Á sama tíma og fylgi við að lagt verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið hefur aldrei mælst meira, minnkar fylgi Samfylkingarinnar umtalsvert. Varla verður önnur ályktun dregin af þessu en að flokkurinn hafi – í bili að minnsta kosti – misst af mikilvægu pólitísku tækifæri.
Sannast sagna hafa ráðherrar flokksins frekar vakið athygli fyrir ferðagleði sína en starfsgleði. Með fullri virðingu fyrir heita vatninu í Djibouti og ráðstefnu um þróun eyja á Karíbahafinu,er hætt við því almenningur hafi meiri áhyggjur af hruni krónunnar, hruni fasteignaverðs og okurvöxtum. Margir hafa óþægilega á tilfinningunni að Samfylkingarráðherrar séu svo ölvaðir af töfrum valdsins að þeir hafi gleymt því hvað þeir standa fyrir.
Aðild Íslands að Evrópusambandinu er brýnari en nokkru sinni fyrr og það er löngu kominn tími til að ráðherrar Samfylkingarinnar hætti ferðafylleríi sínu og taki til við að hrinda vilja næstum sjötíu prósent kjósenda í framkvæmd.
Samfylkingin ætti að hafa byr í seglum í skoðanakönnunum miðað þetta mikla fylgi almennings við málefni sem hún ein flokka hefur barist fyrir.
Hefur framboðið til öryggisráðsins villt formanni flokksins sýn? Er hún sofandi á vaktinni?
Er ekki nær að auka áhrif Íslands á sín eigin málefni með því að ganga í Evrópusambandið en reyna að auka þau út á við með kosningu í Öryggisráðið?
mánudagur, 21. apríl 2008
Sofandi Samfylking
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Fyrir utan að votta þér áframhaldandi stuðning vil ég taka það fram að eingöngu menn eins og þú sem telja upp tíu ástæður fyrir því að þeir séu óhæfir um að gegna háum embættum eru hæfir til að gegna slíkum embættum.
Í annan stað er ég þér sammála um að formaður Samfylkingarinnar sé úti að skíta. Af hégómaskap og snobberíi fyrir hefðum sem eiga sér ekki langa sögu í íslenskum stjórnmálum settist hún sem formaður aðstoðarflokksins í embætti utanríkismála - af því hún hélt að það væri næstflottasta embættið á eftir forsætisráðuneytinu.
Það voru mistök. Fjármálaráðuneytið er næstflottasta ráðuneytið, þar eru alvörutækifæri til að hafa áhrif á framgang góðra eða vondra mála.
Þar fyrir utan þarf mikla trú á eigin giftu til að reisa sér bú á þeim Bermúdaþríhyrningi íslenskra stjórnmála sem utanríkisráðuneytið hefur verið.
Kk, Þráinn Bertelsson
Skrifa ummæli