur” af þróun mála í Tíbet, þar á meðal fréttum af ofbeldisverkum og mannfalli.
Louise Arbour, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt kínversk yfirvöld til að virða tjáningar- og fundafrelsi.
Hans-Gert Pöttering, forseti Evrópuþingsins, hvetur þingmenn til að íhuga þann möguleika að sniðganga Ólympíuleikana í Peking og mótmæla þannig aðgerðum kínverskra yfirvalda gegn mótmælendum í Tíbet.
Utanríkisráðherra Íslands hefur hins vegar áhyggjur af þjóðaratkvæðagreiðlu á Tævan. Hún hefur einnig lýst yfir að mannréttindi séu hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands. Hafi hún eitthvað við framferði Kínverja í Tíbet að athuga hefur hún kosið að þegja þunnu hljóði yfir því. Ísland er í framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Engin ummæli: