sunnudagur, 19. október 2008

Vertu heima að telja demantana

Eyju-bréf til Dorrit Moussaieff:

„ Ekki hefur verið eins mikil þörf fyrir mig hér, en ég hef samt lagt áherslu á að fá áhrifamikla útlendinga til landsins, einkum í markaðssetningu í hverri grein.“ Dorrit Moussaieff í sunnudags-mogganum í dag.

Dorrit, hvaða markaðssetning stjórnaði því að þú lést manninn þinn bjóða dæmda fjárglæfrakvendinu Mörthu Stewart til Íslands? Það er alkunna að öllu útrásarliðinu var boðið, en segðu mér var það vegna þess að þú taldir þau öll vera í svindlbransanum með Mörthu Stewart? Ef svo er, þá ertu klárari en ég hélt. Ef svo er þá ertu bara brilljant.

Því frómt frá sagt Dorrit þá finnst mér það koma úr hörðustu átt þegar þú gagnrýnir efnishyggju Íslendinga og talar um að gildin hafi orðið “óljósari”. Segðu mér Dorrit er boðið ykkar Ólafs Ragnars ekki einmitt frábært dæmi um þetta? Um hrun þeirra gilda sem fólust í setningu Hávamála (spurðu manninn þinn hvað það er): “Deyr fé deyja ,frændur, deyr sjálfr et sama; ek veit einn, at aldri deyr: dómr of dauðan hvern”.

Að þjóðhöfðingi Íslendinga haldi konu sem er dæmd fyrir fjársvik boð? Sem ékk ekki vegabréfsáritun til Bretlands? Varst þú að reyna að bæta vinkonu þinni það upp? Ekkert mál á Bananaeyjunni!

Slepppum því.

Sennilega má líkja því að refsa ykkur Ólafi Ragnari fyrir ófarir okkar eins að hýða klappstýrurnar.

En þið hafið samt verið klappstýrur og ekkert annað og þið getið ekki slitið ykkur frá því. Þegar þú segir :”Bíll þarf bara að vera á fjórum hjólum til að komast á milli staða og tilgangur úrs er að mæla tímann.” Bíddu nú við. Finnst þér það ekki skjóta skökku við að fólk sem sníkir far í einkaþotum auðmanna, þegar það ferðst ekki á kostnað ríkissins á Saga classs og þarf hvorki að fjármagna sinn eigin bíl né keyra hann sjálf, tali svona niður til venjulegs fólks? Ég veit að þið látið yfirleitt eins og þið þekkið ekki fólk sem ekki ferðast á einkaþotu nema af afspurn. En þótt þiðu bjoðið slíku fólki ekki í partý á Bessastöðum: hvar er hugmyndaflugið?

Og þú kona sem fædd er með Rolex-úr um úlnlið, ekki tala svona niður ti lfólks sem ekki getur gefið Swatch úr til barnanna sinna í fermingargjöf.

Í Mogganum var haft eftir þér: “Forsetafrúin leggur ennfremur áherslu á nýtni og sparsemi: „Ég hef lagt áherslu á það hér á Bessastöðum að endurnýta allt sem hægt er, litla hluti eins og álpappír, og stundum er gert grín að mér fyrir vikið. En það er engin ástæða til að sóa peningum.”

Dorrit mín. Það vita allir sem vilja vita að öll einkaneysla eiginmanns þíns, eins hæstlaunaða íslenska launamannsins Íslandi auk þinnar- miljónamæringsins- er borguð af islenska ríkinu. Takk fyrir hugulsemina að hugsa um litlu hlutina . En af hverju borgið þið ekki sjálf fyrir ykkar einkaneyslu? Af hverju þiggur eiginmaður þinn himinháa dagpeninga í hvert skipti sem hann fer út fyrir landsteinana þótt skattgreiðendur borgi öll hans útgjöld?

Hvernig vogarðu þér að tala svona? Hefurðu enga sómatilfinningu?

Þú segir : “Ég hef lagt áherslu á að matreiddir séu íslenskir réttir á Bessastöðum, það hefur verið gert síðan ég kom hingað og ég held að Íslendingar eigi að gera það sama. Til dæmis er oft boðið upp á svið í boðum. Það er nauðsynlegt að hverfa aftur að grunngildunum, sem skipta svo miklu máli í þessu afskekkta og harðbýla landi.”

