miðvikudagur, 8. október 2008

Eigum við kost á ESB?

Eftir að Davíð Oddsson lýsti því yfir að Íslendingar myndu ekki tryggja innlán í íslenskum bönkum erlendis er ljóst að okkur eru allar bjargir bannaðar. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hefur nú í hótum við Íslendinga.

Yfirlýsing Davíðs jaðrar við að vera yfirlýsing um þjóðargjaldþrot. Þeir sem eiga ekki fyrir skuldum eru gjaldþrota er ekki svo?

Það er vandséð að Ísland geti sótt um aðild að Evrópusambandinu eftir þessa gjörninga. Við myndum tæpast hafa stuðning Breta og Hollendinga að minnsta kosti.

Ekki gerumst við fimmtugasta og eitthvað ríki Bandaríkjanna. Einna helst að við gerumst að nýju fylki í Noregi eða göngum í rússneska sambandslýðveldið.

Það er athyglisvert eftir yfirlýsingar Jóns Kaldals ritstjóra Fréttablaðsins þar sem hann krafðist samstöðu með yfirvöldum, að visir.is segir aðsókn dræma á tónleika Bubba Morthens.

Mogginn segir aðsókn góða. Ég er ekki í aðstöðu til að meta hvað rétt er en mér finnst dapurlegt að þurfa að setja spurningamerki við umfjöllun minna gömlu félaga á Fréttablaðinu og visi.is - fyrir utan viðskiptasíðurnar auðvitað.

Vil að vísu taka fram að mér finnst Björn Ingi Hrafnsson öflugur blaðamaður, en það var hann líka áður en hann fór í pólitík. Margt sem hann skrifar er til fyrirmyndar eins og t.d. þetta:

sem er af endurnýjuðu bloggi hans http://blogg.visir.is/markadurinn/

"Og hver voru áhrif ummæla Davíð Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem féllu í Kastljósi gærkvöldsins? Að erlendir kröfuhafar fengju aðeins 5-15% upp í kröfur sínar, þeir yrðu með öðrum orðum steiktir en innlendum hluta skipt upp í klassísku kennitöluflakki. Og voru lög um bankaleynd brotin í viðtalinu þegar talið barst að Kaupþingi og Glitni?"

Björn Ingi tínir svo til ummæli af Marketwatch sem hníga mjög í sömu átt og það sem ég hef sagt um amateurshátt Davíðs í ummælunum um Rússagullið.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í bók Jóns J. Aðils, “Gullöld íslendinga” gefin út árið 1948 segir:

” En hún [byggingarsaga Íslands] er einnig fögur, því það er um leið saga um frelsisást og karlmannlegt sjálfstæði. “Frelsi” er í orði kveðnu tignað og tilbeðið um allan heim nú á dögum [1948] ; en því miður hættir mönnum oft til að afneita því og snúa við því bakinu þegar á herðir og ofsóknum er að mæta. Forfeður vorir tignuðu ekki frelsið með háróma lofsöngvum á strætum og gatnamótum en þeir vissu vel, hvað það var, og tignuðu og tilbáðu það í hjarta sínu, það sýndu þeir með því að leggja fyrir það allt, sem hjartanu er talið helgast og dýrmætast: óðöl, frændur og fósturjörð, eftir að þeir voru búnir að fórna blóði sínu á vigvellinum. Ísland varð þannig síðasti griðastaður þjóðfrelsis á Norðurlöndum. Þar tókst forferðum vorum að varðveita frelsi sitt óskert enn um langan aldur. og þar hefir niðjum þeirra tekizt að varðveita þjóðerni sitt og tungu óbreytta að heita má fram á þennan dag”

Kveðja,
Kristján Emil Jónasson

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni

Við sem þjóð eigum nú að sækjast eftir efnahagssamvinnu og myntbandlagi við Norðmenn!

Sögulega sóttu norskir sjálfstæðisbaráttumenn hingað til Íslands á landnámstíma og nú er komin sá tími að þeir íslensku “norðmenn” sem hér hafa verið í sjálfstæðisbáráttu í nálægt 1200 ár hefji kröftuga samvinnu við gamla Noreg í efnahags-sjálfstæðisbáráttu nýrra tíma og við dyr nýs heims.

Í dag liggja hagsmunir þessara tveggja þjóða saman með margskonar hætti. Fiskiðnaður, orkumál, utanríkismál (eru bæði utan ESB, Danmörk og Svíþjóð eru innan ESB) og í raun á flestum sviðum samfélagsmála.

Í dag liggur líka fyrir að hagsmunir Norðmanna vegna Glitnis eru miklir og ættu ríkisstjórnir Íslands og Noregs saman að reka þann banka áfram. Glitnir er með miklar skuldbindingar í Noregi og yfirlýsingar Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra, um að Íslenska ríkið geti ekki borgað skuldir bankanna erlendis, ættu að valda ugg í Noregi

Við höfum margt að færa Norðmönnum í framtíðar samvinnu í gjörbreyttri heimsmynd, þar sem fyrirliggur að núverandi peningamarkaðshagfræði (=gjaldmiðlagræðgisbrálæði) (peningamarkaður er aðskilið eining frá framleiðslu og atvinnumarkaði), er hruninn. Ljóst virðist líka vera að glundroði innan ESB í björgunaraðgerðum dagsins í dag sýni að þar er ekki mikil samstaða og styrkur í efnahagstjórn. Þangað höfum við ekkert að gera.

