þriðjudagur, 22. júlí 2008

Forsetinn móðgar ráðherra

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra var spurði í Kastljósi í vor um þátttöku Íslands á Ólympíuleikunum. Hún svaraði efnislega:
1.) að ekki stæði til að utanríkisráðherra færi á Ólympíuleikana.
2.) að ekki hefði verið tekin afstaða hvort íslenskir ráðamenn sæktu ÓL í Peking.
3.) að ekki hafi tíðkast að íslenskir ráðamenn sæki ÓL.
4.) að "ef einhver fer þá verður það ráðherra íþróttamála."

Annað hvort er Ólafur Ragnar Grímsson ekki íslenskur ráðamaður eða að hann er ráðherra íþróttamála.

Ólafur Ragnar gefur með þessu fullkomin skít í ríkisstjórn Íslands og utanríkisráðherrann sérstaklega.

Það er hápólitískt mál að sækja Ólympíuleikana við þessar aðstæður enda hefur ekki "tíðkast að íslenskir ráðamenn sæki ÓL" eins og Ingibjörg Sólrún benti á.

Hafði forsetinn samráð við ríkisstjórnina þegar hann tók þessa ákvörðun? Eða rekur hann sína eigin utanríkispólitík án samráðs við til þess bæra kjörna fulltrúa þjóðarinnar?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Án þess að hafa sérstaklega nennt að slá því upp er ég nokkuð viss um að íslenskir ráðherrar hafi mætt á velflesta Ólympíuleika frá 1984. Reyndar hafa menn oft slegið tvær flugur í einu höggi og sent ráðherra sem jafnframt eru íþróttaáhugamenn (einkum þegar handboltalandsliðið hefur verið á svæðinu.)

Þannig hefur Þorgerður Katrín verið dugleg að mæta á stórmót sem ráðherra íþróttamála. Sú var tíðin að Matthías Á. Matthiesen var sendur á slík mót - einmitt þegar sonurinn Þorgils Óttar var á línunni.

Nafnlaus sagði...

Ég man eftir íslenskum ráðherrum á þessum leikum.
Hins vegar eru þessir ólympíuleikar haldnir í ríki þar sem lýðræði og mannréttindi eru fótum troðin.
Forsetanum er auðvitað skítsama um það. Það lýsir honum vel að hann skuli ætla að halda til Kína.
Þetta ógeðslega Kínverjadekur heldur áfram. Eru menn búnir að gleyma Falun-Gong?
Þá voru það sjálfstæðismennirnir sem sleiktu sig upp við Kínverjana.
Nú fetar gamli alþýðuvinurinn í sömu slóð.
Hvað ætli Ingibjörg Sólrún og samfylkingin segi? Nógu mikið æstu þau sig yfir Falun Gong.
Þetta er verulega ógeðfellt allt saman en í samræmi við annað tengt forsetanum.

Nafnlaus sagði...

"Hafði forsetinn samráð við ríkisstjórnina þegar hann tók þessa ákvörðun? Eða rekur hann sína eigin utanríkispólitík án samráðs við til þess bæra kjörna fulltrúa þjóðarinnar?"

Hver kaus ISG sem utanríkisráðherra? Eða aðra meðlimi ríkisstjórnarinnar ef því er að skipta? Forsetinn er eini handhafi framkvæmdarvalds í íslenskri stjórnskipan sem kosinn er af þjóðinni í beinni kosningu. Aðrir sitja fyrir náð og miskun meirihluta Alþingis. Ingibjörg hefði ef til vill átt að verða sér út um þingsályktun ef ætlun hennar var að banna Ólafi að fara.

Nafnlaus sagði...

Forsetinn gerir það sem honum sínist greinilega, hvort sem það er að snæða humar með dæmdum glæpakvendum... eða gefa skít í ríkissttjónina með því að fara á ÓL í Kína....

Leggja niður forsetaembættið!!! allavega skera kostnað niður !

Forsetinn er bara í daglegu partíi á okkar kostnað... hvaða rugl er það?

Nafnlaus sagði...

Það er langt síðan Þorgerður Katrín lýsti því yfir að hún ætlaði á OL. Hún talaði einmitt um að aðskilja íþróttir og pólitík (sem er reyndar soldið undarlegt af henni að segja þar sem hún fer út sem pólitíkus).

Nafnlaus sagði...

Þorgerður Katrín lýsti því yfir 4. apríl að hún ætlaði til Peking. Þetta sagði hún á þingi þann dag:

"Það er ljóst í mínum huga að við erum að fara til að sýna okkar íþróttamönnum samstöðu."

Ef forsetinn myndi ákveða að mæta EKKI vegna stefnu Kínverja - ÞÁ væri hann að móðga ráðherra.

Nú er hann eingöngu að fylgja eftir þeirri línu sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur gefið.

Nafnlaus sagði...

Ég leyfi mér að efast stórlega um að hægt sé að kalla forsetan "handhafa framkvæmdavalds".
Ég held að hann hafi ekki neitt framkvæmdavald samkvæmt ísl. stjórnskipan.