fimmtudagur, 9. október 2008

Þeir brugðust ekki aðeins Íslendingum

Við Íslendingar erum meðvirkir með yfirvöldum en svona líta Bretar á frammistöðu íslenskra stjórnvalda gagnvart þegnum sínum og breskum ríkisborgurum. BBC segir:

"In an interview with BBC political editor Nick Robinson, Mr Brown said the government was talking with local authorities about what could be done and intended to recover as much money as possible.
He added: "What happened in Iceland is completely unacceptable. I've been in touch with the Icelandic prime minister. I said this is effectively illegal action that they have taken.
They have failed not only the people of Iceland; they have failed people in Britain
Gordon Brown on Icelandic authorities

"We are freezing the assets of Icelandic companies in the United Kingdom where we can. We will take further action against the Icelandic authorities wherever that is necessary to recover money."
He added: "This is fundamentally a problem with the Icelandic-registered financial services authority - they have failed not only the people of Iceland, they have failed people in Britain."

Og eigum við íslenskir kjósendur að taka þessu þegjandi? Það er öllum fyrir löngu ljóst að Davíð Oddsson verður að fara, en hvernig er Geir Haarde stætt eftir þetta?

12 ummæli:

Oddur Ólafsson sagði...

Eins og Steingrímur sagði í kvöld þá er Geir H og ríkisstjórn hans miðpunkturinn í öllu þessu klúðri. Mér finnst að Geir verði að segja af sér um leið og IMF er búið að taka landið að sér, eins og virðist stefna í samkvæmt NY Times.

Nafnlaus sagði...

Held að það sé ljóst að Davíð muni sitja fastur uppí Seðlabankana á meðan Geir er forsætisráðherra.

S. Kristjansson sagði...

Þeim er ekki stætt. Svo einfalt er það mál. Það sem mér sveið þó mest í kvöld voru þessir þrír hagfræðingar sem voru í kastljósinu minnir mig. Þrjár konur, þær héldu því fram að Bretar væru bara að bulla og þetta væri "spin" til að draga athyglina frá vandræðum heimafyrir. Tala um að vera með hausinn í sandinum...

ÞAð sem er þó jafnvel enn verra í þessu ástandi sem við þurfum að horfa uppá, er það Fjármálaeftirlitið á að sjá um rekstur á bönkum. Eftir því sem mér skilst frá vini mínum sem missti vinnuna í dag, að þegar Fjármálaeftirlitið kom í heimsókn í trade room Landsbankans fyrir nokkrum árum, þá hafi það verið skoðunarferð en ekki eftirlitsferð. Það er; þeir höfðu ekki hugmynd um hvernig hlutirnir færu þar fram. Þeirra eftirlishlutverk klikkaði big time. Best að láta þá reka þær stofnanir sem þeir gátu ekki reguleitað.

Nafnlaus sagði...

Sveitafélög á Bretlandi geymdu margar milljónir punda inni á hávaxtareikningum, m.a í íslenskum bönkum. Þetta var ekki einungis gert með samþyki fjármálaráðuneytisins heldur var beinlínis hvatt til þess.

Núna eru breskir fjölmiðlar farnir að spyrja spurninga.

Darling spurði hvort að Ísland ætlaði að ábyrgjast að öllum sparifjáreigendum yrði bætt tjónið undir eins. Árni getur ekki svarað játandi án fyrirvara vegna þess að hér er ekki örugglega til nægilegt fé á lausu. Darling og Brown eru þá búnir að fá svar sem þeir geta túlkað sem nei og fara í fjölmiðla og eru hneykslaðir. "Íslendingar eru að svíkja sparifáreigendur!!" Þetta vekur almenna hneykslun.

Síðan, þegar fréttir af tapi sveitafélaganna berast í fjölmiðla, er búið að magna upp svo mikla andúð á Íslendingum að okkur er sjálfkrafa kennt um. Jafnvel þótt að 20.000 evra trygging breyti engu fyrir sveitafélag sem var með tugi milljóna inni á reikningi (ef þau eiga rétt á tryggingu yfirleitt). Svo er bara að hafa hneykslast með nægum tilþrifum og vona að engin kveiki á perunni. Bráðum koma nýjar fréttir.

Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að Brown varð allt í einu svona áhugasamur um að sparka í litla þjóð undir heimskauti.

Þetta er a.m.k mín tilgáta.

Nafnlaus sagði...

Ég starfa í Bretlandi og er farinn að skammast mín fyrir það að vera Íslendingur.

Nafnlaus sagði...

Þessar 3 hagfræður voru á stöð 2.
Það var nú ekki mikill metnaður þar frekar en fyrri daginn. Drengurinn brosti svo sætt og var svo feiminn við þessar hámenntuðu, sætu, ungu konur. En þær höfðu ekkert fram að færa.

Tap sagði...

Já, það má segja að sveitarfélög í Bretlandi séu ábyrg fyrir ákvörðum sínum varðandi fjárfestingar. Hærri vextir þýða yfirleitt meiri áhættu. Og hvað annað sem vakir fyrir Brown þá er hann samt í rétti sínum. Hvar hefur íslenskt fjármálaeftirlit verið? Er það nú skylda Breta að hreinsa upp eftir "litla landið undir heimskautabaug"? Örugglega ekki margir íslendingar sem lýstu Fróni svoleiðis þegar menn voru í útrásarvímu... þá var heimurinn í hendi.

Og ekki skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur. Né heldur er ég stoltur að vera Íslendingur. Ég get ekkert við því gert - ég var fæddur hér og þar við situr.

Nafnlaus sagði...

Heill og sæll Árni og þakka þér funandi skrif.

Það furðar mig að stjórnmálamenn hér og blogg-skrifarar skuli ekki skilja hvað Gordon Brown er að gera. Hann er fyrst og fremst að tala við sitt fólk, peppa “breska bolinn” og sækja sér traust og álit sem hann hefur sárvantað um langa hríð á heimavelli.

Brown er nefnilega stjórnmálamaður. Geir Haarde er embættismaður, og fær sem slíkur, en hann er ekki pólitíkus og kann ekki að tala við sitt fólk; vandaður maður, á því leikur engin vafi, en varfærinn embættismaður í eðli sínu og hegðun.

Pólitíkus stendur ekki í miðjum stiganum í heilan dag og veltir vöngum yfir því hvort hann eigi að stíga hægri eða vinstri fæti upp í næstu tröppu á meðan húsið brennur. Pólitíkus stekkur - og lætur svo embættismenn um að útskýra hvers vegna það var nauðsynlegt.

Hér er dýrmæt lexía fyrir íslenska stjórnmálamenn: Lærið til starfans eða snúið ykkur að öðru.

Hins vegar er jafnljóst að Brown er að tala íslenska ríkið í faðminn á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo þeir geti tekið yfir efnahaginn og - auðlindirnar. Því hvers vegna sitja "ráðgjafar" JP Morgan annars á barnum á Nordica og bíða eftir að ríkisstjórnin gefi upp öndina? Og hvers vegna neitaði bandaríski seðlabankinn Íslendingum um fyrirgreiðslu? Hér er samband á milli.

Kannski eru þetta sömu öðlingarnir og sátu í þyrlunni sem flaug inn í Bagdad, einn góðviðrisdag fyrir nokkrum árum.

Í staðinn fyrir æsinginn gegn Íslandi fær Brown sporslur í sína sjóði. Kannski búinn að fá loforð um rafmagnskapal frá Kárahnjúkum; frí afnot í 100 ár. Hver veit?

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni Snævarr - í tilefni færslu þinnar vil ég segja eftirfarandi:
Ég er ekki flokksbundin manneskja, en ákaflega pólitísk. Ég hef verið mjög mótfallin því eftirlitsleysi sem ríkt hefur á fjármála- og fjölmiðlamarkaði. Hef ekki verið feimin við að viðra þær skoðanir mínar. Mun ég kommenta á þessa færslu þína og langar að koma á framfæri athugasemdum.

Ég fylgist vel með fréttum alla jafna og starfað við það um árabil.

Mig rekur ekki minni til að hafa heyrt þá yfirlýsingu frá ríkisstjórn Íslands að það hafi verið samþykkt þar að Íslendingar muni ekki standa við greiðsluskuldbindingar sínar á alþjóðavettvangi eins og tryggingar og reglur segi fyrir um.
Ég heyrði hins vegar bankastjóra Seðlabanka Íslands tala feimnislaust um það í viðtali við Kastljós nú í byrjun viku.
Darling - fjármálaráðherra Breta hins vegar heldur því fram að Árni Matthiesen, fjármálaráðherra hafi tilkynnt frændþjóð okkar þessi tíðindi!
Þá staðhæfir Brown einnig að Íslendingar hafi flutt fjármagn frá Bretlandi til Íslands, rétt fyrir fall bankanna!
Þessa hluti þarf að rannsaka betur.

Aðgerð breskra stjórnvalda um að loka Kaupthing-banka í Bretlandi, virðist hafa verið í besta falli fljótfær - þar var um breskt fyrirtæki að ræða, sem ekki var í greiðsluerfiðleikum, eftir því sem staðhæft er af leikum og lærðum.

