fimmtudagur, 17. apríl 2008

Yfirlýsing frá verðandi forseta

Ég vil taka skýrt fram að ég hef hvorki borið bjór né reiðufé á Eirík Bergmann Einarssyni sem kemur að máli við mig og hvetur til forsetaframboðs á Eyjunni í dag. Þar með hafa þrír menn hvatt mig til framboðs, þar af einn ógreindarskertur og ódrukkinn að því er best er vitað.

Gjört að Brusustöðum,

Árni Snævarr, verðandi forseti lýðveldisins

PS Mun hér eftir ekki láta svo lítið að svo mikið sem svara í síma ef ég er ekki kallaður herra verðandi forseti (Monsieur le futur Président de la République á frönsku) og er byrjaður að æfa í mig í mærð og hnallþóruáti. Hvað skyldi annars hnallþóra vera á frönsku?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér hafa líklega amk fjórir lýst stuðningi við þig að auki:
http://eyjan.is/hux/index.php/archives/366

kv,
p

Þráinn sagði...

Kæri Árni.
Nú er svo komið að nægilega margir hafa komið að máli við mig til að leggja ríka áherslu á að þeir hvetji mig eindregið til að bjóða mig ekki fram til forsetaembættis, hvorki hér né annars staðar.
Ég hef því ákveðið að heita þér fullum stuðningi.
Fullur er kannski óheppilegt orð í þessu sambandi en ég fullvissa þig um að ég er edrú og hefur verið það um nokkra hríð.
Sigur eða dauði!

Nafnlaus sagði...

Hvað eru hnallþórur? Aldrei áttað mig á því, þó frekar fjölmenntaður sé.

Nafnlaus sagði...

Endilega skella þér í slagin, það veittir ekki af að leggja af þennan leiðilega sið að menn hafi áskrfit að embætinu eftir að þeir hafa á annað borð komist að.