laugardagur, 21. júní 2008

Ég er plebbi

Ég horfi á fótbolta öll kvöld. Stundum fer ég á knæpur og sötra bjór, stundum er ég heima. Og á mánudag tek ég mér frí frá fótboltanum og fer að sjá Bruce Springsteen í Antwerpen. Það sem verra er, ég mun örugglega syngja kröftuglega með, taka stöku Luft-gítar sóló og verða mér almennt til skammar. Ég er plebbi og er stoltur af því.

1 ummæli:

Linda Blöndal sagði...

Ha ha, þú toppar ekki ungfrú Blöndal á Whitesnake tónleikum í Höllinni - Plebbaframmistaða á heimsmælikvarða! Það átti enginn í ljóshærða rokkarann það kvöldið. Stolt? Já.