laugardagur, 14. júní 2008

Konungurinn er dauður, lifi konungurinn!

Hollendingar hafa náð þeim ótrúlega árangri að gersigra liðin sem léku til úrslita á HM fyrir tveimur árum og skora 7 mörk gegn aðeins einu. Og það gegn ítölsku og frönsku varnarhundunum. Vel af sér vikið, til hamingju Holland.

Hollendingar voru þó heppnr í báðum leikjum. Skoruðu ólöglegt mark gegn Ítölum og Frakkar spiluðu þá sundur og saman á köflum í fyrri hálfleik. Að mínu mati var það meistaralegt þegar van Basten tók út af afturliggjandi miðjumenn og setti Robben inn á. Það var engin þörf fyrir afturliggjandi miðjumenn því Frakkar höfðu tvo slíka í Makelele og Toulalan. Robben lék sér svo að Sagnol og Thuram með þeim afleiðingum sem allir sáu.

Frakkar verða nú að yngja upp lið sitt og fyrst og fremst breyta taktíkinni: sigur Hollendinga sýnir að þessi drepleiðinlega leikaðferð að stilla upp tvemur varnartengiliðum gengur ekki upp lengur.

Það gæti verið freistandi fyrir Holland að tapa fyrir Rúmenum og sendi ellismellina heim en svolítið eins og að sparka í liggjandi menn.

Nú er bara að sjá hvort Hollendingar halda haus - en bæði Portúgal og Spánn standa enn í vegi fyrir því að EM titilinn fari til blómalandsins.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð greining hjá þér, Árni. Það getur verið að Frakkar hafi verið betri á köflum, en þegar menn nýta ekki dauðafærin, þá eiga menn ekkert annað en rassskellingu skilið.

Annars hafa Hollendingar átt það til að vera meistarar riðlakeppninnar, en verða síðan örendir þegar að stóru leikjunum kemur. Þeirra og kanttspyrnunnar vegna vona ég að þeim endist kraftur til að ná í úrslitaleikinn.

Nafnlaus sagði...

Vil benda á það að markið gegn Ítölum var hreint ekki ólöglegt, skv. knattspyrnureglum er leikmaður i leik þótt hann sé utan vallar, hafi hann ekki beðið dómara um að fá að yfirgefa völlinn. Ítalinn var aftasti varnarmaður, þar af leiðandi var Hollendingurinn ekki rangstæður, markið þ.a.l. löglegt.

Nafnlaus sagði...

báðir leikirnir fara jafntefli. frakkar og ítalir skora ekki mark og rúmenía lufsast í gegn.

ekkert england.
ekkert frakkland.
engin ítalía.
og engir fyrrv. em meistarar -grikkir.

ætli tékkar vinni þetta ekki bara.

arnar

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni.
Það væri gaman að sjá fyrrum meistarann Marco van Basten skila titli aftur til Hollands. Hann hefur byggt upp góða stemmingu og fjölskylduvæna, á meðal (vonandi fyrrum) prímadonnanna í liði Hollands.

Kv.
Sveinbjörn