miðvikudagur, 28. janúar 2009

Gyðingahatur á degi Helfarar

DV birti athyglisverða frétt um að Magnús Örn Óskarsson, eigandi Borgarhjóla á Hverfisgötunni, hefði hengt upp miða í verslun sinni þar sem viðskiptavinum er tilkynnt að „júðar“ séu ekki velkomnir.

„Ég vil helst ekki fá júða, af því mér er illa við þá og er búið að vera það í mörg ár,“ segir Magnús Örn.

DV gerir vel í því að leita álits hjá séra Þórhalli Heimissyni sem segir:
„Mér finnst þetta óhuggulegt. Orðið Júði er gamalt orð sem var notað sem skammyrði yfir Gyðinga og er mjög sterk tilvitnun í nasismann,“ segir hann.
Þá bendir blaðið á að stjórnarskráin bannar mismunun eftir trú og kynþætti.

Haft er eftir Magnúsi að hann geri þetta af pólitískum ástæðum.

Nú veit ég ekki hvort fréttin var birt sama dag og þetta ömurlega skilti var sett upp. Hins vegar vill svo til að í gær 27. janúar voru liðin sextíu og fjögur ár frá því að Rauði Herinn frelsaði Auschwitz útrýmingarbúðirnar úr klóm morðvarga nasista.

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 27. janúar alþjóðlegan minningardag um Helförina. Það er leitt til þess að vita hvernig haldið var upp á daginn í reiðhjólaverslun við Hverfisgötuna.
Það er mikilvægt að menn sem eru andsnúnir hernaði Ísraela á Gasa, fyllist ekki heift í garð gyðinga sem slíkra og því skora ég á vini Palestínumanna á Íslandi að taka af allan vafa um afstöðu sína, af þessu tilefni.

Ég treysti því að menn eins og Salman Tamimi og Sveinn Rúnar Hauksson fordæmi þetta óvenjulega dæmi um gyðingahatur á Íslandi.

18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Síðasta málsgreinin í þessari færslu er smekklaus og þér ekki til sóma Árni.

Hvers konar dylgjur er þetta eiginlega? Hvers vegna stendur það t.d. sérstaklega upp á Svein Rúnar Hauksson að koma fram í fjölmiðlum og fordæma það þegar einhver fáviti verður uppvís að barnalegu kynþáttahatri í garð gyðinga?

Ef þú ert að brigsla Sveini Rúnari um að vera gyðingahatari, þá skaltu bara segja það hreint út.

Svona málflutningur er hins vegar ekki boðlegur.

Árni Snævarr sagði...

Kæri Stefán, Sveinn Rúnar og Salman eru þekktustu Palestínuvinir Íslands og báðir sómamenn. Ástæða þess að ég segi þetta er að ég kannast við þá báða og veit að þeir ekki gyðingahatar. Hvernig dettur þér í hug að ég sé að brigsla þeim um gyðingahatur?
Ég tel einfaldlega að það sé fyllsta ástæða til að málsmetandi menn á borð við þá í röðum Palestínumanna tjái sig fyrst að ummælum "einhvers fávita" eins og þú kallar það, hefur verið slegið upp í víðlesnu blaði.
Það vill nefnilega svo til að böðlarnir í Auschwitz voru margir hverjir "einhverjir fávitar" líka sem og kjósendur nasistaflokksins.
Nú þegar margir Palestínuvinir virðast hafa ruglast í ríminu og klína ofríki Ísraelshers upp á alla gyðinga, er einfallega mikilvægt að segja hingað og ekki lengra.
Það er leitt til þess að vita að þú viljir ekki taka þátt í því Stefán og gefi yfirlýsingar um hið sama fyrir hönd Salmans og Sveins Rúnars, sem hafa hingað til verið fullfærir um að tjá sig sjálfir. Ég vísa þessum ummælum þínum á bug og bendi þér á að það hefði verið smekklegra af þini hálfu að fordæma gyðingahatur fortakslaust, því þrátt fyrir allt ert þú áhrifamaður í stjórnmálum. Bestu kveðjur, Árni

Nafnlaus sagði...

Ég held að orðið "júði" þurfi alls ekki að vera skammaryrði, enda svipar þess til ensku Jewish og Jude á sænsku svo fátt eitt sé nefnt, án þess að vera skammaryrði eða niðrandi á nokkurn hátt.

Spurning um hvort þú ert ekki að reka þig illa á í pólitískri rétthugsun.

Þegar svona hluti ber á góma dettur mér alltaf í hug hvernig samkynhneigðir hafa haldið sínum málum á lofti. Það gerðu þeir til dæmis með því að nota sjálfir orðið "hommi" og slógu þannig vopnin úr hatursmönnum sem vildu nota það sem skammaryrði.

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni

Ætli það segi nú ekki sína sögu um álit mitt á skoðunum reiðhjólaviðgerðamannsins á Hverfisgötunni að ég velji honum einkuninna "fáviti"? Ég vona sömuleiðis að manninum hafi tekist að stórskaða eigin viðskipti með þessum vitleysisgangi sínum. Verst að nú þarf ég að fara að hafa uppá nýju reiðhjólaverkstæði að skipta við - er eitthvert annað slíkt að finna á miðbæjarsvæðinu?

Að stilla málunum fram eins og þú gerir er hins vegar fráleitt. Andstaða við Zíonisma er ekki gyðingahatur. Hins vegar hafa Zíonistar löngum viljað draga upp þá mynd - til að geta stimplað hvern þann sem amast við framferði þeirra í Palestínu sem gyðingahatara.

Árni Snævarr sagði...

Sæll Stefán.

Ég vona að textinn minn sé ekki svona óskýr. Ég er einmitt að benda á að andstaða við hernað á Gasa og td. Síonisma eiga ekkert skilt við Gyðingahatur.
Fjölmargir gyðingar hafa skömm á hernaði Ísraelshers á Gasa og langt frá því allir gyðingar eru síonistar.
Ég taldi feng í því að forystumenn Palestínuvina tækju undir það og þykir leitt að þú hafi skilað þetta sem sneið til þessara ágætu manna.
Svo einfalt er það.

Sjálfsagt ég undir áhrifum frá því hvernig Gasa-mótmælin hér í Brussel þróðuðust, en þar var gyðingahatur og Hamas og Hisbolla aðdáun því miður mjög áberandi.
Verst að þú þurfir að leita annað með hjólið þitt. Bestu kveðjur, ÁS

Bjarni sagði...

Preláti ætti að lesa betur gögnin sín.

Júði er nafna á íbúum Júdeu og ekki neitt frekar niðrandi en annað.

Passíusálmarnir verða brátt lesnir upp í útvarpi, líkt og löng hefð er fyrir. ÞAr er tíðrætt um Júða.

Svo er annað, að Gyðingar hafa nú fengið aftur á sig svona og svona stimpil, --jafnvel í BNA, eftir vöndlasmíðina hjá þeim.

LEstu endilega Thalmut og svo Nýja Testamenntið og berðu saman boðskapinn.

með vinsemd
Miðbæjaríhaldið
Ann góðum sálmum Hallgríms Péturssonar og tel hann ekkert hafa brúkað niðrandi orð um trúarhóp eða íbúa landsvæðis af illgirni.

Nafnlaus sagði...

Reiðhjólaviðgerðamaðurinn hefði örugglega skorað hátt í þriðja ríkinu með þessari orðsendingu, enda áttu svona menn auðvelt með að komast til áhrifa þar.
Reiðhjólaviðgerðamaður í dag...dómari upp á líf og dauða á morgunn.
Enginn furða að það ríki hafi varað stutt.
Með óhæfa einstaklinga í flestum stöðum.
Þessi einstaklingur tæki sig sennilega bara vel út í SS uniformi.
Hafðu skömm fyrir.
http://www.dv.is/frettir/2009/1/28/utilokar-gydinga-fra-bud-hverfisgotu/

Tinófrændi sagði...

Er ekki virkur dagur þarna úti í löndum Árni. Þarft þú ekkert að vinna? "Hef boðað frið og framfarir á vegum Sameinuðu þjóðanna í þrjú ár. Hef Norðurlönd og umhverfismál á minni könnu á Upplýsingaskrifstofu SÞ í Brussel"
Merkilegt hvað þú hefur mikinn tíma til að röfla á netinu alla daga miðað við þau stóryrtu markmið sem þú segist starfa við.
Kannski friður á borð við þann sem þú boðar með tómu filleríi og leiðindum á Ölstofunni hvert sinn sem þú kemur heim?
Hættu að blogga og farðu að vinna takk.

Nafnlaus sagði...

Hvað er að heyra?

Hefur klerkurinn þá ekki lesið Passíusálmana?

Þar verður séra Hallgrími heldur en ekki tíðrætt um Júða.

Júði er fullgilt íslenskt orð og heldur áfram að vera það þó svo fávitar í Þýzkalandi og víðar haldi eitthvað annað.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góða færslu Árni, mér þótti afar leiðinlegt að sjá þessa "frétt" á forsíðu DV. Algjör óþarfi að auglýsa svona vitleysisgang.
Hvað er næst? "Enga negra hér?!"

Kveðja, Kristín

Nafnlaus sagði...

Magnús Örn Óskarsson brýtur ekki gegn stjórnarskrá, hann segir að hann muni afgreiða alla þá Júða sem til hans leita og er því ekki að mismuna fólki, hins vegar segir hann þá ekki velkomna.

Nafnlaus sagði...

Danska lögreglan lokaði a.m.k. tvívegis búðum sem voru með svona skilti uppi í Kbh. 1971. Þau beindust annað gegn Sígaunum og hitt gegn Svíum daginn eftir tap fyrir þeim í knattspyrnu.
Hitt er líka jafn satt að ég er að leita mér að reiðhjóli og veit nú hvert ég fer ekki.

Nafnlaus sagði...

Gera menn sér virkilega ekki grein fyrir því að merkingarsvið hugtaksins Júði hefur breyst mikið síðan á dögum Hallgríms Péturssonar? Júði hefur´í nútíma íslensku eingöngu neikvæða merkingu. Um það þarf ekki að deila. Málið hefði nú sennilega vakið meiri athygli ef þarna hefði staðið múslimar þar sem þeir eru margfalt fleiri en gyðingar hér á landi. - Til skammar og enginn verslunareigandi á að komast upp með svona athæfi.

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni, þarna fékkstu yfir þig ýmsan vitleysinginn. Fólk á Íslandi verður að hata og öfundast. Eftir að allt hrundi, hefur þessi þörf aukist til muna.

Takið eftir því, að reiðhjólasalinn og Mezzoforte eru ekki nasistar. Þetta eru vinstri menn.

Þakka þér fyrir góða færslu!

Nafnlaus sagði...

Og titlaði Þýski Nazistaflokkurinn sig ekki sem vinstri menn?
Flokkurinn hét NSDAP
Nationan socialist arbeite parti!

Nafnlaus sagði...

Ertu nú ekki e-ð að rugla (saman?)nafnlausi nafni. Áttu ekki við Hinn Íslenska Nánasaflokk, frægan að endemum, hvers flokksmenn jafnan heilsuðust með kurteisiskveðjunni: "Hæ litli"!

I´m joking ... of course ...

Nafnlaus sagði...

,,merkingarsvið hugtaksins Júði ..."

Merkingarsvið hugtaksins?

Er þetta ekki full grandiose?

Til hvers að taka þetta allt upp í sig?

Nafnlaus sagði...

Hinn ofurgrami Vilhjálmur Örn Vilhjámsson jafnar hér saman yfirlýstu gyðingahatri reiðhjólasalans (sem væntanlega stefnir hraðbyri í gjaldþrot) og þeirri ákvörðun okkar félaganna í Mezzoforte að afþakka boð um tónleikahald í landi sem stendur í stríðsrekstri í þéttbýlum íbúðahverfum og vílar ekki fyrir sér að sprengja börn í tætlur. (Hvað skyldi hann lesa út úr ákvörðun okkar um að afþakka boð frá Suður-Afríku árið 1984?) Reyndar hlífir hann okkur náðarsamlegast við nasistastimpli en setur okkur í staðinn í flokk vinstrimanna með reiðjólasalanum.
Hægrimenn! "With friends like that, who needs enemies?"