föstudagur, 23. janúar 2009

Óhamingju Íslands verður allt að vopni

Það setti að mér óhug þegar ég frétti að Geir H. Haarde, forsætisráðherra ætlaði að hætta formennsku í Sjálfstæðisflokknum vegna heilsubrests. Það er með ólíkindum að báðir formenn stjórnarflokkanna, fólk á miðjum sextugsaldri, skuli veikjast jafn illa og raun ber vitni á sama tíma og einmitt þegar áföll ríða yfir þjóðfélagið.

Ég hef ekki alltaf verið sáttur við Geir síðan hann tók við embætti forsætisráðherra frekar en margir aðrir landsmenn. Hins vegar held ég að allir geti verið sammála um að þar fer drengur góður.

Vonandi ná bæði Geir og Ingibjörg Sólrún sér að fullu af veikindum sínum.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við getum öll verið sammála um að senda Geir okkar bestu kveðjur og óskir um fullan og góðan bata. Persónan Geir nær sér vonandi sem allra fyrst sem og utanríkisráðherra. En spurningin sem ég er ekki alveg að finna svar við er sú ; Hversvegna í andsk. á ég nú að persónugera vanda þessara tveggja ráðherra? Báðir þessir ráðherrar eiga að víkja nú þegar og sem og stjórnin öll. Geir á alla mína samúð en það fríar hann ekki frá að taka ábyrgð. Samúðarspilið sem nú er á borðinu er sterkt, því var ekki spilað viljandi fram. Það er samt ekki nógu sterkt til að slá umbótum á enn frekari frest.Ógæfa Geirs á ekki að verða ógæfa okkar.
En aftur vil ég taka fram að ég óska honum, hugarheilt,alls hins besta sem persónu og manns í baráttu við erfið veikindi.Forsætisráðherran vil ég hinsvegar burt.

Nafnlaus sagði...

Geir er veikur og ég óska honum bata og vona svo sannarlega að hann nái sér. En af hverju þurfa allir að vera allt einu sammála um að hann sé "drengur góður"? Út af því að hann er veikur? Hvað áttu við Árni?

Nafnlaus sagði...

Tek undir þetta Árni

Nú þarf að verja stjórnina fram í maí og leyfa öðrum framboðum að undirbúa sig.

Búið er að koma til móts við meginkröfu almennings um kosningar í maí.

Stjórnin starfar þangað til við að bjarga því sem bjargað verður og halda hér uppi lágmarksþjónustu.

Nú verða menn að verja stjórnina fram í maí- og með handafli ef nauðsyn krefur gegn því ofbeldisfólki sem reynir að stjórna landinu með ofbeldi og steinakasti.

Nafnlaus sagði...

Tek undir með síðasta ræðumanni og þér Árni.
Nú ríðu á að verja þessa ríkisstjórn svo hún geti starfað fram að kosningum. Það er hið besta mál að fá kosningar í vor. En vei okkur ef ofstopafólk ætlar að ryðjast til valda svona rétt á meðan.

Nafnlaus sagði...

Stjórnin á að fara frá strax.
Geir er vanhæfur og nú kemur í ljós að hann er veikur.
Veikt og vanhæft fólk á ekki að sitja
í ríkisstjórn.