mánudagur, 20. apríl 2009

X-D og Obama, Cameron og Ku Klux Klan

Sjálfstæðisflokkurinn er í raun og veru orðinn eins og náttröll í samhengi alþjóðlegra stjórnmála.

Í Bandaríkjunum hefur Barack Obama vakið vonir með því að vera fyrsti Bandaríkjamaður af afrískum uppruna sem sest á forsetastól. Obama hefur blásið nýju lífi í trú margra okkar á Bandaríkjunum sem höfðu dofnað eftir Íraks og Guantanamo ævintýri Bush.

Obama hefur ásamt öllum helstu leiðtogum heimsbyggðarinnar, hvort heldur sem er hægri manna eins og Sarkozy og Merkel eða jafnaðarmanna á borð við Brown hins breska, verið í nauðvörn fyrir félagslegan markaðsbúskap og beitt til þess ríkisvaldinu. Öll þessi fjögur auk Japana og Kínverja vilja slá tvær flugur í einu höggi og veita stuðningsfé ríkisvaldsins til að efla “græna” hagkerfið.

Á Íslandi hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar boðað andstöðu gegn skattahækkunum og þar með boðað að ekki við sjálf, heldur börn okkar og barnabörn, eigi að borga skuldirnar sem Sjálfstæðisflokkurinn og einkavinir þeirra Bjöggarinir og FL Group steyptu okkur í. Fyrir hæfilegar greiðslur til Sjálfstæðisflokksins, raunar.

Einn trúnaðarmanna aðaleigenda FL Group, Illugi Gunarsson, þeirra maður í Sjóði Níu og fyrsti maður á lista Sjálfstæðimanna í öðru Reykjavíkurkjördæmanna, er hins vegar kunnur fyrir að halda þvi fram að jörðin sé ekki að hitna og allra sist af mannavöldum. Hann er reyndar lika andsnúinn aðild Íslands að Evrópusambandinu vegna miklvægi viðskipta við Indland (80 milljónir á ári) og fækkunar barneigna í Þýskalandi, eins og hann lýsti fyrir gestum á Iðnþingi fyrir ári, þeim til mikillar undrunar.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og einn umtalaðasti "sérfræðingur" þjóðarinnar í Halldóri Laxness heldur því líka fram að jörðin sé ekki að hlýna og raunar væri það bara gaman að geta stundað sjóböð á íslenskum ströndum þótt svo kynni að fara að aðrir jarðarbúar stiknuðu. Ekki er vitað hvort prófessorinn telur líka að jörðin sé flöt, en það skal ekki útilokað.

Að minnsta kosti eru þeir Illugi og félagar núorðið einir að mestu eftir með slíkar bábiljur í heiminum og skoðanir af þessu tagi eru taldar til öfgaskoðana í Bretlandi og Bandaríkjunum. Held að reiðhjólamaðurinn græni, David Cameron vilji sem minnst af Íslendingunum vita – en svo eru líka sumir Bretar móðgaðir yfir því hvernig einkavinir þeirra félaga fóru með fjárhag breskra sveitarfélaga og góðgerðasamataka – en það er önnur saga.



Við skulum ekki einu sini fara að ráði út í málflutning Sjálfstæðismanna á borð við Illuga og Hannes um Evrópusambandið. Ef þannig færi að Ísland gengi í Evrópusambandið er nokkuð ljóst að Sjálfstæðismönnum yrði ekki hleypt inn á samkomur hefðbundinna hægrihópa, heldur yrði þeim úthýst og boðið upp á félagsskap Jean-Marie Le Pen og þess háttar manna á Evrópuþinginu.

Hvort heldur sem er sænskir íhaldsmenn eða írskir, franskir gaullistar eða pólskir kaþólikkar eru sammála um að Evrópa sé málið og sama gildir auðvitað um jafnaðarmenn og flesta vinstri sósíalista. Bara Norðmenn sem klífa bakpokavæddir og glaðir sín fjöll á milli þess sem þeir sækja sér fé í olíusjóðina, eru andsnúnir ESB.

En einhvern veginn fer það einni auðgustu þjóð heims betur með allan sinn olíuauð en gjaldþrota Íslendingum að vilja lifa í “sjálfstæðri” einangrun.

Skoðanir Sjálfstæðisflokksins eru nefnilega orðnar skoðanir öfgasinnaðra þjóðernissinna á hægri kantinum eins og best sést á ummælum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem sakar andstæðinga Sjálfstæðismanna um að vera á móti “öllu því sem íslenskt er.”

Þetta rímar þegar öllu er á botninn hvolft við þá greiningu Hannesar Hólmsteins að heimskreppuna núverandi megi rekja til sérstakra aðgerða Bandaríkjastjórnar í þágu þeldökkra.(“Hvað gerðist? “, 17. október, http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/677120)

Hannes skrifar að orsakir hennar "liggja ekki á Wall Street, heldur í Hvíta húsinu... Að frumkvæði Robertu Achtenberg, sem var aðstoðarráðherra í stjórn Clintons forseta um miðjan tíunda áratug, var lánastofnunum bannað að mismuna minnihlutahópum (til dæmis að lána hlutfallslega meira til hvítra manna en svartra), og skipti þá greiðslugeta litlu máli."

