mánudagur, 6. október 2008

Afsakið meðan ég æli

"Iceland is on its own".

Þetta voru lokaorð fréttamanns BBC á Íslandi í fréttum í kvöld þegar hann lýsti efnahagskreppunni á Íslandi, eftir að hafa rakið uppgang, veldi og fall íslensku bankanna. Og hvernig landið hefði kosið að halda úti minnstu mynt í heimi í hagkerfi sem var tíu sinnum stærra en þjóðarframleiðslan. Og standa eitt í ólgusjó alþjóðlegra efnahags- og stjórnmála á þeim forsendum að "Við erum betri!".

____

Það er aumt hlutskipti að vera frjálshyggjumaður á Íslandi. Helsti talsmaðurinn Hannes H. Gissurarson er í þagnarbindindi og felum.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra vill þjóðnýtingu bankanna. Og að við pössum börnin okkar. Davíð Oddsson er horfinn. Sennilega upptekinn við leynileg þjóðnýtingaráform. Passið ykkur á að hafa klink á ykkur og lenda ekki í tímabundnum greiðsluerfiðleikum úti í sjoppu, annars gæti Davíð frændi náð í skottið á ykkur!

Gísli Marteinn hefur ekki annað til málanna að leggja frekar en Bangsapabbi og Lilli klifurmús og félagar, en að nú eigi "öll dýrin í skóginum að vera vinir."

Og kapítalistarnir eru ekki mikið skárri . Jón Ásgeir Jóhannesson talar um "bankarán" og að það sé Davíð Oddssynni að kenna að enginn vildi lána Glitni pening. Er það trúverðugt?

Lárus Welding sem fékk 300 milljónir fyrir að taka við því glæsta búi sem okkur var sagt að annar þrjú hundruð milljóna maður, Bjarni Ármannsson, hefði skilið eftir sig, hafði sett bankann tæknilega á hausinn níu mánuðum síðar. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að B-plan hans var að fá lán hjá Davíð. Var einhver að tala um að setja hausinn í gin ljónsins? Það var sko ekki boðið upp á tónik með til að deyfa bragðið í þeirri aftöku!

Franska ríkisstjórnin krafðist þess áður en fransk-belgíska bankanum Dexia var komið til hjálpar að bankastjórinn afsalaði sér strafslokasamningnum.

Afrakstur bankastjórnar Bjarna og Lárusar var að fara fram á lán sem fól í sér að hvert mannsbarn á landinu lánaði þrjú hundruð þúsund. Lítið miðað við þrjú hundruð millurnar þeirra; en er hægt að vera ósvífnari?

Að sjálfsögðu á að reka Lárus og leita leiða til að hann endurgreiði þetta fé. Sama máli gegnir um Bjarna Ármannsson. Það getur ekki verið allt með felldu í sjálftöku þessara manna.

But even the paranoid have enemies: Það versta er þó að Seðlabankinn hefði átt að koma til móts við þessa ósvífnu fjárglæframenn því hinn möguleikinn var sá sem við stöndum frammi fyrir: þjóðargjaldþrot með því að grafa undan trúverðugleika efnahagslífisins á viðsjárverðum tímum.

Min spá er sú að heimastjórnararmurinn og auðkýfingarnir nái sögulegum sáttum. Griðabandalagið á milli Bjögganna og Baugs verði látið ná til Ríkisfjölmiðlanna líka (Gísli Marteinn komdu heim! Mamma RÚV saknar þín! ....) og öll dýrin í skóginum verði vinir. Gagnrýnir verður óþjóðholl. Már Másson verður yfirmaður fréttaeftirlits ríksins.

Slagorðin: Vandinn er innfluttur! Enginn gat séð þetta fyrir! Foringinn og varaforinginn eru óskeikulir!

Og svo bíðum við eftir hreinskilna viðtalinu við arineldinn þar sem Geir H. Haarde verður spurður: "Varstu ekki þreyttur og svangur, eftir allar vökurnar? Já, þetta var mikil reynsla... Eva María/Jóhanna Vigdís/ Fyrrverandi fegurðardrottning X/Sigmar Guðmundsson, veistu að ég var ekki búinn að borða morgunmat þennan dag? "

O tempora, o mores! Þvílíkir tímar, þvílíkir siðir! Við vitum nú hver niðurstaðan er: Við meðaljónarnir munum borga brúsann fyrir ofneyslu auðjöfranna og þrjósku Sjálfstæðismanna við að reyna að halda til streitu einangrunarhyggjunni. og vera utan ESB og evru. Nú sitjum við uppi með reikninginn vinalaus, skítblönk þjóð lengst norður í Ballarhafi.

