miðvikudagur, 16. júlí 2008

ESB andstaða vegna veðurs

Nú í dag fagna ég því að það eru nákvæmlega þrjár vikur upp á dag síðan framkvæmdum á móður allra sólbaðssvalna á íbúð minni við Feneyja-stræti í Brussel lauk.
Jafnframt fagna ég því að nú hefur rignt í nákvæmlega þrjár vikur upp á dag hér í borg, jafnt á sólbaðssvölum mínum sem annars staðar.
Hér koma tíu lög um rigningu, ef eyjarskeggjar hafa fleiri tillögur um lög fyrir mig til að syngja í rigningunni þá eru allar tillögur til að bæta geð guma hér í borg vel þegnar.
Hvenær fara Evrópusambandssandstæðingar að tala af viti og berjast gegn aðild Íslands vegna þess að Brussel er rigningarbæli dauðans?

Hér kemur topp tíu:

1. Eurythmics: Here comes the rain again
2. Trúbrot: Hlustaðu á regnið
3. Jarvis Cocker: Heavy weather
4. Bob Dylan: Hard rain´s gonna fall
5. Bob Dylan: Rainy day women
6. Gene Kelly: Singing in the rain
7. Grafík: Mér finnst rigningin góð.
8. The Commitments: I can´t stand the rain
9. Bítlarnir: Rain
10. Nick Cave and the Bad seeds: Ain´t gonna rain anymore

Nokkur til viðbótar:

Supertramp: It's raining again
Deep Purple: One more rainy day
Prince: Purple Rain
Creedence Clearwater Revival:Who Will Stop the Rain
Creedence Clearwater Revival:Have You Ever Seen the Rain.
Weather Girls: It´s raining man
Tom Waits: Rain dogs
Uriah heep: Rain
Travis: Why does it always rain on me?
Kinks: A Rainy Day in June
BJ Thomas: Raindrops Keep Falling on My Head
Move: Flowers in the rain
Electric Light Orchestra: Rain is Falling
Electric Light Orchestra: "Concerto for a Rainy Day".
Engilbert Humperdinck: Raindrops keep falling on my head

og á öðrum nótum: Albert Hammond: It never rains in southern California

PS Ég held að það sé hellirigning alla daga í helvíti og þar spili menn rigningarlög með ELO og Supertramp.

15 ummæli:

Örn Úlfar sagði...

It's raining again vantar þarna. Er ekki Supertramp þín uppáhalds hljómsveit?

Nafnlaus sagði...

Deep Purple: On more rainy day

http://www.mp3lyrics.org/d/deep-purple/one-more-rainy-day/

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Átti að vara "One" more ....

Nafnlaus sagði...

Ég sakna sárlega Purple Rain með Prince á þessum lista. Svo má ekki gleyma tveimur góðum Creedence-lögum: Who Will Stop the Rain og Have You Ever Seen the Rain.

Unknown sagði...

Já það vantar líka "it's raining men" með Weather Girls.

Of gay kannski ?

Nafnlaus sagði...

Nei takk ekkert með Supertramp!! En Purple rain og að sjálfsögðu Creedence clearwater og diskólagið með veðurpíunum. Deep purple lagið þekki ég ekki. Takk, kv. Árni

Nafnlaus sagði...

Kinks: A Rainy Day in June
BJ Thomas: Raindrops Keep Falling on My Head

Nafnlaus sagði...

Hér má ekki gleyma Electric Light Orchestra, t.d. Rain is Falling og heilli hlið á vínyl-útgáfu Out of the Blue, fjórum lögum sem saman eru kölluð "Concerto for a Rainy Day". Flowers in the Rain með the Move er líka fallegt lag á blautum degi.

Nafnlaus sagði...

Raindrops Keep Falling On My Head söng Engilbert Humperdink, vammó lag en nafn söngvarans er meistarastykki. Einhver söng það svo á Íslensku undir heitinu Regndropar falla við hvert fet, ef ég man rétt.

Og auðvitað er það rétt hjá þér að það er óþarfi fyrir jafn veðursælan stað og Íslands að tengjast einhverju rigningarbæli.

Nafnlaus sagði...

Skil ekki þessa andúð þína á Supertramp. Ég er með lagið School í I-Podinum mínum og finnst það stórgott.

Nafnlaus sagði...

Hvenær munu íslenskir ESB sinnar segja eitthvað af viti? Hafa þeir ekkert nema 5-aura brandara fram að færa? Af hverju byggja þeir málflutning sinn ekki á rökum? Hafa þeir engin?

Nafnlaus sagði...

Ef ekki til skemmtunar þá til fróleiks. On more rainy day, Deep Purple:

http://www.youtube.com/watch?v=9DrH7tJOrFI

Nafnlaus sagði...

Þú lýsir helvíti sem indælum stað.

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist ekki þurfa langar ræður til, að sýn afram á, að það eru drottinssvik, að vilja inn í hið nýja Kalmarsamband.

Það tók okkur mjög langan tíma ða komast undan því og hefðum við ekki verið svo heppnir að lenda hjá Danakóngi, værum við líkleg enn þarna.

Þið ESB sinnar eruð á hröðu undanhaldi á flestum stöðum á Nl-öndum, nema hér.

Hér er sagt,a ð allt sé Krónu okkar að kenna, í Svíþjóð er talað um ,að samdrátturinn og sölur fyrrum stolts Svía VOLVO og SAAB Scania, með rekord atvinnuleysi og bjargarleysi almennu, sé ESB aðild að kenna en NÚ er ekki hægt að endurtaka kosningar um aðild, eins og ætíð er gert til að koma ríkjum INN í Krataflórinn.

Danir eru ekki par hrifnir, ne´Írar.

Svo hef ég talað við allmarga Þjóðverja, sem glaðir vildu taka upp sinn fyrri gjaldmiðil og ráða meiru um sín fjármál og ekki þurfa sífellt að borga með auðnuleysingjum víðast annarstaðar, landbúnaðarsukki við Miðjarðarhafið ogsvo frv.

Nei minn kæri.

Þjóðhollir menn vilja ekki inn í Kalmarsambandið, það reddar önvu, nema væri súpudisk fyrir örfáa byroKrata.

Miðbæjaríhaldið

Nafnlaus sagði...

Þú gleymdir aðalmálinu, kauðinn þinn :)

Garbage - I´m only Happy When it Rains

Mbk, Sveinn K