þriðjudagur, 7. október 2008

Davíð í leðjuglímu

Ég verð að viðurkenna að mig setti hljóðann eftir ágætt viðtal Sigmars Guðmundssonar við Davíð Oddsson í Kastljósi. Sigmar var vel undirbúinn, kurteis vel og varkár en þó lúmskt fylginn sér.

Frásögn Davíðs af símhringingu rússneska sendiherrans var slík að ég hélt á tímabili að þetta væri nýr dulbúinn skemmtiþáttur á vegum Sigmars. Það er jú háttur RÚV að eitt augnablik eiga menn að trúa Sigmari sem alvarlegum fréttaskýranda en næst er hann grínaktugur þáttastjórnandi.

Ekki það að hann gerir hvort tveggja nokkuð vel.

Nei þetta var ekki grín. Davíð lýsti hreinskilningslega hvernig hann hefði misskilið samtalið við Rússann; látið Seðlabankann gefa út tilkynningu sem minnti einna helst á fréttir sem íslenskar popphljómsveitir gáfu út um væntanlega heimsfrægð sína á þeim tíma sem Davíð var ennþá í Matthildi.

Ég ætla hins vegar að vona íslensku þjóðarinnar vegna að þetta sé bara fáránlegur klaufaskapur og ekki fari fyrir íslensku þjóðinni eins og Hljómum forðum. Vonandi fær Davíð skínandi Rússa gullið frá gamla KGB manninum, Vladimir Putin.

Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Davíð Oddssyni sem verkamanni í víngarði drottins og lengst af sem stjórnmálamanni. Mér hefði aldrei dottið í hug að hann klikkaði svona gjörsamlega í starfi.

Þótt Sigmar hafi staðið sig vel í þessu viðtali vantaði að mínu mati eitt í aðferðafræði hans. Hann spurði og þráspurði um óángæju Glitnis yfir aðgerðunum gagnvart bankanum.

Hins vegar spurði hann aldrei Davið um það sem Ricahrd Porter talar um í Guardian í dag (og annars staðar áður), það er að segja um “unwanted consequences” á la Lehman brothers. Með öðrum orðum að allt sem Davíð segir um Glitni geti verið rétt, en hann hafi með þessari aðgerð dregið allt íslenska efnahagslífið niður í svaðið.

Hugsanlega var staðan þannig að gætinn og hófsamur bankamaður hefði séð í hendi sér að það væri svo afdrifaríkt að ganga að Glitni að það hefði í raun átt að vera óhugsandi að gera það því afleiðingarnar fyrir fjármálalífið í heild yrðu svo alvarlegar. Að í þessu máli mætti einu gilda um Jón Hreggviðsson, svo vitnað sé í Nóbelsskáldið.

Vel má vera að Jón Ásgeir og félagar hafi allan tímann talið að Davíð væri nauðugur einn kostur að veita þeim lánið, því þeir sætu á fjöreggi íslensku þjóðarinnar.

Það væri vissulega blackmail, en ef tilgátan er rétt framdi Davíð harakiri fyrir hönd þjóðarinnar frekar en að sætta sig við það að til að afstýra almennri fjármálakreppu á Íslandi yrði hann að veita Jóni og félögum fáránlega rausnarlega aðstoð. Sem ég held að þeir hafi útaf fyrir sig ekki átt skilið eftir allt sitt rugl og óráðsíu. Það hékk bara miklu meira á spýtunni.

Ekki síður er athyglisvert að af viðtalinu er augljóst að Davíð leggur siðferðilegan og þar með pólitískan mælikvarða á hvaðeina í efnahagslífi landsins. Davíð ver framkvæmdina gagnvart Glitni með því að auðséð sé að hann hafi ekki látið persónulega heift ráða verkum sínum því Landsbankinn hafi verið næstur og ekki hafi verið tekið silkihönskum á honum.

En Sigmar spyr í rauninni ekki út í hvort örlög Landsbankans hafi verið óviljandi afleiðing af hörkuni gagnvart Glitni.

