Ég held að flestum sanngjörnum og skynsömum mönnum á Íslandi sé nú orðið ljóst að við getum ekki staðið utan Evrópusambandsins lengur. Eins og dæmin frá td. Ungverjalandi og Írlandi sýna, hefði aðild að ESB, að vísu ekki bjargað okkur frá hruni bankakerfisins en alveg örugglega frá því þjóðargjaldþroti sem nú blasir við.
Að því ógleymdu að Brown hefði aldrei hagað sér við ESB ríki eins og hann gerði við Ísland. Börn okkar og barnabörn munu gjalda fyrir skammsýni, heimóttaskap og ábyrgðarleysi Davíðs og Geirs, Björns og Hannesar og félaga. Að ekki sé minnst á bankana.
Hins vegar verðum við að horfa fram á veginn og fylgjast vandlega með þróun mála. Ýmsum kom á óvart hve afdráttarlaust Evrópusambandið var í yfirlýsingum sínum um að halda fast við fyrirætlanir um að skera niður losun gróðurhúsalofttegunda nú á krepputímum.
Ég hef lengi undrast hversu lítið er fjallað um þá staðreynd á Íslandi að auk þessa háleita markmiðs, hefur ESB sett sér annað markmið og það er að fimmtungur orkunotkunar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Lengst af bjuggust menn við því að notkun lífræns eldsneytis væri helsta svarið, en tvær grímur hafa runnið á menn.
Nú virðist ljóst að aukin eftirspurn eftir lífrænu eldsneyti hefur haft í för með sér hækkun matarverðs þegar maís og fleira er notað sem eldsneyti og þar að auki valdið skógareyðingu og þar með ýtt undir loftslagsbreytingar.
Það er alveg ljóst að staða Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur snarversnað eftir að kreppan skall á.
Á sama tíma bendir margt til að Norðurlandasamstaðan haldi ekki lengur (Ekki bætir úr skák niðurstaðan í öryggisráðskosningunni þar sem við sem fulltrúar Norðurlanda vorum léttvæg fundin.)
Rökin fyrir Evrópusambandsaðild eru því þyngri en áður en aðstæður erfiðari.
Við verðum að skoða vel þau spil sem við höfum á hendi og hvernig við spilum þeim út. Þótt Nicolas Sarkozy, forseti Frakka sem eru nú um stundir í forystu ESB, hafi beygt Austur-Evrópuríki og Ítalíu, er alveg ljóst að nýju ESB ríkin í austri telja sig bera mjög skarðan hlut frá borði og vera í verri aðstöðu en aðrir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
En hér er sóknarfæri fyrir Íslendinga. Jarðhita er einmitt einna helst að finna í austurhluta Evrópu (og reyndar Ítalíu líka!) og miklir möguleikar á að nýta hann til raforkuframleiðslu. Íslenskir jarðhitavíkingar sem heimsóttu Slóvakíu fyrir nokkrum árum líktu landinu við svissneskan ost: landið var útúrborað í leit að olíu og gasi en alls staðar fundu menn aðeins heitt vatn og fussuðu og sveijuðu.
Á ráðstefnu sem Iðnaðarráðuneytið efndi til í samvinnu við ESB hér í Brussel kom fram að Slóvakía og fleiri lönd þar eystra gætu sótt fimm til tíu prósent orkuþarfar sinnar til jarðhita. Meira að segja Þýskaland og Ítalía gætu nýtt jarðhita til að fullnægja skyldum sínum um að nýta endurnýjanlega orku.
Ólafur Stephensen, nú ritstjóri Morgunblaðsins benti á þessa möguleika í viðtali við mig fyrir ritið Mótum eigin framtíð fyrr á þessu ári og sagði að orkulindir Íslands væru ofarlega á blaði í Brussel “ekki síst vegna þess að mönnum hugnast ekki að vera háðir orku frá Rússum. Ég held að við getum notað þessar orkulindir í samskiptum við ESB og jafnvel í aðildarviðræðum.”