Þetta er íslenska nútímaútgáfan af þeim fleygu orðum:: “Af hverju borða þau ekki kökur?” Í þínum huga og fortíð þýðir að huga að grunngildunum sennilega að hætta að hugsa um hlutabréf og fara að hugsa um demanta.

Hrun Íslendingar er miklu meira en það. Ég held að þú hvorki getir né hafir neinn áhuga né skilning á því.

Ekki vil ég falbjóða þig Dorrrit, þeirri sómakonu sem mér sýnist þú vera, fallöxinni, því fer fjarri. Hins vegar held ég að ef ef það sé rétt að þú“elskir Ísland” einsg og þú segir, þá gerir þú landinu fremur gagn með því að halda þig heima og láta Ólaf Ragnar hjálpar þér eins mikið og hægt er við að telja demantana þína.

Og ég vona svo sannarlega að þeir séu rosalega margir svo hann hafi mjög lítinn tíma til að tala um Ísland erlendis því hann gerir sannarlega landið ekki "“stórara” í hvert skipti sem hann opnar munninn.

Og ekki þú heldur.

44 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fórstu öfugu megin fram úr í morgun?

Nafnlaus sagði...

Þvílíkt gall og beiskja. Áhugaverð umræðuefni kafna í þessum súra texta.

Nafnlaus sagði...

Árni takk fyrir, þetta hittir beint í mark og eru frábær skrif!

Unknown sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Dadikr sagði...

Elsku Doritt ef þú lest þetta þá mæli ég með að þú prófir signa grásleppu næst ,eins og við hin þurfum væntanlega að gera og ekki gleyma kartöflum og tólginni.
Verði ykkur að góðu kæru forsetahjón.

Nafnlaus sagði...

Ég og öll mín fjölskylda studdum Ólaf heilshugar til forseta.Tek heilshugar undir allt sem þú skrifaðir um hann og Dorrit.Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit eru óheiðarlegasta pakk íslandssögunnar og eina sem ætti að geyma þau eru jörðin og öxin. Kv.Benedikt Sigurður Kristjánsson

Nafnlaus sagði...

Nei þetta er alveg rétt. Svo hefur rekstrarkostnaður embættisins hækkað "góðan slatta" eftir að Ólafur tók við embættinu. Sennilega af því nægjusemin er svo mikil á þeim bænum.

En finnst það fyndið þegar fæddur múltimilli fer að leggja mér lífsreglurnar um nægjusemi.
Kona sem á eina dragt sem er sennilega dýrari en allur minn fataskápur.

Ég hjóla alla minna ferða en tek strætó þegar veðrið er mjög leiðinlegt.
Og ég þarf að stynga hægri buxnaskálminni ofaní sokkana þegar ég hjóla til að skíta ekki út vinnubuxurnar. Það er sko ekki töff...

Hvenær gerði Dorrit það síðast?

Hún er örugglega alveg ágætis kona og meinar vel en hún veit ekkert hvað hún er að tala um þegar hún boðar nægjusemi fyrir almúgann.

Unknown sagði...

Ég get ekki séð að þessi skrif þín þjóni neinum tilgangi, nema þá hellst að sína dónaskap.

Ég hinsvegar vill fyrst og fremst fyrst svona er komið fyrir okkur að allir læri sýna lexíu og ekki síst fjórða valdið.

Icerock

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þennan pistil Árni, hann á fullan rétt á sér. Ég verð samt að segja að mér finnast heimsóknir forstetans á vinnustaði núna enn meiri hræsni en þetta kjánalega viðtal. Að mínu mati hefði hann átt að hafa hægt um sig á næstunni og hjálpa við að telja demanta. Hvað heldur þetta blessað fólk eiginlega að það sé?

Nafnlaus sagði...

Þetta eru afskaplega ómakleg ummæli um konu sem hefur ekkert gert nema gott fyrir Ísland enda virt og dáð af alþýðu manna.

Nafnlaus sagði...

Árni, með pistli þessum gjaldfellirðu alla þína fyrri pistla um stöðu mála hér, sem hingað til voru gáfulega ritaðir af skynsemi, innsýn og yfirvegun.

Nafnlaus sagði...

góður pistill....

Nafnlaus sagði...

Góð grein Árni. Þú þorir að segja það sem margir hugsa.

Og af því að þú minntist á að hún væri að sníkja sér far í einkaþotum þá skil ég ekki af hverju það mátti ekki flakka líka að hún stundaði lengi að kaupa sér miða á almennu farrými og heimta síðan að hún yrði uppfærð á Sagaclass þegar hún mætti á flugvöllinn.

