Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands verður viðstaddur lokahátíð Ólympíuleikanna. Forsetaembættið beitti hins vegar miklum þrýstingi til að forsetanum yrði boðið á opnunarhátíðina – sem þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir sniðgengið.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamála – og þar með íþróttamálaráðherra hafði hins vegar þegar þegið boð á opnunarhátíðina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hafði áður sagt opinberlega að ef einhver ráðamaður færi yrði það íþróttamálaráðherrann.
Ólafur Ragnar sætti sig hins vegar ekki við það en varð um síðir að láta sér lynda að sækja einungis lokahátíðina. Íslenska ríkið mun því borga undir tvo fulltrúa landsins, að ógleymdu fylgdarliði.
Forsetaembættið vildi ekki svara því áður en framboðsfrestur fyrir forsetakosningar, rann út í vor, hvort Ólafur Ragnar myndi sækja opnunarhátíðina.
Í tilkynningu forsetaembættisins segir að hann verði í boði Hu Jintao, forseta Kína. Hann vann sig upp í kínverska kommúnistaflokknum með því að hafa yfirumsjón með kúgun kínverskra kommúnista í Tíbet.
Ástandið í Tíbet er einmitt ástæðan fyrir því að leiðtogar á borð við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sniðganga leikana. Íslenskir ráðamenn hins vegar hópast þangað og forsetinn nú á leið þangað í þriðja skipti á afar skömmum tíma.
Í síðustu heimsókn Ólafs til Hu Jintao bar fréttatilkynningum embætta þeirra nánast ekki saman um neitt um efni funda þeirra, að því þó undanskildu að ekki hafi verið rætt um mannréttindamál.
miðvikudagur, 23. júlí 2008
Forsetinn vildi á opnunina
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Takk fyrir þessar upplýsingar Árni.
Ég held að forsetinn hafi endanlega sagt skilið við þjóðina með því að þrýsta á um boð á ólympíuleikana.
Þetta er með ólíkindum smekklaust og ógeðfellt í alla staði.
Svo ekki sé meira sagt.
Mannréttindi, aukin þróunarsamvinna og áhersla á friðsamlega úrlausn deilumála verða nýir hornsteinar í íslenskri utanríkisstefnu.
(Úr stefnuyfirlýsingu við myndun núverandi ríkisstjórnar.)
Enda eru mannréttindi afstæð eins og forveri ÓRG orðaði það svo skemmtilega.
Er ekki kominn tími á að þessi þjóð sýni hvað forseti Íslands eigi að gera og hvað hann eigi EKKI að gera? Hvenær byrjum við og hver byrjar?
Íþróttir og pólitík eiga ekki saman. Ólafur er ekki pólitískt kjörinn og því er ekki hægt að tengja för hans við pólitík. Þorgerður Katrín er aftur pólitíkus. Það er því full ástæða til að gagnrýna hana.
Annars finnst mér þetta bara vera gagnrýni fólks sem hefði gefið allt fyrir að fá vera á Olympíuleikunum.
Skrifa ummæli