þriðjudagur, 27. janúar 2009

Kastljós skúbbar loksins

Loksins Skúbbaði Kastljós. Lengst af hefur þátturinn verið skipaður að mestu leyti (með undantekningum) séð og heyrt fólki og nokkrum pólitískt skipuðum mönnumeins og vera ber á Íslandi.

En nú bar svo við í kvöld að Kastljós skúbbaði. Og þar var auðvitað á ferð "dóninn og fíflið" Helgi Selan sem er jú auðvitað dæmi um að menn geti verið góðir blaðamenn án þess að vera tækir á síður playboy/girl.

En hvernig kom þetta til?

Jú með þvi að taka viðtal með örfáum innklippsmyndum við Kristinn Hrafnsson burtrekinn fréttamann af Kompási.

Viðtalið við Kristinn var stórmerkilegt og ég mun koma að þvi´siðar. En takið eftir aumingjaskap ríkisstofnunarinnar sem þrátt fyrir að hafa heilan her af starfsfólki gerir fátt annað en taka viðtöl á færibandi.

Horfið á budgetinnn og starfsmannafjölann og segið mér svo hver hafi verið að standa sig betur, Kompás eða Kastljós.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skúbb?
http://www.visir.is/article/20090127/FRETTIR01/169807085

Nafnlaus sagði...

Mjög góður punktur. Í samtali við vin vorum við að reyna finna hliðstæðu Kompásmannanna á RÚV. Þ.e. að reka Jóhannes og Kristinn í Kompás væri eins og að reka X og Y á RÚV.

Rúv hefur nákvæmlega enga rannsóknarblaðamenn og Kompásmenn voru að standa sig ótrúlega vel.

-Snorri

Nafnlaus sagði...

Pólitískt skipaða?

Nafnlaus sagði...

Finnst þessi menntavinkill drepa málinu á dreif. Var Snorri Sturluson með stúdentspróf? Annars valid gagnrýni.
Doddi D

Nafnlaus sagði...

Kalla þetta gamla frétt?

Stöðvar 2 liðið er ekki alveg með á tugakerfinu -25 eru í þeirra huga alveg jafnt og 280 ...MILLJARÐAR!

Rúv á bara að ráða kompás liðið í verktöku, Jóhannes, Kristinn og Inga framleiðanda - ekki spurning!

Nafnlaus sagði...

Sammála þessu. Ruv á að ráða Kompásmenn
Burt með allar puntudúkkur

Nafnlaus sagði...

Hér ertu að bera saman epli og appelsínu, Árni. Kastljós og Kompás eru tvenns konar þættir; Kastljós sams konar og Ísland í dag, en fram til þessa hefur enginn Kompáslíkur þáttur verið á RUV. Kannski Fréttaauki Boga og Elínar bæti þar að einhverju leyti úr. Sammála því að það er löngu tímabært að RUV kommi sér upp alvöru fréttaskýringarþætti.

Nafnlaus sagði...

Kompás á ÍNN.
Það má ekki kasta þessum þætti. Hann hefur opnað margar ormagryfjurnar.
Sýnt okkur staði í samfélaginu sem fæstir hafa séð.

Nafnlaus sagði...

Greinin er örlítið skárri svona en hún var í upphaflegri mynd í gærkvöldi. Þá var hún þér til minnkunar; löðrandi í beiskju, plebbaskap og hroka. Og enn verr stíluð en hún er núna.

Nafnlaus sagði...

Kompásmenn reyndust svo of duglegir fyrir stöð 2