þriðjudagur, 13. janúar 2009

Upplýst verði um ráðherrann

Ég skrifaði hér lærðan pistil um Guðlaug Þór Þórðarson í ljósi orða Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðings um að ráðherra hefði hringt í hana og haft í hótunum við hana. Flestir töldu að hún ætti við Guðlaug Þór enda fjallaði ræða hennar um hann.

Guðlaugur Þór segist ekki hafa hringt í hana og Sigurbjörg neitar að upplýsa hver það gerði. Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir, henti ég pistli mínum um Guðlaug í ruslið því tilefnið var ekki lengur fyrir hendi. Ekki það að skoðanir mínar hafi neitt breyst en þar til annað kemur í ljós virðist þetta vera rangt og er beðist velvirðingar á því.

Teflon-manninum verða gerð skil síðar, en þá í öðru samhengi.

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir ætti hins vegar að hugsa sinn gang því á meðan hún upplýsir ekki hver ráðherrann var, liggja allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar undir grun og slíkt er óþolandi.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

próf

Nafnlaus sagði...

Never trust someone who plays baskeball as if it were a contact sport!

Gulli, gulli, gull ... "Please sincerly ... let me say this from the bottom of my heart. We don't like you"!

Dasvidanja.
Tavaritsch Vissarionovich

Nafnlaus sagði...

Þetta með Teflon manninn er allt rétt hjá þér, þ.e.a.s. mat þit, þó ekki sé ljóst við hvaða ráðherra konan átti við með ummælum sínum.

Auðvitað á hún ekki að henda svona fram og láta fólk giska í eyðurnar enda algjör óþarfi nema hún sé að fara með hrein og klár ósannindi- og það er líka alveg til í stöðunni.

Nafnlaus sagði...

The smear campaign has started. Eins og gerist alltaf þegar reyna á að fara að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara, ódýra og betra.

Nafnlaus sagði...

Árni. Thar sem ad allir rádherrar liggja undir grun thá á náttúrlega sá ábyrgi ad gangast vid ordum sínum og klífa fram í dagsljósid til ad fría hina saklausu. En hann virdist vera of mikil gunga til ad thora thad og er madur ad minni.
Thad er ekki Sigurbjargar ad nefna hann berum ordum, thad gefur auga leid.

Djugashvili

Nafnlaus sagði...

Er ekki betra að segja að enginn liggi undir grun þangað til hún getur greint með sannanlegum hætti frá því hver hótaði henni. Er hvergi útsala á upptökutækjum?

Nafnlaus sagði...

Frábær skrif.
Loksins er einhver sem tekur á Guðlaugi.

Nafnlaus sagði...

Forsætisráðherra hlýtur að frábiðja sér slík vinnubrögð og vilja taka til í sínum ranni. Hann hlíur að finna þetta út og reka ráðherrann umsvifalaust. Eða hvað?

Nafnlaus sagði...

Var það ekki Otto Von Bismarck sem sagði: Aldrei trúa neinu í stjórnmálum fyrr en því hefur verið opinberlega neitað.

Nafnlaus sagði...

Ég held að Sigurbjörg viti hvað hún er að gera. Hún stígur næsta skref þegar hún telur það vera skynsamlegt.
Ráðherrarnir þurfa ekki að bíða eftir Sigurbjörgu, þeir geta sjálfir stigið fram, kjósi þeir það.

Nafnlaus sagði...

Að sjálfsögðu á hún að segja hver ráðherrann er - annað er ekki trúverðugt.

Búinn að setja upp skoðanakönnun:

"Hvaða ráðherra "hótaði" stjórnsýslufræðingnum?"

Slóðin er: http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/

Endilega takið þátt í þessum pólitíska samkvæmisleik!

Nafnlaus sagði...

Gott Árni: Þessi fundur átti að snúast um að opna umræðuna. Þessi ágæta kona hefur sína ræðu með dylgjum og leyndarmálum. Segir nánast orðrétt: "...ég veit þetta vel en ætla ekki segja það núna..., það verður upplýst seinna..."

Nafnlaus sagði...

Árni, ISG er búin að senda frá sér fréttatilkynningu, það var sumsé hún en ekki heilbrigðisráðherrann! Nú þarf komment frá þér. kv.HÞ

Nafnlaus sagði...

Nú veistu að það var Ingibjörg Sólrún sem hringdi. Ætlarðu þá ekki að gagnrýna hana? Eða er gagnrýni kannski orðin flokksbundin líka?