mánudagur, 13. október 2008

Regluverkið kom frá ESB

“Regluverkið kringum fjármálamarkaðinn á nú mestanpart uppruna sinn innan Evrópusambandsins og er ekki nema að litlu leyti smíðað á Alþingi.“

Geir H. Haarde í viðtali við Morgunblaðið 12. október 2008.

Þessi setning háttvirts forsætisráðherra hefur ekki vakið þá athygli sem hún á skilið. Geir og skoðanabræður hans hafa um langt skeið leikið þá list að halda því fram að aðeins lítill hluti lagasetninga á Íslandi kæmi frá Evrópusambandinu.

Skyldi Geir hafa sagt Sigga Kára og Davíð Oddssyni frá þessari merku uppgötvun sinni að regluverkið kringum fjármálamarkaðinn komi mestanpart frá ESB?

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Af hverju vilja sjallarnir ekki í Evrópusambandið? Er það vegna þess að þá missa þeir heljartökin á þessari aumu, skuldugu þjóð, sem þekkir bara þrældóm hér í ballarhafi?

Nafnlaus sagði...

"...Regluverkið kringum fjármálamarkaðinn á nú mestanpart uppruna sinn innan Evrópusambandsins "

Ekki beint góð meðmæli með inngöngu

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki pínulítið að skjóta þig í fótinn Árni. Beinlínis segir okkur að hið miengallaða regluverk í kringum fjármálastarfsemi sé kokkuð upp í ESB? Verstu meðmæli sem komið hafa frá þér í evrópuumræðunni.

vilberg sagði...

Það eru nokkur atriði varðandi þetta.

Þeir vita ekki um hvað þeir eru að tala

Eða það sem líklegra er sem er að þeir ljúga að okkur, en að sjálfsögðu í okkar þágu, því það er okkur fyrir bestu

Svo er það hitt að það er svo mikill skítur grafinn í stjórnartíð flokksins, sem eflaust er ástæðan fyrir því að við gátum ekki nýtt gjaldeyrisskiptasamkomulagið, viljum ekki ESB og viljum ekki Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þessvegna eru rússar bestir því hugsanlega skiptir þá engu máli forsendur heldur bara eftirmálar.

Unknown sagði...

Það er túlkað svo að við sem erum fólkið á Íslandi séum ábyrg fyrir 1300 milljarða króna tapi erlendra sparifjáreiganda sem lögðu inn peninga á bankareikninga í sínu heimalandi.

Ef tilskipanir ESB (evrópusambandsins) eru skoðaðar þá er ljóst að þar er mikil, vafi á að þessi túlkun sé rétt.Tilskipanir ESB um tryggingasjóð er augljóslega gerðar til þess að tryggja gegn ólíklegu gjaldþroti einstaka banka.

Þegar um það er að ræða að neyðarástand ríkir þá koma önnur lögmál til og þegar almannaheill krefur eins og nú er á Íslandi þá víkja tilskipanir sambandsins til hliðar að mínu mati.

Nafnlaus sagði...

Kanski svolítið af leið í þessum þræði, en af hverju hefur Sigurjón Árnason bankastjóri "gamla" Landsbankans,komist upp með það í tvígang að koma sér hjá að svara þessu með Icesafe reikningana, þ.e af hverju í veröldinni þeir leifðu sér að setja íslensku þjóðina í pant? Hann fær alltaf að fara að tala um hversu leiðinlegir bretarnir hafi verið í leyfisveitingu fyrir þessum reikningum. Landsbankinn hafi barasta neyðst til að gera þetta svona. Var það kanski af því að bretinnn skildi svikamilluna strax og vildu barasta ekki bera ábyrgð á henni? Sama hvaðan reglugerðarverkið kom?

Nafnlaus sagði...

Það er ótrúlega margt sem á eftir að grafa upp með þetta blessaða ESB. Þetta var annars ágætt innlegg í þá umræðu Árni, að segja þennan hrylling sem þetta eftirlit með fjármálastofnunum sé?

Hvað næst? Ætlar Árni þá að guma að þvi að fiskveiðistjórnunin innan ESB sé líka þeirra verk? Það gæti Árni líka alveg sagt? Kerfið er svo að segja búið að þurrka út alla arðsemi sem var til af fiskveiðum innan sambandsins, og það þrátt fyrir að fiskverð hafi verið lóðbeint upp á við síðustu árin.

Kannski ætlar Árni líka að fara að fræða okkur um þetta landamæraeftirlit og Schengen og hvað það allt heitir. Það er kannski eitthvað sem Árni getur stært sig af að sé frá ESB komið? Það eru svo að segja allir sammála um að þetta vesen sem Schengen er sé fíaskó frá upphafi til enda.

Það væri bara gaman fyrir almenning að Árni héldi áfram að kynna "kosti" ESB fyrir landanum!!!!

Nafnlaus sagði...

Sú þjóð sem í gæfu og gengi vill búa. Á Guð sinn og land skal trúa