Ég hef að undanförnu gagnrýnt fréttastofu RúV sjónvarps undir foryst Elínar Hirst sem ég hef talið vera býsna nálægt því að geta kallast "bláskjár". Sé þetta rétt sem ég sé á netinu fagna ég fyrstur manna, en ég er staddur erlendis og á bágt með að kveða upp dóma:" Ný sameinuð fréttastofa RÚV sýnir styrk sinn í umfjöllun um íslenska efnahagshrunið. Hún hefur átt mörg góð augnablik og nýtir nú vel það forskot að hafa fréttaritara í fullu starfi bæði í New York og í Lundúnum.
Sjónvarpsfréttastofan hefur stundum verið uppnefnd Bláskjár. Mér hefur persónulega alltaf fundist það ósanngjarn stimpill.
Fréttastofan hefur í þessum hamagangi öllum, sýnt vel fram á sjálfstæði sitt gagnvart ráðamönnum."
Ég vona að þetta sé rétt og óska þá öllum mínum gömlu samstarfsmönnum mínum á RúV og Stöð 2 sem þarna eru saman komnir til hamingju með nýfengið frelsi.
fimmtudagur, 9. október 2008
Rúv í góðum málum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli