Góðu fréttirnar eru þær að Ingibjörg Sólrún er loksins komin aftur á sjónarsviðið og segir það sem undirsátar hennar í Samfylkingunnni hafa ekki sagt nógu skýrt: Við verðum að ganga í ESB, henda út Seðlabankastjórunum, lækka stýrivexti (sorrý of seint) og ganga án tafar til viðræðna við vini okkar á Norðurlöndum og í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Engar viðhlýtandi skýringar hafa fengist á því hvers vegna marg ítrekuð aðstoð Norðurlanda við Seðlabanka Íslands hefur ekki verið þegin.
Davíð Oddsson, nýtur einungis trausts eins manns í landinu: Hannesar Hólmsteins. Hvað sem Kjartan Gunnarsson mágur minn segir mér og öðrum er alveg ljóst að hann treystir Davíð ekki lengur.
Bankakreppan er vissulega ekki sér íslensk uppfinning. Langt frá því. Geir Haarde hefur hins vegar brugðist hroðalega illa í þessari kreppu. Ég gleymdi þvi´að Agnes Bragadóttir er enn í tveggja manna aðdáandaklúbbi Davíðs og hún skjallar Geir líka.
Sannleikurinn er þó einfaldlega sá að Davíð og Geir bera höfuðsökina á gjaldþroti íslensku þjóðarinnar. Annar með stórmennskubrjálæði og hinn með meðvirkni.
Dómur sögunnar verður harður. En því miður munm við og afkomendur okkar þurfa að gjalda fyrir það – ekki . Þeir hafa komið eftirlaunamálum sínum þannig fyrir að gjaldþrota þjóð þarf ekki aðeins að borga skuldirnar sem þeir með fyrirhyggjuleysi sínu bera ábyrgð á, heldur líka halda þeim og öllum hinum óhæfu stjórnmálamönnunum, uppi á ofur lífeyriskjörum á meðan fæstir Íslendingar geta séð fram á áhyggjulaust ævikvöld.
Davið og Geir: skammist ykkar.
þriðjudagur, 14. október 2008
Á meðan við vinnum fyrir eftirlaunum þeirra
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Saell Arni,
Ingibjorg Solrun skildi ekki vid gott bu hja Reykjavikurborg thegar hun let af storfum sem borgarstjori.
Sukkid hja Orkuveitunni, til daemis, jafnast a vid einkavinavaedingu bankanna.
David gerdi rett ad yfirtaka Glitni og svo hina bankanna eins og Paul Krugman hefur bent a en hann bar natturlega abyrgd a ad koma theim i thessa stodu og thvi hlytur hann ad segja af ser auk thess sem hann hefdi aldrei att vera radinn vegna haefnisskorts og politiskra tengsla.
Geir Haarde segir a Bloomberg ad islenska rikid muni standa vid afborganir af thjodarskuldum. Vonadi reynist thad ekki jafn innantomt og ord hans um kronuna fyrr a arinu. Hann er, eins og thu segir, taglhnytingur.
Magur thinn Kjartan sat beggja vegna bords thegar Landsbanki var einkavinavaeddur, vonandi hefur hann raenu a ad skammast sin nuna.
Kv
Sveinn
Nú hljóta þingmenn að sýna meðvirkni með þjóðinni sem tapar hluta af áunnum lífeyrisréttindum, með því að fella niður hin alræmdu lífeyrislög sem sett voru í hvelli um árið.
Ennfremur hlýtur kaup að verða lækkað hjá ríkisforstjórum, útvarpsstjórum eða hvað sem þeir heita sem fengu háar kauphækkanir með tilvísun til hárra launa á markaðnum.
Seðlabankamenn og Seðlabankastjórar fengu himinhá kaupauka til að þeir gætu staðið gegn því að hinir almennu bankar keyptu þá til sín. Nú á það ekki lengur við.
Sæll Árni
Það er rétt að Davíð og Geir komu bönkunum í þrot í skjóli næturs. En sorglegra er að hugsa til þess þegar horft er á hvernig nágranna þjóðir okkar leysa úr sínum bankavandamálum eins og breta, þjóðverjar og sé nú ekki talað um í USA. Þar eru hlutirnir gerðir fyrir opnum tjöldum (eins og hægt er) sett upp regluverk og eftirlit þings tryggt. En hér..þetta heldur ekki vatni, heldur er myrkaverk af versta tagi. Ég held að sá mæti maður Don Carlione myndi vera vel sæmdur af þessu morði. Það er svo sjúkt að svo það er verið að reyna að hvítþvo aðalleikendurna af þessum gjörðum og þar fer fremstur í flokki viðskiptaráðherra! Þessir menn hafa valdið okkur íslendingum ómældu tjóni sem tekur langan tíma að bæta. Burt með þá
kv.
Helgi
Hvar áttu einokunarjaxar eins og Jón Ásgeir, sem síðan urðu útrásarvíkingar á kostnað sparifjáreigenda og lífeyrisþega, sitt helsta skálkaskjól þegar Davíð sótti að þeim? Hjá Ingibjörgu Sólrunu og Samfylkingunni? Hver kæfði tilraun Davíðs til að halda hér uppi frjálsri fjölmiðlun? Sú sama Ingibjörg Sólrún í samstarfi við Ólaf Ragnar. Ég held að hún ætti að sjá sóma sinn í að taka sina ábyrgða á þessu ástandi sem komið er upp og segja sjálf af sér
Skrifa ummæli