Mér urðu á slæm mistök í fræðigrein sem birtist hér á eyjan.is undir fyrirsögninni
“Laugardags(bjór)lögin”. Þar hélt ég því fram að Dátar hefðu flutt lagið “Glugginn” – sem ég mælti með fyrir plebba til að bæta gráu ofan á svart. Þetta er rangt – auðvitað voru það Flowers. (Gæti verið að Rúnar Gunnarsson hafi samið lagið? Eins og mig minni það. ) En hvernig er hægt að ruglast á auðþekkjanlegri rödd Jónasar R. Jónssonar og nokkurs annars manna af dýrategundinni Homo Sapiens? Ég þekki Jónas að vísu ekki persónulega en tel mér þó til tekna að hafa reykt vindil með honum og Bo Halldórs – geri aðrir betur. Ég reykti tipparillo (tók ekki ofan í mig) en þeir reyktu Kúbuvindla á stærð við hrossatyppi i fullri reisn.
En mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við að hugsa um mögulegar afleiðingar. Ég sé fyrir mér að á mánudagsmorgunn hlammi Jónas R.sér niður í Chesterfieldsófa hjá ónefndum lögmanni í Reykavíkurborg (köllum hann Copy-Paste for arguments sake) og þeir kveiki sér í hálfsmetra vindlum og hlæi hrossahlátri yfir fyrirfram unnu meiðyrðamáli gegn vesælum bloggara. Er það ekki unnið mál þegar sjálfur dómsmálaráðherra landsins hefur hvatt til þess að farið sé í mál við bloggara? Spyr sá sem ekki veit. Ég held ég fari beinustu leið á Hraunið og fái ekkert fyrir að fara yfir byrjunarreitinn. En hei! horfum á björtu hliðaranar. Ég gæti lært að steypa kantsteina.
sunnudagur, 2. mars 2008
Mér þykir það leitt en Björn Bjarna er að senda mig í fangelsi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Júbb, lagið er eftir Rúnar.
Er ekki BB sjálfur einn erkibloggara og því galopinn fyrir málsókn ef honum skyldi verða á "tæknileg málfarsmistök", en var það ekki annats HHG sem var fyrsta fórnarlamb þessarar þróunar. Að gæta taumhalds á tungu sinni er örugglega öllum hollt, en spurning er, hvar endar málfrelsið og byrja meiðyrðin?
Flest flest, ekki satt, Barón sæll?
Með kveðju
Ljóðahópsunnandinn
;-)
Leitt að nefna það en þú ert hvítflibbi, ha?
Ferð á Kvíabryggju.
Engin hellusteypa.
Gætir fíflast með fjörugrjótið?
Skrifa ummæli