þriðjudagur, 3. júní 2008

Opið bréf til Þórhalls Gunnarssonar

Sæll félagi, leiðinlegt hvernig þú tekur þessum skoðanaágreiningi okkar. Er ekki einfaldast að við birtum samskipti okkar á tölvupósti þannig að fólk geti lagt sjálfstætt mat á málið? Ég átta mig vel á þvi að sjaldan veldur einn þegar tveir deila en ef við birtum þetta getur almenningur lagt mat á málið. Stundum finnst mér þú gleyma því að þú vinnur ekki lengur hjá einkafyrirtæki eins og við gerðum saman í gamla daga. Mér dettur ekki í hug að birta þetta nema með þínu samþykki. Hins vegar tek ég það fram að vegna þess að ég veit að þú átt það til að hafa ekki tíma til að svara tölvupósti og skilaboðum, mun ég líta svo á að þögn sé sama og samþykk hafi mér ekki borist svar annað kvöld. Þekkjandi þig vinur veit ég að mesta fýlan verður farin úr þér eftr c.a. tuttugu ár. Bið að heilsa bestu kveðjur Árni

18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sá myndina í gær á visi.is. Hefur verið rannsakað hvaða áhrif afnám vistabandsins hafði á íslendinga? Við íslendingar höfum svo mikla sérstöðu. Hvaða áhrif hefði td. afnám kvótakerfisins? Það má ætla að ESB krefðist afnám þess.

Nafnlaus sagði...

Ég hef séð þessa mynd og hún var mjög vel gerð og áhugaverð. Ég er sjálfur fylgjandi því að ganga í ESB þar sem ég hef kynnt mér og metið kosti og galla, en ég get ekki tekið undir það að það eigi að sýna þessa mynd á RÚV.

Þessi mynd er áróðursmynd hagsmunasamtaka sem hafa opinberlega lýst yfir þeirri skoðun að ganga eigi í ESB. Svoleiðis myndir á ekki að sýna á RÚV nema í sagnfræðilegum tilgangi.

Internetið er mun betri staður til að sýna þessa mynd og þú nærð athygli fólks á þeim tíma sem því hentar. Mig grunar þó að þessi fréttaflutningur af neitun Þórhalls og öll lætin sem núna eru að byrja séu eingöngu gerð til að vekja forvitni fólks þannig að það horfir á myndina. Það er að virka en mér finnst það ekki fagmannalegt.

Nafnlaus sagði...

Rosalega hef ég misst mikið álit á þér Árni.

Nafnlaus sagði...

Þórhallur stóð fyrir skömmu og hélt ræðu fyrir framan hagsmunasamtök auglýsenda og af miklu yfirlæti sem hann er reyndar þekktur fyrir sagði að meðan hann væri yfirmaður á rúv mundi engin markaðsstjóri veita verðlaun í kostuðum þætti hjá þeim.2 vikum síðar stóð markaðsstjóri Sparisjóðana og veitti verðlaun fyrirhönd kostanda verðlaun í Söngvakeppni framhaldsskólanaí beinni útsendingu.Þórhallur er alræmdur fyrir stór orð og hótanir og ætti að tileinka sér örlitla auðmýkt og lítillæti.Því hann er á góðri leið með að verða algjörlega óþolandi.

Nafnlaus sagði...

Þórhallur virðist vera sjálfskipaður ritskoðandi íslensku þjóðarinnar. Það veldur mér áhyggjum að sú ritskoðun sé í höndum þröngsýns tækifærissinna sem með hroka og yfirlæti hafnar því sem þjóðin að hans mati hefur ekki áhuga eða gott af að horfa á. Spurning er hvort skattgreiðendur sem eru neyddir eru til að borga launin hans með afnotagjöldum mánaðarlega kæri sig um það!

Nafnlaus sagði...

Flestar heimildamyndir eru gagnrynisverdar hljoti tær styrk af hlutlægum stofnunum. Sem lidur i godri frettamennsku hefdur tu att ad sja tetta fyrir. Gagnryni Thorhalls er rettmæt ad minu mati. Eg hef sed myndina, hun var ad miklu leiti mjog vel unnin og tvi var tad sorglegt at tu akvadst ad taka vid styrknum fra teim.

