fimmtudagur, 22. janúar 2009

Nýr dagur má ekki klikka

Ef rétt er að enginn ráðherra Samfylkingarinnar hafi mætt á fund langstærsta flokksfélagsins í kvöld hafa tíðindi gerst. Við undanskiljum að sjálfsögðu Ingibjörgu Sólrúnu um leið og við sendum henni okkar bestu óskir, en það breytir ekki því að ef þetta er rétt er þar á ferð slikur hroki að fá dæmi eru um slíkt. Forysta flokksins hefur þá í raun gefist upp.

Flokksfélagið í Reykjavík hefur ákveðið að ganga úr stjórninni. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa ekkert umboð né traust lengur.Ég kenni hjartanlega í brjósti með Ingibjörgu Sólrúnu vegna veikinda hennar . En hún er ekkert betri en meðal Íslendingurnn sem hún skilur eftir með tugmilljóna skuld- við fæðingu. Hún verður að fara eins og aðrir Samfylkingarráðherrar. Eins og Oddný Sturludóttir, sagði í bloggi sínu í gær: enginn er ómissandi og þeir sem halda að þeir séu það ættu ekki að vera í pólitík. Þarna lætur ung og efnileg stjórnmálakona skína í vígtennurnar og er það vel.

Tími Össurar er liðinn því leit að olíu kemur ekki í stað gulllæðisins sem kom okkur á hausinn. Þórunn, er góður fagráðherra en svaf á vaktinni eins og aðrir og Jóhanna er of gömul þótt hún gæti verið leiðtogi til skamms tíma.

Björgvin Sigurðsson, minn gamli góðkunningi, sýndi af sér alveg óvenjulegt hæfileikaleysi og var þar að auki vanhæfur allan tímann sem svili Sigga. G. stjórnarmanns Glitnis.

Ég hef síðan einhvertekið spurt: tekur einhver mark á Ágústi Ólafi??Ég hef allavega ekki orðið var við það.

Hver er þá eftir?

Góði læknirinn minn: Dagur B. Eggertsson. Útilokunaraðferðin færir okkur Dag.

Og hann má ekki klikka.

PS eftir að ég skrifaði þennan pistil birtist skoðanakönnun þar sem í ljós kemur að stuðningur við Samfylkinguna minnkar mikið og fer úr 27,1% í 16,7%, en fylgi framsóknar fer úr 5 í 17 prósent. Þarf að hafa mörg orð um þetta?

5 ummæli:

Bjarni sagði...

Dagur ei meir.

Ágúst er að launa Ingibjörgu svartan fyrir gráan, þegar hún gekk framhjá vara formanni sínum um ráðherraembætti.

Einnig tel ég, að þegar (lyga)Mörður fer að tjá sig mjög, sé komin tími til, að biðja samheldni Samfó Guðsblessunar.

Svo eru flestir sótraftar á sjó dregnir, þegar sjálf rauðkan á Ísafirði, telur sinn tíma komin. Þá fyrst fer skörin að vera komin óþægilega langt upp í bekkinn.

Svo ,,getur blindur maður séð" að innlegg hans eru í miklu miklu meira framboði en eftirspurn.

Nú vantar þjóðina dugmikla óraga menn, sem þora að skera á rykfallin tengsl og fitja upp ný plögg.

Mibbó

Nafnlaus sagði...

Þessi fallegi Dagur? Nei, nei no way. Núna þurfum við alvöru nagla, ekki blablablaðurskjóður. Hvar er Þórólfur Árnason?

Nafnlaus sagði...

Tími Dags í landsstjórninni er ekki kominn. Við þurfum konu í þetta hlutverk sem hefur kalíber til þess að stjórna. Ég tel að sú kona sé Jóhanna Sigurðardóttir, hún er sá stjórnmálamaður sem fólk ber traust til og getur leitt okkur í gegnum þennan brimskafl sem við erum í.

Kveðja
Magnús Bjarnason

Nafnlaus sagði...

Ég vil sjá Jóhönnu Sigurðardóttur taka við ef Ingibjörg þarf að hætta. Dagur gæti þá verið varaformaður.

Nafnlaus sagði...

Þetta er rétt hjá þér Árni.
Þeir sem hafa nefnt Jóhönnu hér eru á villigötum. Hennar tími er liðin.