Ég legg ekki í vana minn að blogga eftir miðnætti en þar sem ræturnar liggja hjá the "midnight rider", háttvirtum iðnaðarráðherra, læt ég þetta flakka. Af hverju í ósköpunum þurfti að drepa þessa hvíbirni sem tóku á land á Íslandi? Af hverju drepum við alla þessa hvali? Og af hverju þykir mesta karlmennska á Íslandi felast í því að skjóta fugla sem eru nánast blindir og heyrnarlausir og þar að auki bjánalega varnarlausir í felulitum sem aldrei virðast vera í samræmi við árstíma?
Kíkjum á frásögn dr. Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi umhverfisráðherra um rannsóknir sínar á komum hvítbjarna til Íslands frá því land byggðist. Þar segir: í pistli skrifuðum a la Miles Davis í "Round about midnight":
"Án þess að hafa haft fyrir því að fara aftur í möppurnar mínar man ég í skjótri svipan eftir einni heimild þar sem hvítabjörn var talinn hafa drepið mann, óljósri munnmælasögu sem engar heimildir voru um í annálum um að björn hafi eytt heimili í grennd við Siglufjörð, og einni frásögn þar sem hvítabjörn á sundi lagði hramminn upp í bát."
Sagt er að af hvítabirninum hafi stafað "bráð hætta" eftir að honum var stökkt á flóttann til hafs.
Hverjum stafaði hætta af honum? Fiskunum í sjónum?
Spyr sá sem ekki veit, jafnvel þótt það sé "in the midnight hour"
miðvikudagur, 18. júní 2008
Er nauðsyn að skjóta þá?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ekki að ég sé sérfræðingur í þessu málum en er ekki líklegt að ef hann hefði farið í sjóinn hefði hann hugsanlega komið á öðrum stað á land og enginn vitað hvar? Bragðað sér á svo sem 1-2 túristum?
Liggur það ekki í augum uppi að það var sú ógn sem af honum stefjaði?
Góðar og þarfar athugasemdir Árni
kveðja Karen
Skrifa ummæli