Nú er kosningin í öryggisráðið yfirstaðin og niðurstaðan er vonbrigði. Ég tel hins vegar út í hött að telja að kosningabaráttan sem slík eða fjármálakreppan hafi haft áhrif. úrslitaáhrif. Svo virðist sem ákafur málflutnngur okkar á lokasprettinum um að við værum ekki gjaldþrota hafi virkað á marga í þriðja heiminum (65 prósent atkvæða) eins og maður á balli sem labbar að konu kortér í þrjú og segi :" ég er ekki nauðgari".
Hefði kannski verið betra að auka þróunaraðstoð einnar ríkustu þjóðar í heimi? Sem við erum þrátt fyrir allt og allt.
Hins vegar er ljóst að td. Gro Harlem Brundtland hefur sagt það á semi-opin berum vettvangi að Íslendingar væru hugmyndafræðilega (þróunaraðstoð og fleira) ekki í stakk búnir til að taka að sér að verja norræn gildi í öryggisráðinu og utanríkisþjónustan væri ekki nógu góð til þess.
Mér skilst að Svíinn Jan Eliasson, stjórstjarna hjá SÞ og fyrrverandi forseti Allsherjarþingsins hafi tekið þátt i framboðinu á vettvangi í New York á síðustu dögunum.
Það má vissulega deila um hvort framboðið hafi átt rétt hjá sér yfirleitt miðað við að Ísland virðist aldrei hafa hirt um stefnumótun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ég held að orsökin liggi fyrst og fremst hjá því að Austurríki (Hitler, Mozart, Freud, Zweig, Beethoven) og Tyrkland (Ottóman heimsveldið, brúin milli Evrópu og Asíu, Orhan Pamuk) hafi þótt betri kostir en Ísland (Þorskastríðið, Davíð Oddsson, Björk ,Hallgrímur Helgason) hafi samanlagt þótt merkilegri á meðal þjóða en við.
Ég veit ekkert um hvort stuðningur Norðurlanda hefur brugðist. Það kann að vera. En allavega er undarlegt að norrænt ríki falli í þessari kosningu. Saga til næsta bæjar.
föstudagur, 17. október 2008
Ísland féll ekki vegna kreppu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég skil ekki hvers vegna það á að þykja fréttnæmt að Ísland hafi tapað þessari kosningu. Þvert á móti finnst mér stórmerkilegt að við höfum þó fengið þetta mörg atkvæði.
Einföld spurning:
Hvað skyldu það vera mörg mál sem við höfum verið frumflutningsmenn að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna frá því að við beittum okkur á vettvangi hafréttarmála fyrir 25-30 árum?
Getur einhver listað upp málin sem við Íslendingar höfum tekið upp innan SÞ síðasta aldarfjórðunginn? Ég er ekki að tala um málin sem við höfum skrifað uppá sem meðflutningsmenn - heldur þau mál sem við höfum haf forystu um.
Sá listi er aumkunarverður.
Staðreyndin er einfaldlega sú að við höfum ekki haft neina stefnu innan SÞ. Jú - við reyndum að búa til einhver baráttumál þegar komið var út í kosningabaráttuna, en fyrir þá sem muna 2-3 ár aftur í tímann höfðum við ekki af neinu að státa.
Í baráttunni reyndum við að fleyta okkur áfram á því að vera hluti af "norrænu blokkinni" og það vörumerki tryggði okkur þó þennan fjölda atkvæða.
Við stóðum okkur raunar langtum betur en vera skyldi...
Skrifa ummæli