Það er ekkert að spurningum Sigmars, það vantaði hins vegar þettalykil atriði í þær.

Davíð gerir bersýnilega engan greinarmun á pólitískum ferli sínum og starfi sínu sem Seðlabankastjóra. Hann virðist alls ekki gera sér grein fyrir hve orð hans hafa mikla vikt á þessum tímum, til dæmis þegar hann segir stöðu Glitnis “miklu verri en talið hafði verið.” Svona talar stjórnmálamaður sem er að verja verk sín, ekki bankamaður að gæta þjóðarhags á viðsjárverðum tímum.

Davíð sagði :”Við borgum ekki skuldir óreiðumanna erlendis.” Svona talar ekki bankamaður; allra síst þegar verið er að biðja um aðstoð Breta, þar sem íslensku bankarnir eiga innisstæður. Eru Kaupþingsmenn líka óreiðumenn?

Í öllu viðtalinu talaði Davíð eins og hann væri að tjá sig fyrir hönd íslenska ríkisins. Þannig fullyrti hann að ef Kaupþing færi illa “yrði brugðist nákvæmlega eins við.” Hann uppnefndi veð sem Glitnir bauð “ástarbréf” og hefur þar með talið þau veð niður og gert að engu.

Hann gerði sjálfur að umræðuefni árásir eigenda Glitni á sig og að hann hefði ekki svarað. Hann sagði að frelsið væri ekki til að “svona menn höguðu sér svona.” Hann kallaði íslenska bankamenn “óreiðumenn” – og vitnaði í ömm sínar máli sínu til stuðnings.

Davið sagðist aldrei hafa borið lof á útrásina: “ég hef alltaf talið hana mikið furðuverk.”

Þá upplýsti Davíð að hann hefði sagt ríkisstjórnnni og bönkuum ítrekað frá því hvernig staðan væri og spáð nákvæmlega fyrir hvernig ástandið yrði fyrir ári en Geir H. Haarde og félagar hefðu “ekki hlustað.”

Ef Davíð vissi þetta allt saman; hvers vegna leyndi hann íslensku þjóðina því? Hvers vegna kom hann ekki í veg fyrir þetta? Hvernig gat hann verið svona ábyrgðarlaus? Ekki hikar hann núna við að tala um hvað sem er opinberlega ! Hvers vegna ekki að gera það á meðan hægt var að forða okkur frá þessum hremmingum sem hann segist nú hafa séð fyrir?

Það mætti draga þá fljótfærnislegu ályktun af þessu að Davíð Oddsson væri að stefna að póllísku sérframboði með þessu viðtali.

Það er því miður ekki málið; þetta er örvæntingaróp ráðvillts manns sem hefur orðið uppvís að því að vera fullkomlega óhæfur til að gegna starfi sínu og reynir að kenna öllum öðrum um. Ríkisstjórninni, útrásinni, fjölmiðlunum. Mest furða að hann nefni ekki Ólafi Ragnar Grímsson.
Svo illa er nú komið fyrir forsetanum að Davíð nennir ekki að skattyrðast við hann.

En fyrst og fremst aumingja Davíð Oddsson sem enn er í pólitískri leðjuglimu. Og aumingja íslenska þjóðin að þetta sé maðurinn sem haldi á fjöreggi hennar. Og ekki kusum við hann.

25 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Davíð Oddssyni sem verkamanni í víngarði drottins og lengst af sem stjórnmálamanni."

Því miður áttu þér marga bræður í glámskyggninni.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Kæri Árni

Það á ekki að reka Davíð Oddsson. Hann stendur sig vel, reyndar mjög vel. Hann er kletturinn.

Jú, það hefði alveg mátt lækka stýrivexti fyrr en hinir tveir seðlabankastjórarnir ráða líka einhverju. Þeir eru lærðir í gamaldags hagfræði frá USA og telja enn að háir vextir dragi úr neyslu. Slíkt er auðvitað ekki rétt og því hefðu seðlabankastjórarnir átt að lækka vexti fyrr.