I stad tess ad kasta ryki i augu almennings og asaka Thorhall um spillingu ættir thu ad lyta i eigin barm Arni og vidurkenna eigin mistok.

Nafnlaus sagði...

Lítillætið er erfitt og fer mönnum misjafnlega vel.Sumir höndla það en aðrir ekki.
Ég get ekki séð að RÚV hafi borið einhver skylda til að kaupa þessa mynd.

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni. Ég verð nú að segja það að þessi skrif þín eru þér ekki sæmandi og hélt ég að þú gætir séð það sjálfur að svona kynningarmyndband, eins og ég kýs að kalla myndina, á ekkert erindi í RÚV. Keypt mynd af hagsmunaaðilum til að koma á framfæri þeirra skoðun á málinu. RUV þarf að verjast allskyns bullukollum, eins og þér, sem vilja koma sér og sýnu á framfæri. Bestu kveður !

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki séð að RÚV hafi borið einhver skylda til að kaupa þessa mynd þetta er bara rugl í Árna s

Nafnlaus sagði...

Æ Árni þú ert snillingur á þinn hátt talar tæpitungulaust og án alls kjaftæðis. Hef alltaf haft trú á hlutleysi þínu í fréttaummfjöllun og öðru þú ert reyndar ekki alveg hlutlaus í þessu máli um það hvort ´RÚV eigi að sýna þáttinn þar sem hann er þín smíð. Ég er hins vegar sammála þér með að RÚV ætti að sýna hann og því lýsi ég yfir stuðningi við þig. Mér finnst nefnilega Þórhallur sem ég hef alltaf kunnað vel við orðinn soldið hrokafullur maður undanfarna mánuði. Kannski hefur hann alltaf verið svona en nei hann var það ekki þegar ég hitti hann síðast þá var hann reyndar á stöð 2 og stóð sig með prýði. Eins og hann gerir reyndar ennþá en hann á bara erfitt með að segja nei og koma með einhver falleg rök á móti hann kemur alltaf með eitthvað svo hrokafull svör. Nánast eins og af því bara mér finnst það. Sem er algerlega óþolandi í starfi hjá þjóðinni

Nafnlaus sagði...

Ég kikti á myndina áðan. Þetta er einfaldlega fín mynd. Það er ekkert í henni sem er rangt. Er ekki alltaf verið að tala um að umræðan um EU verði að vera fordómalaus og upplýsandi. Mér finnst þessi mynd vera það. Ég er mikill evrópu sinni og kristnaðist þegar ég var í framhaldsnámi í Danmörku á fyrir 10 árum! Evrópusambandsaðild snýst um jöfn tækifæri fólks og fyrirtækja að keppa á markaði þar sem sömu leikreglur gilda fyrir alla aðila markaðarins. Meðan við erum fyrir utan myntbandalagið þá erum við íslendingar einfaldlega verr settir en restin af evrópu

Nafnlaus sagði...

Ég hvet menn til að kynna sér kostanir Þórhalls.Glitnir kostar alla júróvisjón gleði Rúv alveg frá Laugardagslögunum til keppninar sjálfrar.Svo allt í einu eru Glitnir mjög sjáanlegir í spennuseríu þeirra Mannaveiðar ,tilviljun?Held ekki.Það verður spennandi að fylgjast með hvernig Þórhallur sem enga kostun má sjá að eigin sögn(þvílík hræsni)hvernig hann mun launa Björgúlfi gamla fyrir að borga allt að 250.000.000 fyrir íslensku dagskrágerðina á Rúv(þrátt fyrir 3 miljarði sem Rúv hefur frá þjóðinni og auglýsendum).Hvað hangir á spýtunni því stofnaði ekki björgúlfur sjóð sem allar stöðvarnar gætu sótt í?Væntanlega loforð um strokur í sýnileika og umfjöllun í dagskrárgerð og Kastljósi já gleymum því ekki að Þórhallur er einmitt ritstjóri þar líka.Svona á milli þess sem hann selur auðhringjum æru sína.

