Viðtal Egils Helgasonar við Jón Ásgeir Jóhannesson var frábært sjónvarpsefni. Tveir ljóngáfaðir menn nálguðust viðfangsefnið útfrá tveimur gjörólíkum sjónarhornum.
Egill réðst að Jóni Ásgeiri útfrá mjög pópúlísku sjónarhorni: “Þetta er allt ykkkur að kenna.”
Jón Ásgeir er karlmenni og lofsvert að hann standi fyrir máli sínu. Fjarvera Björgólfsfeðga er svo auðvitað ömurleg. Hans málstaður var: “Þetta var ekkert mér að kenna: heimskreppan drap okkur; leiðinlegt að aðrir hafi orðið fyrir skaða en ég á ekki bót fyrir boruna á mér.”
Tvennt vakti athygli mína í samtali þessara jöfra. Hvorki Davíð Oddsson né Evrópusambandið voru nefnd á nafn. Þó hefur Jón Ásgeir sakað Davíð um að bankarán aldarinnar þegar Glitnir var felldur og Egill haldið því fram beint og óbeint að staða okkar utan ESB og evru hafi orðið okkur að falli.
Viðtalið var tilfinningaleg útrás af beggja hálfu. Betra og kostnaðarminna en útrás peningamanna. Stundum er það nauðsynlegt.
sunnudagur, 12. október 2008
Tilfinningaleg útrás
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Góður pistill, alveg sammála. Ég skil ekki liðið sem vælir um að Egill hafi verið of harður. Þetta er það sem við þurftum að fá að heyra.
Árni hugsaðu aðeins. Ef þú hefðir verið búin að gera jafn illa upp á bak og útrásarpésanir, verða til þess að fullt af fólki væri ´buin að missa allt sitt, myndir þú þá meika að mæta í TV bara á sama tíma? Ef þú hefðir eitthverja smá siðferðiskennd þá værir þú þjakaður af sektarkennd og skömm og gætir ekki á þessum tímapunti mætt í TV til að svara fyrir slíkt. Það eru eðlileg viðbrögð við svona hlutum. Óeðlileg viðbrögð eru hins vegar meika að mæta í TV eins og ekkert sé, taka enga ábyrgð og ekki þurfa að drekka einn sopa af vatni (dæmi um ekkert stress) til þess að halda sönsum. Ef þú getur þetta þá er það ekki flóknara en það að þú ert siðblindur, þú ert pati. Ef þú getur það ekki þá eftir með einhverja siðferðiskennd. Mér líkar illa við þegar pötum er klappað á bakið fyrir hegðun sem er einkennandi fyrir patana og látið lýta svo út að hún sé eðlileg og jafnvel öðrum til eftirbreytni.
Jú það er rétt hjá þér Árni að ekkert kom fram í þessu viðtali. Sandkassaleikur.
Sorry Árni
Það er nú einhvernveginn óhjákvæmilega fyndið hvað þið bloggarar og fyrverandi fjölmiðlamenn virðist sannir í þeirri trú að þið hafið í raun gáfur að bera.
Æpið ,ópið,hrópið í allar áttir teljið að hver hafi staðið sig vel og hver hafi staðið sig illa ,en gleymið alltaf um hvað hlutir snúast um i raun og veru.
Að blogga um það hvor hafði betur í einvígi góðs og ills ,silfurstjarnan með rauðu fallegu krullurnar eða svarti Jón með glirnurnar setur ykkur fastar í það far heimskunar ,sen þið fyrir eruð.Þetta snýst ekki um krullurnar á Agli!
Hvað skuldum við mikið og hverjum skuldum við þá upphæð?(2500.000.000.000.-3500.000.000.000.-)
Hvar eru þessir peningar?
Hvernig gat þetta gerst?
Erum við Fávitar?
Ef ekki hvað þá?
Getur einhver sagt satt...án hagsmuna.
Kveðja
Þinn vinur
Friðrik guðmundsson
Góð lýsing.
Fannst JÁJ einmitt minna á nefndan Davíð Oddson í síðasta viðtali. Kom nákvæmlega þannig fyrir,ironically enuff!
The Central Scrutinizer
JÁJ hegðar sér eins og dæmigerður sýkópat, iðrast einskis og tekur enga ábyrgð.
http://visir.is/article/20081008/SKODANIR04/209589366
Skrifa ummæli