En allt annað sem Davíð hefur staðið fyrir er nákvæmlega það eina sem á að gera. Ef Davíðs hefði ekki notið við eru verulegar líkur að eigendur Glitnis hefðu fengið lán til þrautavara hjá Seðlabankanum. Það hefði hins vegar skapað enn meiri ólgu en nú er. Glitnir hefði strax farið á hausinn og það lán Seðlabankans hefði tapast. Hluthafar Glitnis hefðu náð enn meira fé af almenningi.

Einnig er Davíð Oddsson sá eini sem getur blásið þjóðinni dug í brjóst, sjá Kastljóss-viðtal við hann. Hann vakti hjá mér trú að það væru góðir tímar framundan.

Takk, Davíð Oddsson.

Nafnlaus sagði...

Sammála. Davíð er óhæfur sem Seðlabankastjóri. Það var löngu vitað mál. Sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgur fyrir ráðningu hans.

Verður fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokknum reiðir af í næstu kosningum.

Nafnlaus sagði...

Davíð var frábær í þessum þætti! Loksins einhver sem gat útskýrt á mannamáli út á hvað þetta gengur alltsaman og það án þess að vera með einhvern sérfræðingavaðal eins og einkennir alla þessa hagfræðinga og peningafræðinga sem tröllriða öllum fjölmiðlum.
Nei Davíð var hann sjálfur og gerði það sem þurfti; útskýrði ástand mála fyrir þjóðinni og ég er sannfærð um að hann hefur fyllt marga ró og etv. von.

Nafnlaus sagði...

Í rauninni verð ég að segja þér Árni Snævarr að þú virðist hafa ansi mikinn tíma aflögu til að blogga og fylgjast með fréttum þarna í Brussel. Hefurðu yfirleitt nokkuð nytsamlegt við tímann að gera?

Það er auðvelt fyrir menn eins og þig, sem aldrei hafa getað tekið almennilegt viðtal að umorða spurningar fyrir menn eftirá. Eins og þú vitir ekki sjálfur að það reynir á hversu góður spyrill þú ert þegar útsending er í gangi, ekki þegar búið er að slökkva á vélunum. "Svona" maður eins og þú sem hefur látið skoðanir þínar flækjast of mikið fyrir þér til að geta verið fréttamaður. Þrasari.

Davíð Oddsson má svo í raun eiga það að hann talaði þó smá von og trú í landann í kvöld. Annað en gagnslaus ráðherra bankamála og forsætisráðherra hafa gert. Davíð Oddsson sýndi það í kvöld að hann er ekkert fake.

Nafnlaus sagði...

þetta var viðtalið sem tók íslensku bankana endalega af lífi. Nú er Glitnir farinn, ég efa að Kaupþing lifi af vikuna. Davíð er gangandi efnahgsvandamál, tímasprengja sem verður að taka úr sambandi. Á morgun verður gerð árás á alla Kaupthing edge reikninga og þá er þetta búið, ekki bara fyrir bankana heldur líka fyrir íslensku þjóðina.við verðum kominn í EU fyrir árámót. Ekki er svo slæmt!

kv.

Helgi

Unknown sagði...

finnst ykkur gaman að blogga?

Nafnlaus sagði...

Þú ert í bullandi afneitun og blindaður af hatri út í DO.
Misskilur viljandi eða óviljandi það sem sagt var og lýgur frásögnum uppá hann. Davíð sagði það aldrei að hann hefði lýst þessu ástandi fyrir Geir Haarde. Hann sagðist í einhverju samtali við bankastjóra fyrir rúmu ári lýst því hvernig færi ef þetta ástand skapaðist, og nú væru orð hans að sannast. Þetta var það sem hann sagði og ekki annað. Annað hitt að þessir blessaðir bankadrengir hafa ítrekað haldið því fram, þegar fundið hefur verið að framgangi þeirra, að þeir þyrftu enga og hefðu enga ríkisábyrgð og gætu þess vegna farið úr landi. Þeim yrði tekið fagnandi annarstaðar. Þetta hlýtur þeirra lánardrottnum að hafa verið ljóst alla tíð og því geta þeir ekki reiknað með að við hlaupum undir bagga.
Þú getur og mátt vitna í alla heimsins hagfræðinga en enginn þeirra þarf að standa við kenningar sínar varðandi Ísland.Það þarf aftur DO að gera og við skulum spyrja að einhverjum vikum liðnum hvort hann hafi ekki haft rétt fyrir sér. Þangað til máttu hlaupa á eins marga steinveggi og þú vilt.

