þriðjudagur, 22. júlí 2008

Talnasnillingurinn Tryggvi

Tryggva Þór Herbertssyni, hagfræðingi hefur verið falið það verkefni að bjarga efnahagi íslenska lýðveldisins. Lítið hefur farið fyrir Tryggva í pólitískri umræðu undanfarin ár og er því ástæða til að rekja helsta afreksverk hans með reiknistokkinn sem hefur fallið óverðskuldað í gleymskunnar dá.

Tryggi var forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þegar hún tók að sér fyrir sex árum síðan að beiðni Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra að gera úttekt á kostnaði við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Grípum niður í frétt Morgunblaðsins: “Hagfræðistofnun komst að þeirri niðurstöðu að hreint framlag Íslands myndi væntanlega meira en tvöfaldast við fulla stækkun ESB eða frá því að vera um 3,7 til 5,6 milljarðar á ári fyrir stækkun í 8,3 til 10,1 milljarð eftir stækkun.”

Fjórum árum eftir að Tryggvi Þór reiknaði út að aðild Íslands gæti kostað allt að tíu milljarða á ári var skipuð nefnd undir forystu Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra til að gera úttekt á Evrópumálum.

Þar er komist að þeirri niðurstöðu að ef Ísland væri í hópi þeirra ríkja sem mest greiddu til sambandsins yrðu nettógreiðslur landsins um 5 til 6 milljarðar á ári. Síðan segir: “Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að hæt sé að rökstyðja að Ísland myndi greiða mest allra aðildarríkja til ESB sem hlutfall af vergum þjóðartekjum...”

Niðurstaða Björns og félaga: Útgjöld yrðu 2.5-5 milljarðar en þá á raunar eftir að draga frá 1.5 milljarða kostnað við EES sem myndi sparast. En sleppum því að sinni og berum saman sambærilegar tölur: kostnað áður en þessi upphæð er dregin frá.

Með öðrum orðum hefur Tryggvi Þór ofreiknað kostnaðinn við aðild um 5-6 milljarða á ári! Vonandi hefur hagfræðingurinn skánað aðeins í reikningi á síðustu sex árum – því ef hann er framlag Geirs Hilmars Haarde til að bjarga íslenskum efnahag – þá er úti um Ísland.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Voðalega er þetta eitthvað veik röksemd hjá þér. Er allt rétt sem kemur frá Birni og félögum. Gat verið að þeir hafi vanmetið kostnaðinn.

Nafnlaus sagði...

Svo má minna á að nefndur Tryggvi og Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, komust að þeirri niðurstöðu í skýrslu sem þeir unnu fyrir olíufélögin að:

„[ekki væri] með nokkru móti hægt að draga þá ályktun að háttsemi olíufélaganna á árabilinu 1998 til 2002 hafi leitt til minni samkeppni og aukinnar álagningar ...“

Enn fremur segja þeir að mat Samkeppnisstofnunar
„á meintum ávinningi Skeljungs hf. [...] sé algjörlega órökstutt og að líkur séu á að hækkun framlegðar sem lögð er til grundvallar eigi sér aðrar og eðlilegar skýringar ...“

Nafnlaus sagði...

Hvernig líður Spánverjum núna með Evruna??

Eru þeir ekki alveg í Samba-stuði yfir því, hvernig komið er fyrir þeim??

HVernig er líðan Pundsins og atvinnumarkaðarins í Englandi?

Hvernig hafa Svíar það með sína framleiðslu og útflutnign, meðallt bundið við Evru?

Þið ættuð að skammast ykkur fyrir að segja þjóðinni að það sé ,,fix Trix" að ganga inn í Kalmarsambandið hið nýja.

Hvurn andsk. er frakkinn að flakka til Íralnds?? ER ahnn að undirbúa aðrar kosningar, vegna þess, að síðustu voru ekki að vilja ESB?????

Hvað um lýuðræðið? Hví er ekki kosið um aðild eða slit, á fjögura ára fresti í ESB?

BAra ef eitthvað er fellt, sem Kerfið vill að verði. Þá á að kjósa út í það óendanlega.

Skítapakk.

Miðbæjarúihaldið
AF fornum rótum íslenskum og STOLTUR af því

Nafnlaus sagði...

Þessi "úihald" hlýtur að vera plat. Uppspuni þeirra sem vilja ganga til aðildarviðræðna til að koma höggi á andstæðinga ESB með því að gefa þá mynd af þeim að einkum illa gefnir kverúlantar séu á móti evru/ESB.

Nafnlaus sagði...

Þú átt við að 2 hagfræðingar séu ósammála. Varla er það í fyrsta skipti.

Nafnlaus sagði...

Heldur þessi sem er að spyrja um hvernig spánverjum lýði með Evruna að þeim liði eitthvað betur ef þeir hefðu áfram sína gömlu mynnt og hægt væri að fella hana eftir þörfum.
Jú stjórnvöldum liði betur en almenningur þyrfti að blæða meða með minnkandi kaupmátt

Nafnlaus sagði...

Ég man vel eftir því hvað Davíð var hneykslaður af þeirri upphæð sem kostnaður af væri mikill. (Þetta var lægri upphæð en hagnaður Baugs af sölu af sínum hlut í Arcadia) Peningunum væri nú betur varið í eitthvað annað en þessa vitleysu. En þetta var einungis kostnaður ríkissjóðs en ekki tekið tillit til þess ávinnings sem fólk og fyrirtæki myndu hagnast af aðild. Það var að mig minnir nefnd á vegum Halldórs Ásgrimssonar sem að reyndi að finna það út.

kv

Helgi Njálsson