mánudagur, 26. janúar 2009

Afsögn og gagnrýni

Það verður að segjast eins og er að staðan er afar ruglingsleg í íslenskri pólitík og skammt stórra höggva á milli. Mér finnst hins vegar skjóta skökku við ef rétt er að það sé sáralítill málefnaágreiningur milli flokkanna, Samfylkingin hafi einfaldlega viljað forsætisráðuneytið. Til hvers? Til að reka Davíð? Eða bara til að láta líta svo út sem að hlustað sé á mótmælendur?

Með fullri virðingu fyrir Davíð er hann – úr því sem komið er – ekki stærsta vandamál þessa lands. Ekki þar með sagt að hann eigi að sitja, en ég held að önnur mál séu mikilvægari.
____________

Ég mátti þola alls kyns stóryrði í kommetnum hér á Eyjunni fyrir að fagna afsögn Björgvins G. Sigurðssonar. Sagt var að með vini eins og mig þyrfti Björgvin ekki á óvinum að halda, sparkað væri í liggjandi mann og svo framvegis.

Sumir telja slík ummæli kannski tittlingaskít en ég held að hér sjáist í hnotskurn einn stærsti vandi okkar Íslendinga. Í mínum huga er vinur sá sem til vamms segir. Ég sendi Björgvin G. tölvupóst þar sem ég hvatti hann til að segja af sér áður en ég gerði það opinberlega.

Það hefði verið honum fyrir bestu, Íslandi fyrir bestu og Samfylkingunni. Sannast sagna lítur flokkurinn ekki vel út eftir það sem á undan er gengið. Ég tek að vísu ofan fyrir Björgvin fyrir að víkja forystu Fjármálaeftirlitsins frá og víkja sjálfur, en þetta var alltof seint.

Það má vissulega líka spyrja sig hvort hægt sé að kenna Björgvin um fall bankanna því hann var jú nánast ekkert hafður með í ráðum. En formleg ábyrgð var hans og eins og pistill hans í ágúst sýndi þá hafði hann ekki hugmynd um hvað í aðsigi var.

Það er svo allt annað mál að Björgvin er margt til lista lagt og þessi afsögn ekki svanasöngu hans í pólitík. Engan veginn.
_________________

Á Íslandi hefur verið plagsiður að afgreiða gagnrýnendur sem kverúlanta og væna þá um að ganga erinda flokks, vina eða ættingja, nú eða fjárhagslegra hagsmuna.

Má ekki einfaldlega meta ummæli manns útfrá þeim sjálfum? Ég held við Íslendingar værum á betri stað ef við hefðum hlustað á gagnrýni td. Danske Bank eða Þorvaldar Gylfasonar í stað þess að afgreiða þau í ljósi einokunarverslunar Dana á Íslandi og inspektorskjör í MR þegar Þorvaldur tapaði fyrir Davíð sautjánhundruð og súrkál.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Saell Arni,

Thu varst full hugvaer.

Rikisstjornin aetti oll ad segja af ser, radherrarnir eru allir meira og minna samabyrgir i sukkinu, annad hvort gerendur eins og Geir og Ingibjorg, eda einhvers konar ahangendur, eins og Thorgerdur og Ossur.

Forsetinn er natturlega mesti vindhani og taekifaerissinni i sogu Lydveldisins.

Thetta folk ma allt fara ad flaka fisk ut a landi, betra ad velja rikisstjorn og forseta med happdraetti en thetta ogaefulid.

Kv

Sveinn

Nafnlaus sagði...

Það er magnað alveg að maður með þína reynslu og þekkingu skulir ekki lesa ástandið hér betur.

Ríkisstjórnin sprakk út af Davíð og náhirðar hans sem Geir ræður ekki við og/eða starfar í umboði fyrir.

Þú segir að það skipti ekki máli? Það séu önnur mál sem skipti meira máli...talar svo um klíkuskap, vinagreiða og annað sem þjóðarmein (rétt).

Sérðu ekki tengslin? Eða ertu orðinn svona vanur þessu að þetta er í þínum huga bara sjálfsagður hlutur?

Hvað framkomu þína gagnvart Björgvini varðar, þá varstu þér þar klárlega til skammar. Virðist ekki átta þig á því að það var einstakur viðburður í stjórnmálasögu landsins.

Þú virðist búinn að miss það.

Þitt aðaláhugamál ESB aðildarviðræður eru út af borðinu, ekki bara fram í maí, heldur líka eftir kosningar. Það er búið að drepa umræðunni á dreif vegna þess að náhirð Davíðs er ofan á í stærsta flokk landsins.

Sérðu þetta í alvöru ekki? Eða ert þú ekki sami maðurinn og hrópaði og fagnað hér á blogginu þegar ljóst var (ekki lengur) að Sjálfstæðismenn neyddust til að taka ESB umræðuna á Landsfundi sínum? Það er búið dæmi, ekki satt?

Jú, þú ert búinn að missa sjónar á því sem skiptir máli og virðist, því miður, alveg búinn missa sjónar á því sem raunverulegu máli skiptir og heldur þig því við aukaatriði sem engu skipta.

Thrainn Kristinsson sagði...

Vandamálið er Geir Haarde sem er lélegur verkstjóri, linur og óduglegur, kjarklaus með litla næmni fyrir mannlegum samskiptum og pólitík.

