fimmtudagur, 17. júlí 2008

Enginn vill EES - nema Björn

Ólíkt hafast þeir að hægrimaðurinn Carl Bildt og hægrimaðurinn Björn Bjarnason. Bildt sem var forsætisráðherra Svía þegar þeir gengu í ESB hefur lagt allt í sölurnar til þess að Svíþjóð geti mótað eigin framtíð. Björn Bjarnason leggur allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir að Ísland geti mótað eigin framtíð.

Þegar Finnar og Svíar gengu í Evrópusambandið voru helstu röksemdir stjórnmálamanna að það væri óásættanlegt fyrir þessi ríki að hafa engin áhrif á þá lagasetningu sem gilti á innri markaðnum. Þótt markaðsaðgangur væri mikilvægur væri það út í hött að sitja ekki við borðið þar sem ákvarðanir væru teknar sem hvort sem er myndu gilda í Svíþjóð og Finnlandi. Betra væri að deila fullveldi með öðrum þjóðum en að afsala sér því tili annara ríkja.

Svíar ákváðu hins vegar að taka ekki upp Evruna. Með því að taka hana upp án þess að ganga í Myntbandalag Evrópu, eykst enn sá hluti fullveldis Íslands sem framseldur er erlendum aðilum. Öll stjórn peningmála flyttst til Frankfurt – og þar mun enginn Íslendingur tala máli Íslands. Fullveldið skerðist enn frekar.

Ekkert ríki í Evrópu að Íslandi og Lichtenstein undanskildum hefur nokkru sinni talið hagsmunum sínum best borgið á evrópska efnahagssvæðinu. Frá því að Svíar og Finnar (og Norðmenn á þeim tíma) komust að þeirri niðurstöðu að samningurinn hentaði ekki fullvalda ríkjum, hafa alls fimmtán þjóðir gengið í Evrópusambandið.

Í sumum þessara ríkja hefur aðild verið mjög umdeild en enginn hefur nefnt EES samninginn sem valkost. Tyrkir brugðust ókvæða við þegar sá möguleiki var nefndur í þeirra eyru. Hvers vegna ætti nokkur þjóð að vilja fremur að taka upp stærstan hluta löggjafar ESB með ýmsum ókostum (td. skrifræði) án þess að njóta kostanna?

Í sumum Evrópuríkjum hefur aðildin að ESB verið nokkuð umdeild, þó alls staðar sé mikill meirihluti ánægður með aðild, þar á meðal á Írlandi. En ekki einu sinni “Eurosceptics” í breska íhaldsflokknum hafa nefnt EES samninginn sem valkost.

Bæði Björn Bjarnason og Davíð Oddsson voru í kringum 1990 tilbúnir að skoða ESB aðild. Til þess að skilja það sem síðan gerðist stoðar lítt að leita á náðir stjórnmálafræði til að finna lógík. Nær er að líta til sálfræðinnar eða einfaldlega að mannlegs eðlis. Svo virðist sem skýringanna sé miklu frekar að leita í sálarlífi alvalds leiðtoga Sjálfstæðismanna Davíðs Oddssonar og meðvirkra undirsáta. Andúðin á Jóni Baldvin réði alveg áreiðanlega miklu um að Davíð festist í feni eigin fordóma rétt eins og andúðin á Jóni Ásgeir leiddi flokkinn á glapstigu í Baugsmálinu.

Allir sem einhvern tímann hafa þurft að taka erfiðar ákvarðanir í lífi sínu hljóta að hafa samúð með Sjálfstæðismönnum. Það er mjög erfitt að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér og að maður hafi gert mistök.

Ég hef áður sagt það að hafi Sjálfstæðismenn hjarta, hljóta þeir að taka sönsum því það er ekki hægt að horfa upp á gjaldþrot þúsunda einstaklinga vegna okurvaxtanna sem þjóna einungis erlendum krónu-bréfa fjárfestum.

Hafi þeir heila hljóta þeir að viðurkenna að Evra verður ekki tekin upp á annan hátt með aðild að Evrópusambandinu og það er hvort sem er verk sem aðeins á eftir að reka smiðshöggið á.

Því lengur sem Sjálfstæðismenn draga þessa ákvörðun því meiri líkur eru á hruni íslensks efnahags, klofning Sjálfstæðisflokksins og að Samfylkingin taki stöðu hans sem helsta stjórnmálaafl Íslands.

Það væri of dýru verði keypt.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni,

Davíð Oddsson (og hirðmenn hans) hefur reynst íslensku þjóðinn dýr:

- Færði fiskimiðin ókeypis í hendur útgerðarinnar.

- Færði einkavinum ýmisar eigur almennings á silfurfati, til dæmis Landsbanka og Búnaðarbanka.

- Stór fyrir stórkostlegum náttúrspjöllum á Austurlandi til að niðurgreiða raforku til erlends risafyrirtækis.

- Eyðilagði íslensku krónuna.

- Stóð í vegi fyrir að heilbrigð umræða um kosti og galla aðildar að ESB ætti sér stað.

Bestu kveðjur,

Sveinn

Nafnlaus sagði...

En það er enginn að tala um að taka evruna upp án þess að ganga í Myntbandalag Evrópu - það er ekki mikið mark takandi á manni sem skrifar svona steypu.

Nafnlaus sagði...

"dugleysi, hik og hálfkák [...]."

Og ábyrgaðarleysi.

http://visir.is/article/20080717/SKODANIR04/494800144/-1/SKODANIR

Rómverji

Nafnlaus sagði...

ÞAð er gersamlega á hreinu, að ef kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins legðu til að við gegnum í ESB ættu þeir að segja af sér öllum störfum fyrir Flokkinn og hundskast eitthvert, sem hæfði þeim, svo sem Krataflokk einhvern.

Bakbein Flokksins eru ÞJÓÐHOLLIR MENN en ekki undirlægjur erklends valds og tilskipana.

Miðbæjaríhaldið

Íslandi allt
Kjörorð Ungmennafélagana

Nafnlaus sagði...

sjálfstæðisflokkurinn er fyrst of fremst þjóðernisflokkur af gamla skólanum, sem er á móti breytingum þar sem þ.ær veikja völd hans.

Það er hefur alla tíð skipt sjálfstæðismenn miklu máli hvaðan hugmyndir eru komnar. Aðeins góðar hugmyndir koma frá þeim. Því verða EU sinnar að koma því þannig fyrir að það sé hugmynd sjalfstæðismanna að ganga í EU !