Nafnlaus sagði...

Davíð er upplýstur ! Illuminati.
Hann og Björn eru á annarri bylgjulengd en Íslendingar.
Stjórnaformaður FME er í sama félagskap. Hringnum lokað !
Alþingi setti neyðarlög,sem veita þessum mönnum alræðisvald.

Unknown sagði...

eru þið orðnir vitlausir,eigi þið ykkur eitthvað áhugamál...ég geri ráð fyrir að þið séuð blaðamenn eða haldið að þið séuð blaðamenn.Þið getið hætt að rífast um þetta!Þetta er ykkur að kenna, vitlausu bleiðunar ykkar sem gerðuð aldrei neitt annað en að spegla ykkur í eigin linsum og selduð ykkur síðan sem skemmtanastjórar á árshátíðum þessara gráðugu hvítflibba.Þið vitið ekkert hvað er að gerast svo þið eruð bara dáldið hræddir,leggist bara á koddan og farið að sofa.
já...þetta er bara gaman.

Nafnlaus sagði...

heir heir Friðrik.
Íslenskir blaðamenn eru aular.

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni, þetta er feikna góður pistill hjá þér og hárrétt greining. Davíð var hinsvegar vel til hafður og kom vel fyrir eins og oft áður svo því miður munu margir halda að hann hafi sagt eitthvað af viti og hann viti hvað hann er að gera.
Han virðist hinsvegar ef menn fara í saumana á orðum hans vera að fullu veruleikafirrtur og algerlega skeytingalaus um annað en hvernig hann sjálfur kemur fyrir gagnvart fjöldanum. Það endurspeglaðist vel í hve oft hann notar „ég“ um verk og ákvarðanir Seðlabanka og ríkis.

Nafnlaus sagði...

Afhverju spyr enginn Davíð um ICESAVE (sjá www.icesave.co.uk) og 500 - 1000 milljarða ábyrgð íslenska ríkisins á sparnaði breta á þeim reikningum - hvernig eigum við að komast undan henni - og mörgum öðrum skuldum sem nú falla á okkur.

Heldur einhver heilvita maður að við getum bara sagst ekki ætla að borga og þá komi lánshæfismatið okkar upp aftur? - EN það er það sem Davíð sagði.

Fjárlögin okkar eru um 500 milljarðar.

Unknown sagði...

ef þið hafið svona miklar tilfiningar til einhvers,látið þá nafn ykkar fylgja með í náskógarbraghætti ykkar og í alvöru fari þið að sofa,það er komin nótt:
ég kem aldrei hingað aftur í þennan sóðakjaft.

Nafnlaus sagði...

Góð samantekt!!! Nokkur atriði sem ég hafði í huga á meðan ég las þetta.

Hversu margir seðlabankastjórar fara í sjónvarpsviðtal. Hef ekki frétt af því í USA, þýskalandi eða Bretlandi (ég fylgist grant með í þessum löndum). Þeir gefa YFIRLÝSINGAR sem eru lesnar í gegn. Það var alltaf ægilega gaman að reyna að þýða Alan Greenspan yfir á Ensku.

Ef Davíð vissi þetta svona fyrir ári, þá bar honum skylda til að upplýsa þjóðina. Ekki bara hækka vexti til að reyna að stemma stigu við kaupæði sem var ekki beint vaxta tengt. Kvetja til frekari reglugerða og bindingar innlána.

