Össur Skarphéðinsson upplýsir okkur á Eyjunni um að þrír fyrrverandi Þjóðviljaritstjórar hafi verið saman komnir í Eþiópíu; hann, Einar Karl Haraldsson og Svavar Gestsson.
Skyldu þeir hafa rifjað upp hve blaðið þeirra var hrifið af marxistanum og fjöldamorðingjanum Mengistu sem hrakti Haile Selasse keisara völdum? Skyldu þeir hafa hugsað þá hugsun til enda hvernig Ísland væri í dag ef stefna blaðsins og Flokksins um að þjóðnýta hverja einustu sjoppu og útgerð hefði komið til framkvæmda?
Kannski væri ástandið svipað og í Eþíópíu.
En batnandi er mönnum best að lifa og Össur og Einar Karl hafa fyrir löngu gengið í lið með hófsömum jafnaðarmönnum og eru þar til hinnar mestu prýði.
Svavar ber hins vegar eins og flestir vita mesta ábyrgð á því að Dalakofasósíalisminn lifir enn góðu lífi á Íslandi og að ekkert varð úr sameiningu vinstrimanna.
miðvikudagur, 16. apríl 2008
Þjóðviljaritstjórar í Eþíópíu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Dalakofasósíalismi? Hvað áttu við með því? Svavar var þingmaður Samfylkingar þegar hann hætti. Endilega upplýstu mig.
Dalakofasósíalismi er snilldar hugtak. Manni flýgur strax í hug „Ég elska þig, ég elska þig og dalinn, Dísa, og dalurinn og fjöllin og blómin elska þig.“ og erum við þar með kominn með kjarna VG: Umhverfisvernd og femínisma, og gott ef ekki örlar á þjóðernisrembingnum líka.
Svavar var þingmaður Samfylkingarinnar (eða tilheyrði þingflokki Samfylkingarinnar) frá 19. febrúar 1999 til 6. mars sama ár; alls 15 dagar ef mér telst rétt til. Þeir dalakofamenn, Svavar, Hjörleifur og Steingrímur voru allir um borð í skútunni í orði en þegar til kastanna kom klufu þeir sig frá Samfylkingargrúppunni og bjuggu til Rauðgrana fyrir kosningar.
Árni Þór Sigurðsson var varaþingmaður Samfylkingarinnar þetta fyrsta kjörtímabil hennar, og kom þannig í veg fyrir að nokkur ofar en hann á listanum færi nokkurntíman í frí (sem hafði þá hliðarverkun að JFM komst ekki að (sem er kannski afrek í sjálfu sér)) þar sem hann áttaði sig snemma á því að frjálslyndi og lýðræði átti ekki við hann og gamli góði allaballa-dalaklofisminn heillaði meira.
Skrifa ummæli