Þetta vita Norðmenn! Þeir þekkja og meta vel raunvirði Íslands, virði lands og þjóðar. Við þurfum enga minnimáttarkenda að sýna í slíkri samvinnu.

Kær kveðja,
Kristján Emil Jónasson

Nafnlaus sagði...

Í besta falli mun Noregur taka Ísland upp á arma sína.

Davíð og Geir hafa á ótrúlegan hátt skaðað orðstír Íslendinga.

Tvo daga í röð hafa þeir byrjað á öfugum enda; gasprað í fjölmiðla í stað þess að vinna jarðvegsvinnuna.

Gordon Brown étur ekki sínar yfirlýsingar ofan í sig sisona. Hann stendur veikur fyrir, bæði innan flokksins en einnig gagnvart sífelldu áreiti David Cameron.

Unknown sagði...

Ísland mun líklega aldrei fá lánið frá Rússum. Enda mun öfl innan Evrópu hreinlega koma í veg fyrir það. Það hefði átt að vera augljóst frá upphafi. Það er einnig ljóst að Forsætisráðherra laug til um hjálpina, hann hafði aldrei borðið sig eftir henni. Enda standa gjaldeyrisskiptasamningar við Seðlabanka Evrópu ónotaðir á þessari stundu.

Ég velti því fyrir mér hvort að Geir sé óheiðarlegasti Forsætisráðherran í Evrópu á þessari stundu, jafnframt hvort að Davíð sé heimskasti Seðlabankastjóri í Evrópu.

Ísland mun fá inní ESB og taka upp Euro þegar við erum búin að taka til í fjármálum landsins. Það gerist þó ekki fyrr en Geir og Davíð eru hættir, hvort sem það gerist af sjálfu sér eða með látum.

Nafnlaus sagði...

"Eftir að Davíð Oddsson lýsti því yfir að Íslendingar myndu ekki tryggja innlán í íslenskum bönkum erlendis...".
Árni sagði Davíð virkilega þetta? Ert þú alveg viss?
Menn verða að fara hlusta betur!
Fjandakornið.

Nafnlaus sagði...

Íslenska ríkið var ekki ábyrgt fyrir innistæðum Icesave. Það var tryggingasjóður innlána. Landsbankinn blekkti viðskiptavini sína.

Nafnlaus sagði...

Já - Davíð er því miður algerlega óhæfur í dag. Óhæfari er þá sá sem leyfir honum að sitja.

Hitt er síðan til umhugsunar að þegar menn vilja ná samningum þurfa þeir að skilja sína styrkleika. Ísland hefur t.d. ýmislegt fram að færa EB, þ.m.t. áhrif á stórum hluta hafs milli Evrópu og US, hreynt vatn, fisk, orku og fl. Síðan erum við bara 300.000 þannig að kostnaðurinn fyrir EB er mikið minni en hagurinn.

En það þarf að skilgreina sína kosti og sín markmið.

Nafnlaus sagði...

Samkvæmt gildandi samningum við EES eru það tryggingasjóðir í gestaríkinu,sem bera ábyrgðina á innlánunum.

Bretar eru þarna að skamma ,,Albaníu" því þeir finna svo til vanmáttar yfir því, að hafa keypt köttinn í sekknum, hvar vöndlarnir eru, sem Kaninn plataði inn á þá og aðrar Evru þjóðir.

Nafnlaus sagði...

Davíð sagði aldrei að íslenska ríkið tryggði ekki innstæður í íslensku bönkunum erlendis. Þetta er algjörlega óháð því hvort eða hversu tryggðar þær eru. Innstæðurnar og tryggingar þeirra eru í fullkomnu samræmi við EES-samninginn.
Davíð sagði hins vegar að íslenska ríkið tryggði ekki almennar erlendar skuldir bankanna (sem nema yfir 8.000 milljörðum kr á gengi fyrir 2 vikum)enda er hverjum manni ljóst að slíkt er undir hvaða kringumstæðum sem er ógerlegt. Bendi á greinar Willems Buiters á ft.com í því sambandi.
Árni minn, það dregur stórlega úr trúverðugleika þessara annars ágætu greina þinna að taka ekki betur eftir en þetta.

Nafnlaus sagði...

Tók ekki Agnes þannig til orða um einhvern að hann væri stórslys og regin hneyksli ?
-Þau orð má með sanni yfirfæra á einhvern annan.

Þorgerður Katrín stóð sig vel um daginn þegar hún tjáði sig um þjóðstjórnarhjal davíðs oddsonar en sagði Guð láta gott á vita ef davíð ætlaði að gæta orða sinna.
Eftir þennan makalausa Kastljóssþátt bíð ég eftir áliti Þorgerðar Katrínar -og segir mér hugur að tæplega sé hún ánægð.
Geir Haarde er hófsmaður en seinn til. Því fyrr sem hann losar sig við davíð úr Seðlabankanum, því nær kemst hann þvíi að geta talizt hugrakkur, svo vitnað sé í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur