miðvikudagur, 2. apríl 2008

Fréttamennska á heimsmælikvarða

Afganistan er meðal helstu umræðuefni á leiðtogafundinum í NATO. Innslag Kristins Hrafnssonar í Kompás-þættinum sem sýndur var í gær (sjá: http://www.visir.is/article/20080402/FRETTIR04/80402015) er verðugt innlegg í þá umræðu sem verið hefur hérlendis um þátttöku okkar í því verkefni.

Mér fannst frásögnin af Feribu sem lést í sprengjutilræði við íslenska friðargæsluliða í teppakaupum á Kjúklingastræti vera átakanleg. Ég er ekki ókunnugur málinu því ég fékk á sínum tíma afganskan blaðamann til að taka viðtöl við fjölskylduna og skrifaði grein í Fréttablaðið. En það er mun áhrifameira að sjá fólkið ljóslifandi í sjónvarpi en lesa orð á prenti – þegar tilfinningar eru annars vegar, slær fátt sjónvarpinu við.

Innslög Kristins og félaga hans á Kompás eru kennslubókardæmi um hvernig góð fréttaöflun er á vettvangi erlendis. Hún felst ekki í því að feta í hvert fótspor ráðamanna, þótt það geti verið ágætt útaf fyrir sig, heldur að vinna efni á sjálfstæðan hátt útfrá eigin forsendum.

Þetta gerir Kristinn og á heiður skilinn. Innslagið um Feribu er í hæsta gæðaflokki –hreinlega á heimsmælikvarða.

Engin ummæli: