þriðjudagur, 1. apríl 2008

Einkaflug á tímum loftslagsbreytinga

Andrés Jónsson, bendir á hér á Eyjunni að forsætis- og utanríkisráðherrar setji slæmt fordæmi með flugi sínu á einkaþotu til Búkarest. Hann lýkur greininni með þessum orðum: "Fyrir utan það að stjórnmálamenn geta eiginlega ekki verið þekktir fyrir að fljúga með einkaþotum í dag. Hlutfallsleg loftmengun af slíku flugi er svo mikil að fólk sem vill vera fyrirmyndir, getur ekki gert svona."

Íslendingar virðast mun minna uppteknir af loftslagsmálum en flestar aðrar þjóðir. Með þeirri undantekningu þó að Ólafur Ragnar Grímsson talar mikið um þau á alþjóðavettvangi. En hann sýnir tæplega gott fordæmi með því að sníkja far með einkaþotum hvort heldur sem eigendurnir eru Abramovisj, Bjöggarnir eða Baugur. Eða hvað skyldi Al Gore finnast?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er Al Gore ekki líka á einkaþotu?

Nafnlaus sagði...

Burt með þessa óværu ú r Vatnsmýrinni.

Hvar er Bryndís, getur hún ekki mótmælt svona í takt við Mosó-mótmælin hér fyrrum?

Nafnlaus sagði...

Íslendingar eru alveg ótrúlega afturábak í þessum málum. Það væri góð hugmynd að ráðamenn og almenningur færu að gera sér grein fyrir að við tilheyrum alþjóðasamfélaginu og þurfum að taka ábyrgð í umhverfis- sem og öðrum málum.

Nafnlaus sagði...

Ég skrifaði hér athugasemd um daginn þegar þú varst að hæla ISG og vorkenna. Benti þér þá á að hún hefur verið allt annað en samkvæm sjálfri sér frá því fyrir kosningar. Síðan hún komst að kjötkötlunum hefur hún gengið eins og fyrr beint í spor spilltustu og ómerkilegustu loddara íslenskra stjórnmálamanna. En henni er alveg sama, hennar metnaði hér innanlands er fullnægt og eftirlaunafrumvarpinu verður lítið eða ekki breytt þannig að það snerti hana. Næst er það alþjóðlegt. Útlendingarnir sem hún er að snobba fyrir núna í von um alþjóðlegt jobb verða að skilja að hún kunni sig innan um stórmennin og geti ferðast eins og þeir

Nafnlaus sagði...

Jú al gore á einkaþotu, fjögur stór hús í usa,keyrir um á cadillac escalade, á öflun og stóran spíttbát. hann er sko ekki fyrirmyndin í þessum loftslagsmálum. Það er vegna hans og fleiri líka sem tala sem hæst um loftlagsbreytingar, en gera ekkert sjálfir, að ekki mun ég hætta að keyra fyrr en þeir draga úr sínum útblæstri. Al Gore er hámark hræsninar

Nafnlaus sagði...

Er það ekki bara svo að Íslenska ríkið er að halda að sér höndum á svortum efnhags dögum. Það eru um 10 manns í þessari sendinefnd og að kaupa flug til Köben eða London og svo annað flug þaðan til Búkarest er bara dýrara heldur en að leigja Dornier 328 hjá Icejet. Og þarna er ríkið að styrkja eitthvað annað Íslenskt flugfélag en Icelandair. Gott mál...

Nafnlaus sagði...

INGIBJÖRG OG EFTIRLAUNAÓSÓMINN

Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur gerir ráð fyrir því að áunnin réttindi verði ekki skert þegar lífeyrisréttindi "æðstu manna" verða færð í sama horf og gildir almennt fyrir opinbera starfsmenn. Þannig væri gírugum þingmönnum og ráðherrum gert erfiðara fyrir að eyðileggja málið og þvæla það með þjarki um eignarrétt.

Nú hefur Ingibjörg Sólrún skyndilega fengið málið um eftirlaunaósómann - í fyrsta sinn eftir kosningar - og vill ganga lengra; skerða einnig áunnin réttindi. Hún segist vilja afnema ósómann á þessu þingi.

Það mun að minnsta kosti koma í ljós á yfirstandandi þingi hvort Ingbjörg eyðleggi málið með þessu - en af því hefði hún mikinn fjárhagslegan ávinning - eða hvort hún standi við stóru orðin.

Tæknilega er ekkert að því að afnema einnig áunnin réttindi, en óvíst hvort það er skynsamlegt út frá pólitísku sjónarmiði.

Sjáum hvað setur.