Nafnlaus sagði...

Ég skil mjög vel að Evrópusinnar séu ánægðir með þáttinn, enda gerði hann ESB hátt undir höfði en gerði afar lítið ef nokkuð úr ókostunum við inngöngu í sambandið. Ég sem hlakkaði til góðs þáttar sem átti að sýna BÆÐI kosti og galla aðildar. Ég skil vel að Rúv hafi hafnað þættinum.

Nafnlaus sagði...

Hvers vegna ætti RUV ekki að sýna þessa mynd? Horfði á hana á Netinu og í henni koma fram mörg áhugaverð sjónarmið. Ég treysti þjóðinni, þ.e. eigendum Sjónvarpsins, til að dæma efni hennar og mynda sér skoðun á ESB-aðild eður ei. Síðan gætu ESB-andstæðingar gert sína mynd og fengið hana sýnda í sjónvarpi allra landsmanna. Við þurfum engan Þórhall til að segja okkur hvað sé okkur hollt til áhorfs í þessum efnum.

Nafnlaus sagði...

Er heimildarmyndin með íslenskum texta?

Nafnlaus sagði...

Óttalega er þetta nú máttlaust að hafna þessu sem áróðursmynd. Ef svo er skoðun rúv þá væri Rúv í lófa lagið að hafa spjallþátt í lok þessa myndar þar sem andstæðingar ESB hefðu fulla aðkomu.

Annars finnst mér eins og andstæðingar ESB aðildar séu endalaust að vísa til einhverskonar tilfinninga-raka s.s. sjálfstæðismissi án þess að útskýra það svo eitthvað frekar í hverju ósjálfstæði ESB ríkja liggur. Andrés Magnússon sagði í silfrinu um daginn að hann sé "heimastjórnarmaður" hvað sem það nú þýðir - útskýringar fylgdu ekki með. Mér skilst að við tökum nú þegar upp 75% af reglugerðarverki sambandsins þannig að ekki væri stökkið þá svo ýkja stórt. Þess utan las ég skýrsluna sem gefin var út í mars 2007. Þá endanlega sannfærðist ég um að við ættum að ganga inn í ESB. Sú skýrsla, sem var unnin af utanríkisráðuneytinu, fékk nánast enga umfjöllun hjá rúv. Afhverju skyldi það vera?

Nafnlaus sagði...

Samtökin styrktu ekki mynd sem Árni gerði. Samtökin báðu Árna um að gera fyrir sig mynd. Þeir sem vilja ræða málið efnislega hljóta að sjá þann mun.

Nafnlaus sagði...

Sæll Árni, mikið tek ég undir með þér að hræðsla við Sjálfsvinaflokkinn stjórni þessari ákvörðun.
Hlægilegt er að heyra og sjá sjálfstæðismenn blaðra um ókosti þess að ganga í ESB með sífelldum vísunum í tilfinningarök án þess nokkurn tímann að skýra hvern fjandann þeir eigi við. Það missir ekkert ríki sjálfstæði við inngöngu í ESB eða ætla þessir hálfvitar að halda því fram að Frakkland, Þýskaland og aðrar stórþjóðir evrópu séu ekki sjálfstæðar ?.
ESB er fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis og gengur út á að jafna aðgang fyrirtækja og einstaklinga að tækifærum og auðlindum. Það er akkúrat málið sem sjálfstæðismenn VILJA ALLS EKKI.
Þeir vilja ekki undir neinum kringumstæðum missa VALD til að mismunda fólki og dæla peningum og auðlindum landsins til sérútvalinna innanflokksmanna.

Að mínu viti má flokka fólk í tvennt
það sem er fylgjandi því að skoða alvarlega aðild að ESB og taka ákvörðun EFTIR að hafa skoðað hvað það felur í sér (mest kostir)
og svo hinir sem hafa beina fjárhagslega hagsmuni af því að ganga EKKI í ESB og til fjandands með hag alls almennings. Þessir síðastnefndu er alla jafna með vísanir í afsal sjálfstæðis, afsal hins og þessa en vita sjaldnast hvað þeir sjálfir meina þegar gengið er á þá.