fimmtudagur, 9. október 2008

If they fail the can always go back

Mér finnst færslan sem var hér ekki viðeigandi í ljósi frétta um veikindi forseta Íslands og hef því fellt hana niður tímabundið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fólkið kaus þetta yfir sig. Og gleymum því ekki að þetta er ekki bara þjóðhöfðinginn sem lofsaung útrásarvíkingana. Þetta er líka maðurinn sem kom í veg fyrir að hér ríki nú eitthvað sem kallast gæti eðilegt ástand á fjölmiðlamarkaði.
Dagblöðin á íslandi og ein sjónvarpsstöð eru nú eigu manna sem eru landflótta.
Þessi ræða mun vonandi lifa lengi með þjóðinni.
Þvílíkur samsetningur!
Þvílíkur maður!

Nafnlaus sagði...

Alveg makalaust að ráðast að Ólafi. Og þetta með fjölmiðla er náttúrulega kjaftæði. Hann skrifaði ekki undir þessi lög vegna þess að meirihluti þjóðarinnar var á móti því.
Hann hvorki skuldsetti þjóðina né hafa þessir fjölmiðlar sett þjóðina á hausinn!

runirokk sagði...

Þetta er nú meiri fádæma aumingjaskapurinn að ráðast á mann sem ekkert annað hefur gert í yfir áratug nema að reyna að bæta ímynd Íslands. Það hefur EKKERT með ástandið að gera, heldur einungis keypti það tíma þar sem ráðamenn áttu að sinna skyldum sínum.

Hlustið nú - Ríkisstjórnin, seðlabankinn og fjármálaeftirlitið bjó til það umhverfi sem bankarnir störfuðu í og það er einungis þeim að kenna að umhverfið eyðilagði innihaldið. Það eru fávitar sem ætlast til þess að bankar sem gert er að vinna eftir græðgisprinsippinu taki siðferði og hófsemi fram yfir það að vinna í skefjalausri samkeppni!

Árni og hr. nafnlaus - þetta er fávitaháttur og blinda. Þetta er ekki tíminn til að hlífa þeim sem ber pólitíska ábyrgð á þessu, en til þessarar máltíðar var stofnað af hugsjónum sjálfstæðismanna og framsóknar og engra annarra. Hinir flokkarnir, sérstaklega Vinstri Grænir (sem ég hef persónulega ekki kosið í langan tíma).vöruðu margoft við þessu með góðum og ítarlegum rökum.

Nafnlaus sagði...

Blessaður karlinn varð þess valdur að stór hluti fjölmiðla á Íslandi urðu að einum risastórum PR vöðva fyrir útrásarvíking númer eitt. Umfjöllun og gagnrýni á þessa menn varð í kjölfarið bitlaus og máttlítil, sem spilar kannski smá rullu í núverandi ástandi.

Vona þó að karlinn jafni sig sem fyrst og fari þá í smá naflaskoðun. Hann ber einnig ábyrgð á þessu ástandi þar sem hann ver ólmur talsmaður þessara glæpamanna sem kallast útrásarvíkingar.