miðvikudagur, 11. júní 2008

Sá hlær best sem síðast hlær

  • Það verður ekki annað sagt en að Evrópukeppni landsliða hafi farið mjög vel af stað.
  • Þjóðverjar byrja mjög vel og virðast geysi sterkir, þótt margir hafi látið í ljós efasemdir um miðju varnarinnar. Pólverjar reyndu ekki mjög mikið á miðverðina.
  • Holland er með mjög frambærilegt lið. Staðreyndirnar tala sínu máli 3-0 gegn Ítalíu. Slíkt gera ekki nema bestu lið.
  • Portúgalar voru sannfærandi í sínum fyrsta leik en mótstaðan var ekki mjög mikil.
  • Spánverjar léku við hvern sinn fingur á móti Rússum. Frammistaða Torres, Villa, Xavi og Iniesta var einfaldlega master class í fótbolta.
  • Sagan sýnir hins vegar að fyrsti leikurinn segir ekki alla söguna um framhaldið. Spánverjar voru líka frábærir í fyrstu leikjunum á síðasta HM og munið þið Argentínumenn??
  • Ítalir byrja nánast alltaf illa og Frakkar líka en sækja svo í sig veðrið. Ítalir gerðu þrjú jafntefli og aðeins eitt mark í riðlakeppninni á HM 1982 en urðu síðan Heimsmeistarar. Og leikur Frakka og Svisslendinga á HM fyrir tveimur árum var álíka leiðinlegur og leikur þeirra við Rúmena á mánudag. Álika skemmtilegur og að horfa á málverk þorna, eins og góður vinur minn orðaði það.

Engin ummæli: