fimmtudagur, 1. janúar 2009

Gleðilegt ár

Ég óska lesendum Eyjunnar gleðilegs nýs árs. Mig langar til að minna landa mína á að þrátt fyrir allt var árið 2008, árið þegar við fórum að tala meira saman eins og manneskjur. Hver veit nema að við höfum orðið betri þjóð - þegar til lengri tíma er litið.

Gleðilegt ár! kv. Árni

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jebb, stóra tækifærið í kreppunni er einmitt þetta. Skyndilega höfðu allir skoðun og fóru að tjá sig og hin raunverulegu gildi lífsins ná yfirhöndinni á ný.

Nafnlaus sagði...

Árni, þetta verður gott ár, meira að segja stjórinn hjá 365 er á því að menn eigi að bera ábyrgð á gjörðum sínum.

http://visir.is/article/20090101/FRETTIR01/162549597/-1


Ætli eigandi 365 sé sammála? Væri gott ef þjóðinn slyppi við að borga fyrir einkaþotur, kókaín, þöggun stjórnarmanna í fyrirtækjum sem ganga út.

Þetta verður allt betra núna held ég, látum hvern og einn borga sinn reikning, ég ræð við minn :)

Ár friðar þegar Ari Edwald og Davíð Oddsson eru sammála.

Bestu kveðjur HLF