þriðjudagur, 7. október 2008

Voru Svíar ekki beðnir um aðstoð?

Fréttaflóðið er svo mikið af fjármálakreppunni að eins víst er að ég hafi misst af einhverju.
Geir H. Haarde segir að vinaþjóðir hafi brugðist. Samkvæmt þessari frétt voru Svíar ekki beðnir um aðstoð. Er búið að fjalla um þetta í íslenskum fjölmiðlum? Getur einhver upplýst fávísan Eyjarskeggja í útlöndum um málið?

'Thomson Financial NewsSwedish c.bank-

Iceland has not asked about swap10.06.08, 6:20 AM ET

STOCKHOLM, Oct 6 (Reuters) - The Swedish central bank said on Monday it had not been contacted by its Icelandic counterpart over activating an agreed swap facility of as much as 500 million euros ($680 million).
'We have not had any request from the Icelandic central bank,' Riksbank spokesman Tomas Lundberg said.
In May, Iceland's central bank struck a deal with peers in Sweden, Norway and Denmark that allows it to buy euros with Icelandic crowns.
The deal involved swap arrangements each for as much as 500 million euros with the three Scandinavian countries' central banks.
Norway's central bank declined to comment when asked if it had been contacted by its Icelandic peer.
'That is something you have to ask Iceland about,' a Norges Bank spokeswoman said. ($1=.7358 Euro) Keywords: SWEDEN ICELAND/
tf.TFN-Europe_newsdesk@thomsonreuters.com

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hefur þú séð þessi ummæli?
http://politiken.dk/politik/article579073.ece

Nafnlaus sagði...

Þú ert að misskilja. Svíar eru að leggja lið með gera þessa leið aðgengilega.

Nafnlaus sagði...

Enn meira klúður í seðlabankanum.

Davið Oddson hleypur í fjölmiðla og tilkynnir um stórt lán frá rússum. En rússar kannast ekkert við að hafa samþykkt neitt.
Klaufalegt.

Davíð kann kannski bara ekki nógu vel á þetta - gæti það hugsast?

Skilmálarnir sem hann tilkynnti um voru svona sirka 3-4 ár og sirka 20-50 punktar. Er maðurinn klikk? Hélt hann að þetta væri fullkominn samningur? Svona sirka?
Þótt hann hafi þjóðnýtt Glitni án þess að skrifa einn einasta staf á blað, þá reyna aðrar þjóðir og aðrir seðlabankar að vinna hlutina nákvæmlega, ekki bara einhvernveginn og sirka.

Við höldum áfram að tapa trúverðugleika á meðan hann stjórnar í seðlabankanum.

Ragnar sagði...

Geir sagði á blaðamannafundinum að Norðurlöndin hefðu ekki brugðist þegar við þau var rætt um galdeyrisskiptasamning en það mátti skilja það svo að USA og Bretland hefðu neitað/brugðist. Annars er Geir svo loðinn og óskýr í orðum að það er engu lagi líkt. Hann nefndi ekkert um af hverju samningarnir við Norðurlöndin hefðu ekki verið nýttir sem væri þó fróðlegt að vita!
Kveðjur til Svíþjóðar,
Ragnar