Nú þegar öryggisráðsdraumurinn hefur breyst í martröð er ekki tími til kominn að sinna Evrópumálunum í stað þess að halda furðulegar ráðstefnur í Karíbahafinu?
Um leið er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að við fetum einstigið á milli nýtingar orkunnar og umhverfissjónarmiða. Eftir að fjármálageirinn annars vegar og Davíð og Geir hins vegar eyðilögðu orðstír Íslendinga sem “óreiðumanna”, hefur aldrei verið eins mikilvægt að halda í ímynd hreinnar nátturu.
Björk, Sigur Rós og fleiri eru það eina sem við höfum eftir sem jákvæða ímynd erlendis auk hreina vatnsins og fjallanna. Ef okkur á að takast að nýta okkar sóknarfæri í orkumálum , verðum við að leggja Landsvírkjunar-tuddaskap á hilluna og móta stefnu sem víðtæk samstaðar er um.
Framtíðin er græn.Og evrópsk.
laugardagur, 18. október 2008
Svarið er iðjagrænt og evrópskt
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
"Ég held að flestum sanngjörnum og skynsömum mönnum á Íslandi sé nú orðið ljóst að við getum ekki staðið utan Evrópusambandsins lengur."
Ertu semsagt að segja að 50% þjóðarinnar sé ósanngjörn og óskynsöm. Er það af því að þeir eru á móti ESB, eða er það af því að þeir eru ósammála þér?
hér í sviss eru næstum öll ný hús hituð með jarðvarma. það nægir að bora djúpa holu til að kynda eitt fjölbýlishús. gengur allstaðar, ekki bara á íslandi.
Er það? Orð ritstjóra Moggans eru nú ekki beinlínis gulls ígildi.
Hefur þú lesið sunnudagsmoggann?
Ég er alveg pottþéttur á því að ef íslendingar hefðu gengið í Evrópusambandið fyrir fimm árum eða svo þá hefði ekki orðið bankahrun.
Það bara segir sig sjálft.
Ef við hefðum ekki asnast til að lýsa yfir sjálfstæði fyrir 64 árum værum við í ESB með dönum.
Þó að fallið sé búið hérna þá eru enn ekki öll kurl komin til grafar.
Fallið á eftir að koma úti.
Hefðum átt að gera það fyrir 10 árum, þá haft góða samningsstöðu. Verðum að gera það núna, ekki annað hægt, en þurfum að skríða þangað á hnjánum. Fúlt en satt.
Solveig
Engin rök.
"Rökin fyrir Evrópusambandsaðild eru því þyngri en áður en aðstæður erfiðari."
Ég veit ekki með aðra en ég sá ENGIN rök þarna.
Ég skil ekki afhverju menn eru svona heilaþvegnir og finnst þetta evrópusamband svona flott, skil það ekki.
Ég tók saman nokkur atriði um ESB sem andstæðingar ESB tala aldrei um. Notaði wiki grein til viðmiðunar.
http://www.jonfr.com/?p=965
http://jonfr.blog.is/blog/jonfr/entry/679425/
Kostir þess að ganga í ESB eru mun fleiri heldur en gallanir. Framtíð Íslendinga er í ESB, ekki utan þess.
Árni,
Þú ert 'spot on' í fyrirsögninni.
Það þarf afl og umræðu "fólksins" til að móta stefnu sem skiptir máli sem góð uppvaxtarskilyrði og lífskjör fyrir okkar börn.
Þetta þarf (eða á) ekki að vera pólitískt afl, heldur einungis hópur fólks sem vill taka fleiri skref en að gagnrýna. Það þyrfti í raun að halda stjórnmálaflokkunum eins langt frá þeirri umræðu og hægt er.
Mín spurning til þín og margra annarra sem eru að gagnrýna (á jákvæðan og uppbyggilegan hátt):
Hvert er næsta skrefið?
Hvað á að gera í þessum málum?
Eitt er víst, ég treysti ENGUM stjórnmálaflokki til að fara með umboð mitt og móta framtíðar lífskjör barna minna.
Þetta er ekki spurning um hvað aðrir eiga að gera.
Þetta er spurning um hvað við viljum gera.
Skrifa ummæli