Á faglegum grunni þá held ég að Davíð sé orðin eins og 10 vikna mjólk. Mjög súr og ekki heppilegur til neins nema að koma honum úr húsi.

Kveðjur, Nonni

Nafnlaus sagði...

Nú þarf þjóðstjórn strax.
Forsætisráðherra Davíð Odsson
Fjármálaráðherfa Jónína Ben
Félaxmála Bubbi Mort
Dægurmála Bo Hall
Og í markinu er Gunnleifur Gunnleifsson úr HK.

Nafnlaus sagði...

Hér ert þú að leðjuglíma við þinn ofjarl.

Leggðu af vopnin dári, segi ég við þig.

Þjóðin vissi um varnaðarorð hans , hann fór ekkert dult með þetta.

Vinsamlega haltu þig við raunveruleikann, þó svo að ESB riði til falls og fall þess verði mikið.

Bankar og fjármálafyrirtæki fá bara aðstoð frá sínum seðlabönkum og ,,sameiginlegt" skipbrot verður þeim trauðla sætt.

Þú ert betur vaninúr heimahúsum en þetta.

Miðbæjaríhaldið

Nafnlaus sagði...

Hlægilegur þessi friðrik.
Ætli hann hafi getað sofnað?

Nafnlaus sagði...

1. Davíð Oddson stóð sig mjög vel í þessu viðtali. Þarna kom fram í fyrsta sinn á mannamáli einhver vonarglæta.
2. Gæti hugsast að þessi fréttatilkynning um rússalánið hafi verið trix til þess að vekja nágranna okkar til umhugsunar. Ef svo hefur verið var það bara snilldarbragð.
3. Hvað varðar Sigmars þátt Guðmundssonar, þá fékk fékk maður á tilfinninguna að hann hlustaði ekki almennilega á svörin, heldur beið í ofvæni eftir að geta komið með næstu spurningu. Ef menn vilja svo fara út í einhvern tengslaleik þá má ekki gleyma því að bróðir Sigmars er einhver stjóri hjá Glitni.
4. Varðandi Jón Ásgeir þá myndi ég vilja sjá að hann myndi þora að mæta í Kastljósið gegn þeim Sigmari og Helga Seljan og þar yrði ekkert dregið undan, 500 millj. brúðkaupsveisla, einkaþotur, snekkjur o.fl. o.fl. o.fl. í stað þessa uppstilla viðtals á Stöð 2 þar sem hann samdi spurningarnar sjálfur og greinilegt var að spyrjandinn var að lesa þennan texta í fyrsta sinn.
5. Stjórnendur bankanna sáu um að reka þá og því engum öðrum um að kenna að svona er fyrir þeim komið, það er ekki hægt að ætlast til þess að ytra umhverfi aðlagi sig að þér, heldur þarft þú að aðlaga þig að ytra umhverfi. Eins og DO sagði þá er það röng hugsun að hugsa þannig að gjaldeyrisvarasjóðurinn og ríkið hafa átt að elta bankana út í hið óendanlega, heldur hafi bankarnir átt að halda sig innan þeirra marka sem aðstæður ríkisfjármálanna buðu upp á.

Nafnlaus sagði...

það er orðið í meira lagi aumkunarvert að lesa það skítkast og leiðindi sem skrifuð eru um DO, ekki það að ég telji manninn á nokkurn hátt gallalausann en þetta er orðið rugl.

Ég einfaldlega er steinhættur að skilja hvað mönnum gengur til í þessu bulli, þar sem leikur er gerður að mistúlkun og
útúrsnúningum.

Það er staðreynd að DO var búinn að lýsa efasemdum varðandi útrásarvíkingana og skuldsetningar þeirra, og það er líka skjalfest að DO var búinn að vara við erlendum lánum heimila eins og margir aðrir.

menn hnýta í það að hann hafi ekkki haft forgöngu um reglur og bönn, man einhver eftir því þegar hann ætlaði að stoppa víkingana varðandi stjórn og eignarhald á fjölmiðlum.

heldur einhver að reglur hefðu fengið góðar undirtektir fyrir ca 18 mánuðum síðan, þegar Hannes gat gengið á vatni og partíið var á fullu.

