þriðjudagur, 14. október 2008

Götustrákur gerist spakur seppi

Viðtal Helga Seljan við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands hefur eiginlega ekki fengið neina athygli í fjölmiðlum. Því miður er það sennilega dæmi um hversu forsetaembættið hefur hrunið í áliti á Íslandi frá því þessi pólitiski slagsmálahundur var kosinn forseti og tók við arfleifð menningarjöfra á borð við Kristján Eldjárn og Vigdísí Finnbogadóttur.

Helgi Seljan hefur verið kallaður “fífl og dóni “og oftar en ekki götustrákur í palladómum á netinu en í beina útsendingu frá Bessastöðum í gærkvöldi var mættur maður sem hefði getað verið fullsæmdur af því að vera hirðmaður í hirð Ólafs helga.

Hvar var ákafamaðurinn og siðbótarmaðurinn Seljan em slátraði Ólafi F. Magnússyni??


Ólafur Ragnar Grímsson er enginn aukvisi. Einungis pólitískt séní gæti nýtt sér tækfiæri (sem Davíð Oddsson gaf honum) til að breytast úr einum óvinsælasta stjórnmálamanni þjóðarinnar í að vera forseti. Á það embætti ekki að vera sameiningartákn þjóðarinnar?

Hver nema pólitískt séní gæti fengið að sitja eins og páfinn í viðtali hjá kardínála í ríkissjónvarpi Íslendinga þegar fjármálakerfið hefur sett Íslendinga á hausinn? Meira að segja þótt Johnny Rotten Íslands tæki viðtalið. Og meira að segja eftir að viðmælandinn, sjálfur forseti Íslands hefði haldið því fram í ræðu og riti að Íslendingar væru svo snjallir í fjármálum að endurskoða þyrfti allar teóríur um bissness upp á nýtt?

Þetta sagði Ólafur Ragnar í ræðu yfir viðskiptajöfrum og blaðamönnum í Lundúnum fyrir 3 árum sem hann nefndi: “HOW TO SUCCEED IN MODERN BUSINESS:
LESSONS FROM THE ICELANDIC VOYAGE”

“Of course, many factors have contributed to the success of this voyage, but I am convinced that our business culture, our approach, our way of thinking and our behaviour patterns, rooted in our traditions and national identity, have played a crucial role. All of these are elements that challenge the prevailing theories taught in respected business schools and observed in practice by many of the big American and British corporations.”

Það var og.

Helgi Seljan benti réttilega á lof Ólaf Ragnars um skort á “skrifræði” á Íslandi og spurði á sinn nýlærða kurteislega hátt á hvort þetta hefði ekki verið skálkaskjól fyrir að fara á svig við lög og reglur.

Hann spurði hann hins vegar ekki um þessi ummæli:

“Ninth is the importance of personal reputation. This is partly rooted in the medieval Edda poems which emphasise that our wealth might wither away but our reputation will stay with us forever. Every Icelandic entrepreneur knows that success or failure will reflect not only on his or her own reputation but also on the reputation of the nation. They therefore see themselves as representatives of a proud people and know that their performance will determine their reputation for decades or centuries to come.”

Ertu ekki að grínast Ólafur Ragar?

Stór ástæða fyrir þvi að enginn vill koma okkur til hjálpar er hrokinn og stórmennskubrjálæðið sem felst í orðum forsetans og útrásarvíkinganna hans:


“The track record that Icelandic business leaders have established is also an interesting standpoint from which to examine the validity of traditional business teaching, of the theories and practice fostered and followed by big corporations and business schools on both sides of the Atlantic. It enables us to discuss the emphasis on entrepreneurial versus structural training, on process versus results, on trust versus career competition, on creativity versus financial strength…Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley. I formulated it with a little help from Hollywood movies: "You ain't seen nothing yet.”

Takið eftir að hann lofar "creativity against financial strength.”

Er hægt að eiga glámskyggnari forseta? Ber hann enga ábyrgð? Hvers vegna er tekið á honum með þeim silkihönskum sem braun ber vitni í Kastljósi?

Ég hef áður sagt um viðtöl Gisla Marteins við Davíð Oddssson og Kjartan Gunnarsson á sama vettvangi að logísk niðurstaða hefði verið að hann hefði kysst þá á munninn. Ég er alltof kurteis til að segja að lógísk niðurstaða Helgja Seljan við forsetann hefði verið að hann hefði kysst hann á rassinn.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér Árni að vekja athygli á þessu. Nú þurfa menn að hætta að skiptast í lið.
Davíð og Ólafur Ragnar eiga að segja af sér strax.

Oddur Ólafsson sagði...

Svona, svona.
Helgi stóð sig vel. Hann var kurteis, eins og mönnum ber að vera við Forsetann. Hann var samt fylginn sér, hann spurði forsetann sömu spurningarinnar þrisvar, reyndi sem sagt að láta hann ekki komast upp með að svara ekki.

Sumir sem ég þekki þola ekki hinn íslenska sið blaðamanna að vera í sífellu að grípa í frammi fyrir viðmælendum sínum.

Katie Couric jarðaði t.d. Palin á mjög kurteisislegan hátt, það er hægt að vera harður og fylginn sér án þess að vera dónalegur eða sífellt að grípa fram í.

Nafnlaus sagði...

Saell Arni,

Olafur Ragnar er strax farinn ad gera ser mat ut ur hormungunum sem nu dynja yfir almenning alveg eins og hann gerdi ser mat ut ur hinni svokolludu utras.

Hann er taekifaerissinni og vindhani af verstu sort. Vonandi verdur hann ekki kosinn aftur.

kv

Sveinn

Nafnlaus sagði...

Góður og beittur pistill hjá þér Árni. Mér finnst það eiginlega hámark ósvífninnar hjá forsetanum að leyfa sér að mæta á vinnustaði til að þykjast hugga fólk í erfiðleikum þess. En auðvitað þarf hann að láta á sér bera þarna eins og annars staðar. Allar þessar ræður hans og ferðalög með "útrásarvíkingum" eru fyrir neðan allar hellur. Hann hefði átt að hafa hægt um sig og það lengi. Hans tími er liðinn.

Nafnlaus sagði...

Sælir eru vitrir eftirá, því að þeir hafa alltaf rétt fyrir sér.

Á að kenna kampavínsflöskunni um ef skip sekkur?

Nafnlaus sagði...

Góð samantekt. Tími ÓRG er löngu liðinn, kom reyndar aldrei hjá okkur ca. 50% þjóðarinnar sem ekki höfum átt forseta síðan Vigdís og Kristján voru. Ömuleg örlög. Að fá einn ómerkilegasta stjórnmálamann eftirstríðsára og tækifærissinna frá ....... Vona að við berum gæfu til þess að kjósa óumdeildari aðila og helst ekki fyrrverandi stjórnmálamann sem næsta forseta. Börnin okkar eiga það skilið.

Nafnlaus sagði...

Núverandi forseti hefur alltaf haft mottóið "find a parade and get in front of it" í miklum hávegum