Björn Bjarnason er hróðugur á heimasíðu sinni þegar hann vekur athygli á því að Barack Obama hafi “sniðgengið” Brussel “höfuðborg Evrópusambandsins” í Evrópu heimsókn sinni.
Væntanlega er þetta sneið til Evrópusinna; les: ESB skiptir ekki máli.
Ef þetta er rétt túlkun hjá mér er þetta mikill misskilningur hjá Birni. Að mínu mati er þetta vatn á myllu okkar hógværu íslensku Evrópusinnanna því þetta undirstrikar að Evrópusambandið er bandalag 27 fullvalda þjóðríkja.
Barrack Obama hefur ekkert erindi til Brussel því þótt Bandaríkjamenn hafi margoft auglýst eftir því að einn maður svari í símann í Evrópu er það ekki raunin. Guði sé lof!
Á Íslandi er því enn þann dag í dag haldið fram að Ísland tapi fullveldi sínu við að ganga í Evrópusambandið. Þetta er makalaus málflutningur: telur Björn Bjarnason, til dæmis, að Þýskaland eða Malta, Frakkland eða Kýpur, Bretland eða Danmörk séu ekki fullvalda ríki?
Barack Obama veit sem er að Evrópusambandið er bandalag 27 fullvalda ríkja, en það er ekkert eitt símanúmer í Evrópu og verður vonandi ekki. Samvinna ríkjanna í utanríkismálum er að mörgu leyti til fyrirmyndar, til dæmis í umhverfismálum og þróunaraðstoð. Hún mætti reyndar vera meiri en hún er nákvæmlega þetta: SAMVINNA í tilteknum málaflokkum sem ríkjunum hugnast, en ekki ríkjaheild. Fullveldi jú deilt með öðrum þar sem það hentar; annars staðar ekki.
Kjósendur á Írlandi undirstrikuðu það með því að hafna Lissabon-samkomulaginu og það gerir gott Evrópusamband enn betra. Þeir höfnuðu því að minnka áhrif smáríkja og þeir vildu ekki að Evrópa talaði einni röddu í stóru sem smáu og kæmi fram sem ein heild útávið.
Við Íslendingar þurfum einmitt að hugsa Evrópu-hugsun okkar upp á nýtt, rétt eins og hugmyndir okkar um iðnvæðingu og umhverfismál. Enginn er eyland – ekki einu sinni Íslendingar- við erum hluti af umhverfi okkar og umheiminum og við verðum að nota þau spil sem við höfum á hendi eins vel og við getum.
Hvorki Evrópusambandsaðild né bygging álvera er í eðli sínu nein töfralausn. Við þurfum að halda haus og taka það besta sem boðið er upp á – óháð ofstæki annars vegar einangrunarsinna á borð við Björn, Davíð Oddsson, Árna Johnsen og Ögmund Jónasson og hins vegar federalista og umhverfisfasista hér heima og á meginlandi Evrópu.
Við getum nefnilega mótað okkar eigin framtíð.
föstudagur, 25. júlí 2008
Evrópa er ekki eitt símanúmer
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
,,....Bandaríkjamenn hafi margoft auglýst eftir því að einn maður svari í símann í Evrópu ..."
Árni, Björn heldur að þetta sé eins og þeir sjálfstæðismenn voru með þetta í Vahöll þegar mágur þinn var þar !
Einn Davíð talaði fyrir alla !
Kveðja
JR
Hvur er mágur EU lobbýistans ÁS!!!?
Umhverfisfasistar?
Eru það hugsjónabræður og -systur þeirra sem vildu t.d. sökkva Laxáral í S-Þing. á 8. áratugnum? Þeir sem vilja virkja hvað sem það kostar og án þess að vita í hvaða "geimi" þeir eru?
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1231337
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1231402
Rómverji
Skrifa ummæli