Man einhver eftir látunum þegar ókurteisu menirnir á fjölmiðlum og í erlendum bönkum efuðust um íslennsku leiðina í fjárfestingum, þeir bara skildu ekki hverskonar stórmenni voru hér á ferð.

förum nú frekar að tala um þá sem raunverulega komu okkur á klakan,

bkv
Elías P

Nafnlaus sagði...

Úr frétt Mbl. 7. nóvember 2007

"Innrás í opinber fyrirtæki kölluð útrás"
Seðlabankastjóri gagnrýndi útrásaráform orkufyrirtækja
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.


ÞÓ að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi ekki nefnt orkufyrirtækin eða REI-málið svonefnda beint á nafn, í ræðu sinni á morgunfundi Viðskiptaráðs í gær, mátti lesa út úr orðum hans harða gagnrýni á útrásaráform orkufyrirtækjanna.

Honum var tíðrætt um útrásina og sagði það orð hafa fengið á sig "goðsagnakennda helgimynd". Útrás væri ekki annað en venjuleg fjárfesting erlendis. Hún hefði að vissu leyti skilað töluverðu í aðra hönd og menn nýtt sér greiðan aðgang að ódýru lánsfé. Hin hliðin á útrásinni væri þó sú að Ísland væri að verða "óþægilega" skuldsett erlendis.

"Útrásarorðið er slíkt töframerki að jafnvel þegar menn virðast gera innrás í opinber fyrirtæki almennings, þá er innrásin kölluð útrás. Og fyrirtæki sem hafa þá frumskyldu, að lögum og samkvæmt efni máls, fyrst og fremst að veita almenningi þjónustu við hinu lægsta verði, eru í nafni útrásar skyndilega farin að taka þátt í áhættu erlendis, án þess að skynsamleg umræða um þau atriði hafi farið fram í landinu áður. Í öllum þessum efnum þurfa menn að fara að með gát," sagði Davíð.

Hann sagði að útrásaráformum þyrfti að setja skynsamleg mörk.

"Sá óhófsandi sem að nokkru hefur heltekið okkur má ekki ráða ferðinni til framtíðar. Við vitum að víða er uppgangur okkar lofti blandaður. Við því er ekkert að segja og það er eðlilegt að þættir eins og óefnislegar eignir séu fyrirferðarmiklar á uppgangstímum þegar vel gengur, en þegar á móti blæs og harðnar á dal, þarf aðeins lítið gat til að loftið leki úr slíkum eignum. Þar er því einnig aðgæslu þörf," sagði Davíð.

Nafnlaus sagði...

Árni, ég held ég geti tekið undir flest sem þú segir. Davíð virðist ekki átta sig á því að hann er bankastjóri Seðlabanka Íslands en ekki bloggari sem getur leyft sér að segja hvað sem er. Orð hans bera vigt. T.d. að hann hafi sagt að lánadrottnar íslensku bankanna muni tapa 85-95% krafna sinna er svo fáránlegt að ég saup hveljar þegar hann sagði þetta. Þá sá ég lánstraust þjóðarinnar fjúka út í veður og vind. Og ekki bara lánstraustið heldur líka ímynd og orðspor þjóðarinnar. Skaðinn sem Davíð olli með þessu orðum er slíkur að mér finnst ólíklegt að Kaupþing þoli þann skell sem þeim fylgir.

Davíð er ekki slökkvistjóri, hann er brennuvargur.

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni

Við sem þjóð eigum nú að sækjast eftir efnahagssamvinnu og myntbandlagi við Norðmenn!

Sögulega sóttu norskir sjálfstæðisbaráttumenn hingað til Íslands á landnámstíma og nú er komin sá tími að þeir íslensku “norðmenn” sem hér hafa verið í sjálfstæðisbáráttu í nálægt 1200 ár hefji kröftuga samvinnu við gamla Noreg í efnahags-sjálfstæðisbáráttu nýrra tíma og við dyr nýs heims.