Afsakið meðan ég æli!

22 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað sem segja má um Davíð að þá er hann eini stjórnmálamaðurinn sem varaði við þessu bankarugli. Honum ofbauð græðin í kaupréttarsamningum KB Banka og greinilega ofbauð honum framganga Baugsmanna. Hefðum við ekki átt að hlusta á manninn?

Nafnlaus sagði...

Sjálfstætt fólk!?!

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni

Hannes Hólmsteinn er tæpast í þagnarbindindi - skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudag og var í viðtali við Moggann um helgina, kokhraustur fyrir hönd frjálshyggjunnar.

Með kveðju
Bergsteinn Sigurðsson

Nafnlaus sagði...

Flott skrif hjá þér Árni. Þessi samstöðuumræða er mjög slæmt dæmi um meðvirkni. Við skulum ekkert ræða opinberlega um hverjir eru ábyrgir. Við Íslendingar erum jú ein stór fjölskylda og gerum þetta á íslenska móðinn, bara reddum þessu. Ef við bjóðum öll fram fermingarpeningana okkar, dugar það þá kannski fyrir launum bankastjóranna út mánuðinn?

Baráttukveðjur til Íslands!
Gia

Nafnlaus sagði...

Það alversta við þetta allt saman er að þessi bráðnun hagkerfisins gat ekki komið á betri tíma fyrir stjórnvöld - úrvalstækifæri til að sópa öllu undir teppið!!

PM

Nafnlaus sagði...

Finnst þér ekki líklegt að okkar hagsmuna hefði verið gætt í upplausninni sem ríkir núna í ES? Meiri menn en við Árni eru settir þar til hliðar og skör lægra en höfðingjarnir. Við öll hefðum betur hlustað á Davíð í gegnum tíðina. Og hef ég þó ekki oft verið í hans liði.

Afsakaðu lyktina af því sem ég gef í rök þín, en þau verðskulda ekki annað.

Nafnlaus sagði...

Hlustaði enginn á Davíð? Er ekki verð að tala um sama Davíð og var forsætisráðherra allan þennan tíma og leynt og ljóst allt fram til 2005? Davíð sem einkavinavæddi bankana fyrir undirverð? Sami Davíð og lét sérsmíða sjálftökulögin um eftirlaun ráðherra með rithöfund í maganum? Var hann aleinn hrópandinn í eyðimörkinni? Ég held að menn séu að rugla honum saman við Þorvald Gylfason.

Nafnlaus sagði...

Þú færð vonandi borgað í evrum.

Nafnlaus sagði...

Veit ekki betur en ESB guðs útvöldu þjóðir séu líka í krísu. En samkvæmt Herr Snævarr værum við að borða kavíar núna ef við hefðum afsalað okkur fullveldinu.
Þetta eru góðir tímar fyrir okkur Íslendinga. Við höfum allan þann mátt sem til er til að lyfta okkur upp aftur. Því miður verður ekki það sama sagt um margar aðrar evrópuþjóðir.

Nafnlaus sagði...

Þráttfyrir að þú hafir fornemast yfir því að ég, einhver sem þú vissir ekki hver væri, hafi skrifað hér athugasemd á dögunum, ætla ég að freista þess að gera nýja.
Það er eiginlega ekki hægt annað en að taka ofan fyrir þér vegna þessa pistils.
Hann er góður og hann er sannur.
Takk fyrir.
kær kveðja,
Guðmundur Sigurðsson

Nafnlaus sagði...

það má nú kannski gleðja sig með því að þessi fjármálakreppa kom áður en þeir komust yfir orkulindir Íslendinga og spákaupmennsku um eignir lífeyrissjóða í einhverja orkuútrás. Iðnaðarráðherrann Össur var voða ginkeyptur fyrir svoleiðis lausnum. Hann talaði alveg fram á síðasta dag eins og lobbíisti fyrir áhættufjárfestingasjóð. Það gerði líka handbendi hans Helgi Hjörvar.
þeir sennilega tala öðruvísi í dag.