Nafnlaus sagði...

Það er greinilegt að þér hefur verið mikið niðri fyrir við greinarskrifin og ég skil það vel. Það er eins og það ætli ekki að síjast almennilega inn hjá fólki- nomenklatúrunni, Dorrit, Ólafi, stjórnmálamönnum, blaðamönnum, bankamönnum, "auðmönnunum" og öllum hinum- hversu grafalvarlegt málið er.

Það er búið að rýja íslensku þjóðina inn að skinni, ræna hana ærunni og gleðinni og svo heldur fólk að hægt sé að valsa um og bulla tóma vitleysu, eins og ekkert hafi í raun gerst og ekkert þurfi að breytast. Ég sem Íslendingur frábið mér þetta kjaftæði.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góða færslu

Nafnlaus sagði...

Þú ættir að skammast þín! Menn kasta skít í Mörthu Stewart og hér situr Árni Johnsen á hinu "háa" Alþingi!!! Dorrit er ekkert nema sómi fyrir þetta land.

Pælingar sagði...

Tók eftirfarandi af www.tollur.is: "Ennfremur mega ferðamenn hafa meðferðis tollfrjálsar verslunarvörur að verðmæti allt að 65.000 kr (krónur). Verðmæti hvers hlutar má þó ekki vera meira en 32.500 kr." Það hafa verið birtar myndir af Dorrit með skartgripi fyrir margar milljónir og því spyr ég hafa þessir skartgripir verið keyptir hér á landi? Eða hefur hún tekið þá með sér heim frá útlöndum? Ef hún hefur gert það þá er spurningin hvort hún hafi greitt öll gjöld eins og lög gera ráð fyrir eða hvort hún hafi smyglað þeim til landsins? Stórt er spurt.

Nafnlaus sagði...

Er fólk ekki lagi? Er fólk að kenna Ólafi og Doritt um þessa stöðu okkar?
Hún varð ekki rík á okkar kostnað hún hefur rekið sín fyrirtæki sjálf.
Fólk taldi það styrkja útrásina sem flestir trúðu á fram á síðustu mánuði. Held að það hefði líka heyrst í fólki ef hann hefði ekki unnið að þessum málum.
Finnst að menn ráðsist full mikið á mann sem enginn hefur boðið sig fram á móti sem áttir raunverulegan möguleika.
Bendi Árna sem auðsjáanlega hatar Ólaf að hann hefði þá átt að gera einhverjar ráðstafanir til að bjóða sig eða einhvern fram gegn honum. Hefur ekki verið talað um Davíð Oddson.
En mér finnast svona árásir á eigninkonu forsetans óviðeigandi, ætti kannski frekar að ráðast á Moggan fyrir að taka þetta viðtal.

Nafnlaus sagði...

Óskaplega ertu harður við Dorrit?

Allt sem hún er að segja er rétt.

Og hvað.. af því hún fæddist með gullskeið í munninum þá má hún ekki segja sannleikann? Come on Árni... af öllum mönnum. Þú ert nú sæmilega víðsýnn!? Hvurs lags vitleysa er þetta í þér maður?

Dorrit hreifst með Silfurdrengjunum... eins og öll þjóðin. Eru allir búnir að gleyma skrúðgöngunni í ágúst. Dorrit hrífst af landi og þjóð.

Og nota bene.... Dorrit og Ólafur Ragnar voru ekki ein í klappliðinu Árni. 80 til 90% af þjóðinni var í klappliðinu. Ekki gleyma því eitt augnablik.

Eina sem Dorrit var að tala um að tími naflaskoðunar er upprunninn fyrir alla.... ALLA.

Hann var góður í Mannamáli... Mikeal Torfi eða hvað hann heitir. Hitti naglann á höfuðið.

Nafnlaus sagði...