En Davíð er vandamál. Stórkostlegt pólitískt vandamál.
Ásteytingarsteinn og ógn við allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Seðlabankastjóri sem er á fullu í pólítík!
Davíð er sameiningartákn fyrir þá sem standa að mótmælunum og táknrænn fyrir tímabíl "góðærisins".

Það eru til þeir sem fatta ekki að Davíð er vandamál. Kemur á óvart að þú sért einn af þeim.

Þráinn Kristinsson

Nafnlaus sagði...

Eina sem Björgvin gerði var að segja af sér áður en Ingibjörg fór á fund, því hann vissi hvernig sá fundur færi.

Svo koma menn hér og segja:

"Virðist ekki átta þig á því að það var einstakur viðburður í stjórnmálasögu landsins."

Öll ljósin kveikt og enginn heima?

Nafnlaus sagði...

Stærsti bráðavandinn sem við stöndum frammi fyrir er gjaldeyriskreppan sem verður að leysa áður en hægt er að losa um gjaldeyrishöftin og ráðast gegn fjármálakreppunni með vaxtalækkunum. Liður í því er ekki síst að ljúka samningum um skuldbindingar okkar erlendis vegna bankahrunsins.
Stærsti vandinn til lengri tíma er svarið um stefnu þjóðarinnar í peningamálum og þar er umræðan um aðild að ESB lykilatriði.
Formaður stjórnar Seðlabankans og aðrir æðstu embættismenn í íslensku stjórnkerfi eru lykilgerendur í að vinna að lausn þessara vandamála á grundvelli áætlunarinnar sem gerð var í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hnífurinn stendur í þeirri kú að andstaðan við áætlunin virðist hafa verið svo mikil að jafnvel voru gerðar tilraunir til að bregða fæti fyrir hana. Fum Seðlabankans rúði hann einnig öllu trausti meðal erlendra markaðsaðila og því líklegra að óbreytt stjórn þar ýti undir fjármagnsflótta en að hún geti hamið hann.
Vegna alls þessa er staða formanns stjórnar seðlabankans lykilstaða og þar getur enginn setið sem er að munnhöggvast opinberlega við ráðherra í ríkisstjórn eða vinna gegn þeim. Hér þarf bæði fagmenn, þekkingu og reynslu og ekki síst lið sem vinnur saman.

Nafnlaus sagði...

Sammála því að vinur er sá er til vamms segir. Þín skrif um Björgvin voru hins vegar engan veginn þess eðlis. Þau voru óþarflega stóryrt og vanhugsuð, dómhörð og kjánaleg. Enda dregur þú í land í dag hvað varðar dómadagsspádóma um framtíð "vinarins". Þú varst lítill í gær og ert það ennþá, en gætir hafa rétt eitthvað úr kútnum við þessi endurskrif.

Nafnlaus sagði...

Nafnlausi Árni :)

Sko, Björgvin, með uppsögn sinni, hefur sett ný viðmið og skapað hefð sem var ekki áður til staðar hér á landi.

Það skiptir gífurlega miklu máli.

Hvað varðar fullyrðingu þína um að Björgvin hafi vitað að þetta yrði niðurstaðan þá er það auðvitað út í hött og þú hefur ekkert fyrir þér í því. Jafnvel þó svo hafi verið, þá breytir það engu um að nú er komið nýtt viðmið, hefð að skapast, sem var ekki til staðar áður.

Please, hættu svo að kalla Björgvin vin þinn og félaga. Nema þá hann sé jafn mikill vinur og félagi þinn og Þórhallur á Rúv sem þú réðst heiftarlega á fyrir stuttu síðan.

Þú ert búinn að missa það....er ekki flóknar en það. Aldur, búseta...skiptir ekki máli en þú er búinn að missa það.

Gangi þér samt allt í haginn

Nafnlaus sagði...

Vandamalin leysast ekki af sjalfu ser thott stjornin fari fra. I sambandi vid Bjorgvin ma segja vid hofdum enga reynslu af svona svakalegu bankahruni og eg held vid getum rekid thetta vandamal allt aftur til einka(vinna)vædingu bankanna.
Vid stondum frami fyrir gridarlegu vandamalum.

Engin veit hversu miklar skuldbindingar vid hofum gagnvart Icesave bullinu? Verdmæti bankanna erlendis er ad ollum likendum tittlingarskitur. Thad er helgid af Islendingum erlendis og hver vill lana okkur pening !

Nafnlaus sagði...

Báðir stjórnarflokkarnir sýndu fádæma dómgreindarleysi, þegar þeir buðu þjóðinni uppá að enginn skyldi axla ábyrgð strax í október. Það góða við atburði dagsins er að nú á örugglega að hreinsa til.
Það var gott að Björgvin sagði af sér, en auðvitað full seint. Hann fær bæði hrós og skömm fyrir, það er eðlilegt.

Nafnlaus sagði...

Við þurfum utanþinsstjórn og nýja Stjórnarskrá.
Ég hvet alla sem geta að setja link á Nýtt Lýðveldi inn á blogg og
eða vefsíður.

Hér er öflugur linkur: http://www.larouchepac.com/ fyrir lýðræðis unnendur.

Nýtt Lýðveldi skjótt.

Nafnlaus sagði...

Þú kannski útskýrir fyrir lesendum þessa pistla þinna hvað felst í skammstöfuninni "DDT" og hvað býr að baki.
Semma beygist krókurinn. EÐA:
Lengi býr að fyrstu gerð........