miðvikudagur, 9. apríl 2008

ÓL bann forseta og eitraður kaleikur

Ingibjörg Sólrún kom með snilldarleikfléttu í Kastljósi í gærkvöld. Þar sagði hún:
1.) að ekki stæði til að utanríkisráðherra færi á lÓlympíuleikana.
2.) að ekki hefði verið tekin afstaða hvort íslenskri ráðamenn sæktu ÓL í Peking.
3.) að ekki hafi tíðkast að íslenskir ráðamenn sæki ÓL.
3.) að "ef einhver fer þá verður það ráðherra íþróttamála."

Með þessu fríar hún sig í raun ábyrgð á ÓL málinu og hendir heitu kartöflunni í fangið á Þorgerði Katrínu. Og hún útilokar að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fari á opnunarhátíð ÓL nema hann kjósi að láta reyna á hálfsmíðaða kenningu sína um að hann sé yfir ríkisstjórnina hafinn.

Þorir hann? Vill hann? Það fer eftir því hver raunveruleg framtíðarplön ÓRG eru. Ætlar hann virkilega að halda áfram að borða hnallþórur og taka í hendurnar á borðalögðum sýslumönnum?
Eða hefur hann einhvern þann metnað þar sem mikilvægt er að styggja ekki Kínverja? Ef hann vill verða sendiherra á meðan Ísland er í öryggisráðinu sbr. orð hans um að framboðið sé "lokahnykkur í sjálfstæðisbaráttunni", má hann ekki móðga þá - í bili.

Spyr sá sem ekki veit.

Engin ummæli: