mánudagur, 19. janúar 2009

Eins og að saka portkonu um lauslæti

Mikið óskaplega held ég að alþýða manna hafi mikla samúð með Ólafi Ólafssyni. Eða hitt þó heldur. Hann fetar í fotspór fóstbróður síns Finns Ingólfssonar og bregst við andstreymi með sannkölluðu karlakveini.

Ólafur varð uppvís að því að nota skúffufyrirtæki á Jómfrúareyjum (til að sleppa við skatt) og búa til lygasögu um erlenda fjárfestingu bróður emírsins í Katar til þess að kjafta upp hlutabréf í Kaupþingi og leyna því hver staða fyrirtækisins var.

Það er ekkert nýtt að Ólafur tengist erlendri gervi-fjárfestingu í íslenska bankakerfinu. Hann var potturinn og pannan á bakvið S-hópinn ásamt Finni Ingólfssyni en þeir auðguðust um milljarða króna með því að eppa kaupin á Búnaðarbankanum fyrir Kaupþing.

Fróðlegt væri að vita hvað nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins hefur að segja um þann hlut af sögu flokksins.

Ólafur hefur síðan orðið landskunnur fyrir bruðl og ósmekkvísi og verið landsmönnum til leiðinda og ama með vondum tónlistarsmekk (Elton John!?) og hvimleiðu þyrluflugi.

Ólafur kveinar að hætti vina sinna Finns og Björns Inga yfir ranglæti heimsins og segist ekki hafa grætt neitt á Jómfrúareyjaævintýri sínu fyrir emírinn í Katar.

Ólafur var einn af stærstu eigendum Kaupþings. Græddi hann ekki á því að hlutabréf hækkuðu með tilkomu þekkts erlend fjárfestis? Var hann ekki að mánipúlera markaðinn og blekkja fjárfesta?

Þegar Ólafur kvartar yfir því að hann hafi ekki haft neitt annað upp úr þessu en að vera kallaður fjárglæframaður setur mann beinlínis hljóðan.

Þetta er eins og portkona að kvarta yfir þvi að vera vænd um lauslæti.

17 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tek undir hvert orð - nema þetta með hann Elton. Ég hef alltaf verið svolítið svag fyrir honum. Mér var aftur á móti ekki boðið í afmælið, enda þekki ég auðjöfurinn og þyrluflugmanninn ekki.

Lokaorðin eru tær snilld og eiga mjög vel við.

Nafnlaus sagði...

eh, sko, var ekki verið að saka portkonu um vændi?

Nafnlaus sagði...

"Keypti" einhver þessa sögu hans Ólafs?
Aumingja maðurinn og hann sem var að tapa máli vegna jarðar fyrir vestan!
Hann sem vildi ekki að bændur færu að skarkalast við að rækta jörðina þar sem hann er með sumarvillu,hesthús,BAÐHÚS,gestahús og eitthvað smálegt.
Spúsa hans sagði að málið hjá bændunum væri byggt á ÖFUNDSÝKI.... ha ha ha ha
Þau eru náttúrulega ekki hægt,þetta fólk!

Nafnlaus sagði...

Er sammála þér með Elton kallinn. En álit mitt á Ólafi og líkum er ekkert í ætt við þitt álit. Mitt álit er ekki birtingarhæft.

Nafnlaus sagði...

Að bera portkonur saman við Ólaf Ólafsson í Samskipum er móðgun við elstu starfsgrein veraldar.

Nafnlaus sagði...

Og þetta kemur nánast beint í kjölfarið á fréttum um hundruði milljarða sem hann ætlar að reyna að kreista út úr ríkinu í kjölfar bankahrunsins.

Uss ... verst að karlinn skuli fara huldu höfði úti í London. Ég er nefninlega hræddur um að ég drífi ekki alla leið þó ég fari niður í fjöru og hræki til suðurs.

Svei attan. Jæja, sagan mun dæma þennan mann og lagsbræður hans af verkum þeirra og ég held þeir verði ekki öfundsverðir af þeim dómi.

Nafnlaus sagði...

Árni !

þetta eru skrif dagsins. Alveg frábært hjá þér.

kv.
Páll H.

Nafnlaus sagði...

Bloggfærsla ársins hingað til! Sammála hverju orði.

Nafnlaus sagði...

þetta er svona einhvern veginn og á vel við þessa dagana
Deyr,fé
deyja frændur
en orðstír
mun aldrei deyja

og þvílíkur orðstír ! maður minn !

Nafnlaus sagði...

Við jómfrúr einatt eyjklasinn
áður fyrr var kenndur,
en misst nú hefur meydóm sinn
í mammons KB-hendur.

Nafnlaus sagði...

Út af hverju er þessi maður ekki handtekinn? voru þeir sem stjórnuðu Enron ruglinu e3kki að gera svipaða hluti með hlutabrefin, villa um fyrir fólki og halda uppi verðlausum hlutabréfum, þeir voru handteknir og fenga dóma í kjölfarið og það sama á að gera við þennan framsóknarpésa.

Nafnlaus sagði...

Tek undir hvert orð í þessum pistli.

Ég er líka sammála þér um Elton John!

:o)

Nafnlaus sagði...

Djöfull er þetta góð samlíking. Það er í besta falli aumkunarvert að hlusta á þessa menn reyna að verja sig. Miskunarlaus kvikindi sem gæti ekki staðið meir á sama um náungann. Vona að öll þessi hörmungas elíta hunskist af klakanum og láti aldrei sjá sig aftur. Glæpahyski.

jhe

Nafnlaus sagði...

Algjörlega sammála þér Árni, snilldar færsla.

Ásta Björnsdóttir

Nafnlaus sagði...

Portkona þarf ekki að vera lauslát.
Þetta er rökvilla.

Thrainn Kristinsson sagði...

Ó.Ó. segist bara hafa verið burðardýr í þessu máli.

Fyrir íslenskum dómstólun hafa burðardýr ekki hlotið náð.

Ég veðja á að Ó.Ó. sé ekki músíkalskur maður - hann fékk Elton John í afmælið vegna þess að hann vildi ganga í augun á fólki.

Bjarni sagði...

Svo mun vera, að mannrækt er nokkuð sem ekki hefur verið nægjanlega stunduð.
Ólafur hefur komið mörgu til leiðar.
Hann hof feril sinn hjá föður sínum íKAupfélaginu í Borgarnesi, þar gat hann ,,reddað" hlutum eftir lokun.
Nú ,,reddar" hann hlutum í stærri stíl.

Farðu að dæmi ættmenna þinna og talaðu af varfærni um þa´sem minna mega sín.
Hygg að stöðu portkvenna og lík þeim ekki við Ólaf og félaga, það er óhróður.

fjölmæli eru með ýmsum hætti og kvað vera hægt að stefna mönnum fyrir líkingar með prik og svoleiðis nokk. Hvers eiga portkonur að gjalda?

Mjög eru geðlausir menn í forsvari fyrir Flokk minn nú, ða vera ekki löngu búnir að senda eftir þeim félögum Ólafi og SiggaEinars. Þeir búa í London og þangað er hægt að senda sérsveit og ná í guttana, setja í gám á þilfarið Týs og skrá sem dekkvöru,jafnvel ,,spilliefni" og transporta þeim hingað upp tila ð svara til saka og standa fyrir augliti meðbræðra sinna á Austurvelli.

Takk fyrir ádrepuna en vonandi nærð þú í betri viðmiðunarstétt næst. Mætti ég leggja til Fagin og hans líka?

Miðbæjaríhaldið