Í dag liggja hagsmunir þessara tveggja þjóða saman með margskonar hætti. Fiskiðnaður, orkumál, utanríkismál (eru bæði utan ESB, Danmörk og Svíþjóð eru innan ESB) og í raun á flestum sviðum samfélagsmála.

Í dag liggur líka fyrir að hagsmunir Norðmanna vegna Glitnis eru miklir og ættu ríkisstjórnir Íslands og Noregs saman að reka þann banka áfram. Glitnir er með miklar skuldbindingar í Noregi og yfirlýsingar Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra, um að Íslenska ríkið geti ekki borgað skuldir bankanna erlendis, ættu að valda ugg í Noregi

Við höfum margt að færa Norðmönnum í framtíðar samvinnu í gjörbreyttri heimsmynd, þar sem fyrirliggur að núverandi peningamarkaðshagfræði (=gjaldmiðlagræðgisbrálæði) (peningamarkaður er aðskilið eining frá framleiðslu og atvinnumarkaði), er hruninn. Ljóst virðist líka vera að glundroði innan ESB í björgunaraðgerðum dagsins í dag sýni að þar er ekki mikil samstaða og styrkur í efnahagstjórn. Þangað höfum við ekkert að gera.

Þetta vita Norðmenn! Þeir þekkja og meta vel raunvirði Íslands, virði lands og þjóðar. Við þurfum enga minnimáttarkenda að sýna í slíkri samvinnu.

Kær kveðja,
Kristján Emil Jónasson

Nafnlaus sagði...

Enginn tekur fálkann með tómum höndum, ekki einu sinni þú Árni. Kannski talaði Davíð svona, kannski hinsegin. Það er ekki aðal málið. Menn þurfa að reyna að bjarga því sem bjargað verður.

Davíð talaði um að setja lög á fjölmiðla, sem menn sjá nú að var nauðsynlegt. Ekki voru nú fjölmiðlamenn sammála því, þeir féllu á prófinu og hugsuðu bara um sig sjálfa, hugsanlegan atvinnumissi.

Davíð vildi hemja þessa útrásargræðgi. Hann og Björn Bjarna voru bannfærðir.

Nú útskýrir Davíð svo fólk skilur að ESB myndi ekki hjálpa okkur í þessum vandræðum. Það væri eins og að skvetta olíu á eld. Menn ekki sammála, enda vilja menn heldur fá legusár í Brussel en í ráðuneytum eða stofnunum á Íslandi. Því miður fyrir þetta fólk, þá held ég að Davíð hafi líka rétt fyrir sér um þetta.

Nafnlaus sagði...

Í bók Jóns J. Aðils, “Gullöld íslendinga” gefin út árið 1948 segir:

” En hún [byggingarsaga Íslands] er einnig fögur, því það er um leið saga um frelsisást og karlmannlegt sjálfstæði. “Frelsi” er í orði kveðnu tignað og tilbeðið um allan heim nú á dögum [1948] ; en því miður hættir mönnum oft til að afneita því og snúa við því bakinu þegar á herðir og ofsóknum er að mæta. Forfeður vorir tignuðu ekki frelsið með háróma lofsöngvum á strætum og gatnamótum en þeir vissu vel, hvað það var, og tignuðu og tilbáðu það í hjarta sínu, það sýndu þeir með því að leggja fyrir það allt, sem hjartanu er talið helgast og dýrmætast: óðöl, frændur og fósturjörð, eftir að þeir voru búnir að fórna blóði sínu á vigvellinum. Ísland varð þannig síðasti griðastaður þjóðfrelsis á Norðurlöndum. Þar tókst forferðum vorum að varðveita frelsi sitt óskert enn um langan aldur. og þar hefir niðjum þeirra tekizt að varðveita þjóðerni sitt og tungu óbreytta að heita má fram á þennan dag”

Kveðja,
Kristján Emil Jónasson