Leikur Frakka og Hollendinga á morgun verður sannkallaður risaslagur. Frakkar verða helst að vinna en lið þeirra var lélegt og drepleiðinlegt í sínum fyrsta leik. Mikil óánægja kraumar undir með störf Domenech þjálfara. Nokkrir leikmenn á borð við Sagnol, Malouda og Abidal voru mjög slakir. Bakverðirnir fóru varla fram yfir miðju og engu líkara en kantmönnunum væri bannað að fara framhjá andstæðingum sínum.
Og þegar lið hefur ekki einn heldur tvo Makelele á miðri miðjunni er ekki nema von að lítið komi út úr sóknarleiknum.
Loks var Anelka skipað að vera fyrir aftan Benzema en báðir áttu von á annari hlutverkaskipan.
Henry var sagður meiddur á rasskinn (!!!!) og ekki getur hann í slíku ástandi setið á bekknum.
Ef Domenech hristir upp mannskapinn geta Frakkar alveg unnið Hollendinga. Lykillinn að því er að skipta út nokkrum leikmönnum og leyfa Ribery að leika frjálst hlutverk. Ég legg til þrjár breytingar á franska liðinu (Sagnol hangir inni því Bacara Sagna hjá Arsenal var ekki valinn í hópinn). Vieira hefur víst ekki náð sér af meiðslum og virðist svo sem heldur ekki líklegur til afreka. Diarra hjá Portsmouth er maður framtíðarinnar.
Hins vegar skiptir mestu fyrir Frakka að Franck Ribery fái að leika lausum hala en sé ekki niðurnjörfaður á hægri kanti.
Einn möguleiki væri raunar að setja Diarra í hægri bakvörð og láta Ribery inn á miðjuna sem leikstjórnanda. Gouvu hjá Lyon kæmi þá inn sem kantmaður. Domenech er hins vegar svo varnarlega sinnaður að ef hann vildi gefa Ribery þetta tækifæri myndi hann frekar fórna öðrum senternum.
Svona legg ég til að franska liðið verði skipað.
1. Coupet 2.Sagnol 3. Evra 4. Thuram 5. Gallas 6.Makelele 7. Diarra 8. Ribery 9.Henry 10. Benzema 11. Nasri
miðvikudagur, 11. júní 2008
Örfá góð ráð fyrir Frakka
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þetta er nú bara tittlingaskítur, Árni minn, en sú innsláttarvilla pirrar mig í hvert sinn sem ég les pistlana þína að þú segist vera fulltrúi fyrir engaNN nema sjálfan þig. Taktu nú endilega út annað N-ið. En ég er alveg hjartanlega sammála þér um hvernig ætti að skipa franska liðið!
Takk Illugi, hafði ekki tekið eftir þessu en hef nú leiðrétt þetta snarlega! kv. Árni
Skrifa ummæli