Árni,
takk fyrir pistilinn. Ég er sammála þér að klappstýruhlutverk forstetahjónanna er lágkúrulegt. Hefur alltaf verið, og ekki síður núna á þessum erfiðu tímum. Hvernig væri að þetta Ólafur og frú, reyni að gera eitthvað gagn, bretti hendur fram úr ermum og reyni að skapa fjármagn til að hjálpa landinu í þessum erfiðleikum? Hvernig væri að þau færu að hjálpa til á dagheimilum eða elliheimilum, reyndu að koma demöntunum í verð og gefa til mærahjálpar, hjálpræðishersins, eða þar sem peninga er þörf núna? Eg hef verið sökuð fyrir það að vera barnaleg að koma með þá tillögu að ein af ríkari konum heims, sem býr í þessu landi og titlar sig forsetafrú bjóði fram eitthvað af sinni auðlegð til hjálpar bágstöddum, fólki sem grætur sig í svefn hverja nótt því þau hafa misst allt sitt og sjá ekki fram á að geta séð fyrir börnunum sínum. Er það barnalegt? Kannski er bara það sem þarf, að fólk fari að skoða hug sinn að endurverkja hina barnslegu lífsýn, þar sem engum skal líða illa og allir leggja sitt að mörkum til að þeim sem líður illa öðlist hamingju sína á ný - Ekki bara meðalmaðurinn og þeir sem minna mega sín (sbr. hinn almenni Íslendingur) heldur einnig þeir ríku og þeir sem fæddust með silfurskeið í munni.
Og úr því ég hef byrjað, því ekki að huga að því hvernig megi skera megi á kostnað forsetaembættisins um 50% (meira en bara endurnýta álpappír) og leggja í púkk þjóðarskútunnar!

Nafnlaus sagði...

Þessi pistill er nú á mörkunum. Greinilegt á textanum að hann er skrifaður í reiði.
Kannski er hann bara ósmekklegur. Hávaði verður aldrei rök.
Eins og þú átt nú yfirleitt goða spretti að þá er þessi hálf nöturlegur.

Kveðja,
Guðmundur Sigurðsson

Nafnlaus sagði...

12 október skrifaðir þú um "tilfinningalega útrás" Egils Helgasonar í svokölluðu "viðtali" við Jón Ásgeir.
Lestu nú greinina þína og lestu svo ummæli þín um Egil.

Kómískt, ekki satt?

Nafnlaus sagði...

Það er eins og pistlahöfundur, sem venjulega er mjög góður og algjörlega ómissandi á þessum síðustu og verstu; sé hér í glasi.
Betri penna hefur oft verið stungið niður.

Ásgerður Snævarr sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Ég vona að þessi pistill verði birtur annarsstaðar en á þessari síðu.

Loksins farin að sjá gagnrýna og beitta pistla sem eiga fullan rétt á sér.

Oddur Ólafsson sagði...

Dorrti var aldrei í framboði.

Öll þessi reiði ætti réttilega að beinast að forsetanum.
Við ættum að sjá okkur sóma í að vera ekki að ráðast svona að maka hans.

Nafnlaus sagði...

Hræssnin í þessu liði er alveg óendanleg.
Hefði forsetinn einhverja sómatilfinningu myndi hann segja af sér.

Nafnlaus sagði...

Fín grein hjá Árna. Forsetinn ætti að sjá sóma sinn í að fara frá. Hann er rúinn trausti og trúverðugleika eins og ríkisstjórnin. Ísland mun aldrei ná að vinna traust á alþjóða vettvangi eða okkur að takast að endurheimta sjálfstraust og sjálfsvirðingu sem þjóð, nema það verði skipt um allt þetta lið. Forseta, ríkisstjórn, yfirstjórn Seðlabanka og alveg nýtt fólk að bönkunum.

Unknown sagði...

Svei mér þá, Árni. Ætlarðu að láta svona fjas stjórna skrifum þínum? Í öllum bænum haltu áram að blogga um leið og þú treystir þér til. Ekki veitir af að vega upp á móti vitleysunni.
Áslaug Ragnars

Nafnlaus sagði...

Árni mér þykir þú sýna algjöra óvirðingu og ósmekkleg heit með þessum skrifum. Naumast að þú hneykslist ekki líka á því hvað þau séu alltof oft að bjóða fötluðu fólki í boð á Bessastaði.

Það er svo mikill kotungsháttur að halda að fólk með fé milli handana geti ekki ráðlagt féminna fólki og jafnvel hvort það sé ekki bara augljóst að neyslulánafólkið mun nú hvork sem er þurfa nota sínar umbúðir 2svar og éta svið í öll mál.. Ææ

Eydís Kj

Nafnlaus sagði...

Ekki hárfínt en fínt samt. Á allan rétt á sér.
Helgi Helgason

Nafnlaus sagði...

eg er sammala. Thessi grein tharf ekki ad vera um dorrit. Olafur taekifaerissinni verdur hinsvegar ad svara fyrir sig.

Af hverju heldur hann ekki bod fyrir vikingana sina nuna og spyr tha ur spjorunum?

Hvad er hann ad gera a fiskvinnslugolfum allt i einu?

Nafnlaus sagði...

Olafur er gjorsamlega buin ad skita a thjodina og thetta vidtal vid fruna er gjorsamlega surrealistiskt.Thau eru hræsnarar og mer finntist ad hann ætti ad bidja thjodina afsokun a algjorru domgreindarleysi,sidleysi,sidblindu sinni og sidan segja af ser sem forseti.

Nafnlaus sagði...

Þó þetta sé hnyttin grein þá er hún yfir markið. Það er ekki Dorrit að kenna hvernig komið er. Og það er víst alveg satt og rétt að hún er mjög sparsöm og nýtin. Hún hefur eflaust viljað vel á stund neyðarinnar en því miður skynjar hún ekki íslenska þjóðarsál og skilur sennilega ekki hve hyldjúpt sár okkar er.

Hún hefur líka fallið úr háum söðli. Ég held að bæði hún og Ólafur hafi viljað vel þó þau hafi verið handbendi "útrásarvíkinga". Ég hef margoft sjálf gagnrýnt það á mínu bloggi. Ég hef verið gagnrýnt fyrir að bera persónulega óvild til forsetahjónanna. Svo er ekki. Þau hafa bara ekki verið fulltrúar mínir né íslenskrar alþýðu. Þau hafa unnið fyrir aðra. En að sparka í þau núna er að sparka í liggjandi fólk.

Nafnlaus sagði...

Þessi pistill á að mínu mati algjörlega rétt á sér.

Tímasetningin á viðtalinu er líklega engin tilviljun, nú eiga Bessastaðir að tala kjark í fólkið, rífa alla upp.
En ég er sammála þeim flestum sem hér skrifa, ég þarf ekki á hollráðum Dorritar að halda. Er alveg viss um að þetta er besta kona og vill öllum vel. Sparsemi er henni genatísk, það er eitthvað sem við þessi þjóð þekkir varla og þegar við mætum slíku fólki, þá gjarnan verðum við einfaldlega pirruð.
Við erum þekkt af örlæti og erum stolt af því.

En sparsemi sem helgast af því að láta aðra borga fyrir sig er ólíðandi.

Það er alkunna að forseti vor er hræsnari, ekkert nýtt í þeim efnum. En á alþjóðavettvangi, ef frá eru taldar uppsleikjuferðalög með útrásarvíkingum og sérstakt ''vinfengi'' BARA við þá, þá tel ég forseta hafa staðið sig. vel.
Karlinn er ''OFF TRACK'' og nú er lag fyrir hann að koma sér aftur á teinana og einbeita sér að því sem þetta embætti snýst um í raun.

Gleymum því aldrei að hann hlaut kosningu sína mikið til út á yndislega eiginkonu, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur.
Minning hennar lifir.

Nafnlaus sagði...

Árni,
láttu ekki deigan síga, þú ert betri blaðamaður en það. En ef málið er að þú er hættur að hafa skoðanir, þá er auðvitað sjálfhætt. Þetta eru góðir pistlar sem eiga fullan rétt á sér.
Þú munt aldrei skrifa eitthvað sem öllum fellur vel. Þá værir þú búinn að vera.
Nú er tími gagnrýninnar kominn upp og ekkert má undanskilja.
Ekkert!

Svona upp með pennann aftur áður en blekið þornar!

Nafnlaus sagði...

Flott... Bloggarar íslands eru gáfumenni .. eða hitt og... á nú að fara að hengja Ólaf og Dorrith.. Ekki var hægt að hengja Geir, og ekki Davið. Hver er næstur Biskup ?? eða bara kokkurinn í mötuneyti alþingis. Bara hengja einhvern virðist vera takmarkið... ÞAÐ TÓKU ALLIR ÞÁTT Í ÞESSU ÚTRÁSAR SKULDSETNINGARBULLI og því fyrr sem fólk áttar sig á því, því betra fyrir íslensku þjóðina. Hættið að benda á aðra og farið að skoða rassgatið á sjálfum ykkur.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir Árni að orða hugsanir mínar. Forsetaembættið að leggja niður núna!

Nafnlaus sagði...

Fáránlegur pistill. Dorrit er líklega fjölmiðla/viðtalafælnasta kona landins og stórundarlegt af þér að hálshöggva hana hér fyrir það eitt að fallast á Moggaviðtal - og fyrir það að hafa efnast á eigin fyrirtæki. Sem virðist vera vítavert að þínu mati. Lagðirðu besta nemendann í barnaskóla í einelti af því að hann var með hærri einkunnir en þú sjálfur?

Sylvia sagði...

Góður pistill, verst þú ert að fara í pásu.

Djö... eru íslendingar meðvirkir, má engin benda á ruglið??? Hvað er þetta fólk hrætt við? Að verða skammað?

Nafnlaus sagði...

Orð í tíma töluð!
Ég vil ekki að þessi kona komi fram fyrir mína þjóð ég skammast mín fyrir hana. Dorrit er athyglissjúk svo um munar og er skemmst að minnast þegar að danski prinsinn og kona hans komu hingað í sumar og Dorrit þurfti alls staðar að vera í sviðsljósinu sbr. taka myndavélina og þykjast vera að mynda þegar fjölmiðlar komu til að taka viðtal við prinsahjónin. Einnig á Ólympíuleikunum, þegar hún rauk inn á leikvanginn þegar að landsliðið hafði unnið leikinn, þá rauk hún að dyraverðinum og hrópaði að hún væri íslenska forsetafrúin og var með í eftirdragi bandarískan blaðamann sem hún kynnti sem forseta Íslands! Finnst mönnum það í lagi að þjónkast við einhverjar svona sjálfshverfar hvatir. Ekki sér maður aðra þjóðhöfðingja haga sér eins og litla kjána í opinberum hófum. Mér finnst hún kjánaleg og embættinu til minnkunar. Forsetahjónin hafa dregið embættið niður í einhverja Hollywood stæl lágkúru, með sleikjugangi við auðmenn og konungborna, sem mér finnst alls ekki sæma embættinu.

Hvað varðar Mörthu Stewart, þá finnst mér mjög einkennilegt að fáir skuli hafa gert athugasemdir við það að bjóða hingað í nafni embættisins manneskju nýkomna úr fangelsi, láta hana gista í forsætisbústaðnum og síðan að halda henni og einhverjum útvöldum veislu - allt á okkar kostnað. Manneskju sem fékk ekki einu sinni vegabréfsáritun til Englands vegna þessa. EN á Íslandi hleypum við hverjum sem er inn að forsetanum, bara ef það er frægt og ríkt fólk!Ef fólki finnst þetta vera í lagi, þá er ekki að undra að svona sé komið fyrir okkur. Að samþykkja misnotkun á almannafé og forsetaembættinu í einhverri sjálfsþægingu er algerlega ófyrirgefanlegt.

Dorrit lætur hafa eftir sér í ísraelsku dagblaði að hún sé ekki aðeins gift forsetanum heldur einnig þjóðinni allri - má ég þá biðja strax um skilnað!

Annað sem ég vildi gera athugasemd við einhvern hér á undan - það er algert bull að alþýðan hér á landi virði hana og dái - hún er hér á landi í eigin sjálfhverfu, hlaupandi hægri vinstri í allar veislur sem kóngafólk Evrópu heldur, bjóðandi auðmönnun og öðrum í veislur, talandi eins og Íslendingar sjálfir hafi ekki verið til neins gagns nýtir áður en hún kom. Burt úr forsetaembættinu segi ég!

Nafnlaus sagði...

Þú ert bara stórkostlegur. Þú mátt ekki hætta að skrifa Árni! Við þurfum menn eins og þig. Í guðs bænum endurskoðaðu afstöðu þína um að hætta að blogga. Þetta viðtal Morgunblaðsins var til háborinnar skammar og að bjóða íslensku þjóðinni upp á forsetafrúna á forsíðu var beinlínis móðgun á þessum tíma. Gangi þér vel.

Nafnlaus sagði...

Sá yðar kasti fyrsta steininum...

Nafnlaus sagði...

frábært þú mátt alls ekki hætta að skrifa þetta er sannleikurinn og ekkert annað mjög vel að orði komist það vantar svo marga núna sem sjá í gegnum hlutina.þessi kona á bara að slaka á hún bullar svo að manni verur íllt við þurfum svo sannarlega eitthvað til að sem við getum borið virðingu fyrir og þetta með álpappirinn sló öll met haltu þinu striki það eru flestir sammála þér.joimótor@centrum.is