Brown og Darling og Bretar almennt mega vissulega vera reiðir vegna þessara meintu orða íslenskra stjórnvalda - en heldur virðist þekking þessara manna, sem verða jú að teljast með stærstu stjórnendum heims, takmörkuð. Já ég segi takmörkuð - í sögulegu ljósi -
Að setja Íslendinga með stórum staf - íslensku þjóðina - á sama stað og samtök hryðjuverkamanna og gefa út opinbera tilskipun um að umgangast okkur sem slík - með því að nýta sérstakt öryggisákvæði þjóðanna um sérstök hryðjuverkalög er lítil stjórnkænska og alger vanþekking.
Við erum rétt rúmlega 1000 ára gömul þjóð, sem fékk sjálfstæði sitt fyrir aðeins 64 árum síðan eftir að hafa sætt valdi annarra þjóða í u.þ.b. 700 ár. Íslendingar hafa aldrei vopnavæðst, hafa aldrei átt her, löggæsla hér aldrei notað vopn, herlaust land o.s.frv.
Ég hefði ályktað að forsætisráðherra sem og fjármálaráðherra eins stærsta iðnríkis veraldar og öflugustu nýlenduherranna, byggju yfir meiri visku en þeirri sem þeir hafa sýnt af sér í gær og í dag.
Þeir ættu að skilja nauðsyn þess að fara diplómatískar leiðir á þessum tímum - auk þess sem a.m.k. fjármálaráðherra eins stærsta iðnríkis heims ætti að skilja að þar sem svo illa er komið fyrir þjóðarbúinu að skuldir þjóðarbúsins með skuldbindingum bankanna og annarra fjármálafyrirtækja er áttföld landsframleiðsla - sé samningaleið vænlegust til þess að fá sem mest af kröfum sínum til sín (breskir þegnar) Við þær staðreyndir mætti ætla að Gordon Brown og Darling ættu að skilja að það þýddi ekki einu sinni að reyna að skjóta okkur á kaf, - áttföld landsframleiðsla - er öll landsframleiðsla okkar næstu 8 árin.

Það hefur alla jafna þótt ljóður á þegar ríki og sveitarfélög fara í hlutabréfa-brask - alla jafna hefur það ekki þótt fýsilegur kostur fyrir sveitarfélög að fara í áhættusöm viðskipti.
Þekki að sjálfsögðu ekki bresk stjórnsýslulög - en er þetta ekki sams konar ábyrgðarlaust græðgishyggja og ríkti hér á landi?

Man eftir einu slíku dæmi hér á landi en það var sveitarsjóður Raufarhafnar en þar tóku þáverandi bæjaryfirvöld þá ákvörðun að selja kvóta - og taka þátt í hlutabréfaviðskiptum m.a. við deCode.
Það muna flestir hvernig það fór.
Mig rekur ekki minni til að Íslendingar hafi gert viðkomandi fjármálafyrirtæki ábyrgt fyrir hremmingum Raufarhafnar þá - en sveitarstjórn og sveitarstjóri fengu reisupassan.

Nafnlaus sagði...

Mr. Brown er í erfiðri aðstöðu, ekki bara með Breska bankakefið heldur líka pólitískt séð. Aukakosningar í Glenrothes í Skotlandi á komandi vikum sem geta fellt hann úr sessi sem Prime Minister.

Hann þarf að sýna tennurnar og ekkert er auðveldara enn að gelta að ókunnugum sem eru langt í burtu og ekki tengdir neinum heima fyrir. Á þessum tímamótum þurfa allir sameiginlegan óvin og Ísland liggur vel við. Enn bráðum verður enginn Gordon Brown PM og spurning hversu lengi Geir Haarde og Davið Oddsson verða við völd.

Fólk er fljótt að gleyma. Eignir Íslensku bankanna munu fara langt í að greiða tjónið og Bresk yfirvöld munu greiða fyrir restina til að kaupa frið heima. Og áður enn við vitum verður þetta gleymt og grafið fyrir nýjum vandamálum.

Það er ekki eins og þorskastríðið hafi komið í veg fyrir viðskipti á milli Íslands og Bretlands.

Nafnlaus sagði...

Davíð verður sjálfsögðu að fara og svo þyrfti að stokka upp þegar lægir aðeins. En ekki út af því að Mr Brown sagði eitt og annað. Þetta er augljóslega hluti af pólitísku lymskubragði til að beina athygli sinna þegna á aðrar brautir. Þó að Íslenska Ríkið beri sína ábyrgð, gera Bretar það einnig. Ábyrgðir Íslands eru ekki nema brot af því sem Mr Brown talar um.

Axel Jón sagði...

Þetta er hárrétt hjá herra Brown. Í raun þýðir þetta að Ísland er bananalýðveldi...allir vita það sem vita hvað bananalýðveldi er. Íslenskt stjórnmálalíf er gjörspillt. Hefur alltaf verið það.