Nafnlaus sagði...

Takk Árni.


Ég fékk ekka af gráti mitt í hlátri

táraflóð af hlátri mitt í gráti


A

photo sagði...

Bara nokkuð góð skrif hjá þér, eg er farin að lesa þig reglulega :)

Nafnlaus sagði...

Að vísu ber mér engin sérstök skylda til að tala í hverju máli, en ég get ekki kallað það þagnarbindindi, að ég birti grein í Fréttablaðinu á föstudagsmorgun, var í Kastljósi á föstudagskvöld og í opnuviðtali í Morgunblaðinu á laugardaginn. Ég vona, að annað, sem þú segir, sé ekki eins ónákvæmt! HHG

Sylvia sagði...

vona bara að það verði nógu sæt fegurðardrottning sem flytur okkur fréttirnar og tekur viðtölin.

Nafnlaus sagði...

Skringileg kenning að við hefðum átt að hlusta á Davíð. Davíð hefði átt að hlusta á aðvörunarorð hagfræðinga á borð við Þorvald Gylfason. Fyrst hann hafði ekki sjálfur gripsvit á efnahagsmálum. Þess í stað nam Davíð fræði sín hjá Hannesi Kiljan, ritsnillingi og fræðimanni. En sá vildi gera Ísland að alþjóðlegri peningaþvottastöð. Uppskera þess ævintýris er nú á borðum landsmanna.

Ef einhver einn maður á sök á mistökum og efnhahagsóstjórn síðusta ára og daga, þá er það Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra til 13 ára og núverandi seðlabankastjóri.

Eftirlaunasvínaríið er hrikalegasta dæmi sjálftöku sem við þekkjum. Þar fór fremstur meðal siðleysingja Davíð Oddsson (hinir voru Steingrímur Joð, Addi Kidda Gau, Össur og Halldór Ásgrímsson). Þar stakk Davíð í eigin vasa verðmætum sem nema hundruðum milljóna. Sjálftökuæði Davíðs hélt svo áfram eftir að hann kom í Seðlabankann, en þá þurfti að hækka laun hans um 400 þús. Annars hefði auðvitað einhver erlendur seðlabanki tekið snillinginn frá okkur :)

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Ég sit hérna og les pistill þinn Árni og er sammála öllu þar sem þú skrifar.
Ég er um miðjan aldur og ég man aldrei eftir eins mikilli reiði í þjóðfélaginu er í dag. Fjórða valdið hefur brugðist líka. Hafið þið hlustað á Heimi og stelpuna með tyggjóið á Bylgjunni á morgnanna? Össur fékk að setja gamla kjaftavaðalinn á fóninn eina ferðin en.

Nafnlaus sagði...

Ég bið Hannes Hólmstein Gissurarson innilega afsökunar á því að hafa vænt hann um að þegja þunnu hljóði. Og tekur undir þá von hans að annað sé ekki jafn ónákvæmt hjá mér. Sumt sem er í fjölmiðlum fer framhjá mér þar sem ég treysti algjörlega á netið til að fylgjast með. Bestu kveðjur, Árni

Nafnlaus sagði...

Smári, ofbauð Davíð ekki bara að það voru ekki "réttir" menn að græða? Hann færði peninginn sinn í Landsbankann þar sem voru tveir bankastjórar á ofurlaunum, vinur hans í bankaráði og jú hann hafði úthlutað eigendunum bankann sjálfur.

Bara spurning?

Nafnlaus sagði...

Eins og talað úr mínum munni
en
hannes segir kapítalismann góðan - bara suma kapítalista vonda ( rétt einkavinavæðing - eins og DO reyndi, ætti að sjá fyrir því)
kannski eins opg að segja að það sé ekkert að víni, bara að sumu fólki sem drekkur það hmmm

En Davíð er okkur dýr og það sem illt er - dýr verður Guðmundur allur.

Nafnlaus sagði...

Hafliðið var það víst.

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að vona að þú munir hafa rangt fyrir þér. Það er að segja að Íslenska þjóðin muni sigra bandalag auðkýfingana og sjálfstæðismanna.

http://www.petitiononline.com/mod_perl/signed.cgi?fab423