Hannes er eini þekkti “fræðimaðurinn” sem telur orsaka heimskreppnunnar frekar að leita hjá þeldökkum Bandaríkjumönnum en gráðugum bankamönnum og slöku aðhaldi fjármálaeftirlita og Seðlabanka að markaðnum; les: of lítill afskipta rikisins.

Mér fróðari menn um bandarísk málefni telja ósennilegt að slíkar skoðanir séu taldar boðlegar á Fox-stöðinni bandarísku sem svipar til amex.is vefsíðunnar hér á Íslandi.

Talið er að slíkur máflutningur fyrirfinnist þó enn í Bandaríkjunum en eingöngu í sumum róttækari deildum Ku Klux Klan. En þó alls ekki öllum.

PS. Ég bætti við kvóti eftir athugasemd frá Friðjóni nokkrum starfsmanni Björns Bjarnasonar til langs tíma sem sakaði mig um að birta ekki link á Hannes - sem ég þó gerði - en nú bæti ég kvótinu við, svo allir getir séð, það svart á hvítu að Hannes kennir lánveitingum til blökkumanna en ekki Wall street um kreppuna!!

13 ummæli:

Friðjón sagði...

Árni
Þetta er einstaklega subbulegt og ósmekklegt blogg hjá þér. (Ef ekki væri fyrir athugasemd þína um Guðlaug þá mætti halda að Sveinn Andri væri að skrifa í gegnum þig)

Þessi útúrsnúningur úr því sem HHG segir í sínum pistli er augljós ef ekki væri nema fyrir það að þú þorir ekki að setja tengil beint á Hannes svo fólk getir lesið sjálft hvað þetta er ómerkilegt hjá þér.

Er þetta framtíð evrópuumræðunnar?
Þeir sem eru ósammála þér eru bara klanarar?

Það er bara allra villtasta vinstrið hér vestra sem er svo klikkað að halda að það nái árangri með svona málflutningi.

Nafnlaus sagði...

Stekkur ekki Friðjón fram af sinni alkunnu visku. Það eru staðreyndir að málflutningur Sjálfstæðismanna er nákvæm eftirlíking af rugli öfgahægrimanna bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Íslendingar eru reyndar sjálfum sér verstir þar sem þeir hafa verið ótrúlega ginkeyptir fyrir þessum hálfvitaboðskap manna eins og Friðjóna...
Dud

Árni Snævarr sagði...

Friðjón, ég vænti þess að þú sért sá Friðjón sem er hvað æstasti stuðingsmaður svörtu klíkunnar á netinu. Ekki segja mér að það sé ekki linkur á Hannes?

Það er bæði linkur og dagsetning og beint kvót. Hvað viltu meira? Af hverju svararðu ekki gagnrýninni sem er fullkomlega málefnaleg.

Svo er athyglisvert að þú skulir bendla mig við hinn arminn í Sjálfstæðisflokknum.
Mig af öllum mönnum! Lestu skrif mín hér á eyjunni og þu sérð að ég er hvorki sjalli né guðlaugsmaður. Ég er algjörlega sjálfstæður í mínum skoðunum.

Villtasta vinstrið? Lestu Hannes! og ekki skýla þér á bakvið að það vanti link, það er rangt. Hann kennir lánum til blökkumanna um kreppuna. Ótrulegt en satt!
kv. Árni

Sólveig Anna sagði...

en friðjón,
hefur ekki hannes einmitt kennt the subprime mortgage crisis um hrun íslenska fjármálakerfisins?
og sagt að lán til minnihlutahópa í usa hafi orsakað þessa hrikalegu heimskrísu?
reyndar er þessi skoðun talin mjög boðleg á fox, en það er kannski vegna þess að fox höfðar einna helst til áhorfenda sem eru ekki hluti af the reality based community.
það er ótrúlegt að sjá sjálfstæðisflokkinn mála sig út í horn af sömu einbeittu geðveikinni og repúblíkanana.
björn bjarnason bara alltaf að lesa national review, gísli freyr að blogga um hryðjuverkahópa vg, og guðlaugur þór klipptur burt af myndum! it defies logic!

Nafnlaus sagði...

Þú hefur lög að mála Árni. Mjög skarplega fram sett.

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega, þetta er einmitt tilfinningin sem vex sífellt.

Sjálfstæðisflokkurinn samanstendur af valdagráðugu peningafólki og illa upplýstum red necks hins vegar, sem trúa á ameríska drauminn og þrá ekkert heitar en að verða líka obbola rík eða amk fá brauðmolana sem falla.

Nafnlaus sagði...

Fín greining hjá þér Árni. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki boðlegur neinu sómakæru fólki, löngu hruninn út af hægri brún jarðarinnar (þessarar flötu sem þeir enn trúa á).

Hvað Hannes varðar, skil ég ekki hvað þessi skítadreifari andskotans er enn að gera meðal okkar. Hann á að láta sig hverfa og það fyrir fullt og allt. Hann gæti kannski fengið hús fyrir lítið í einhverju gettói í USA núna.

Og já, ég er orðljót, efni færslunnar kallar á það.

Sigríður Guðmundsdóttir.

Nafnlaus sagði...

Þú ert magnaður bloggari. Þessi pistill er tær snilld, mun hvetja alla til að lesa þig!

Nafnlaus sagði...

Æ, veistu það, efnahagsaðgerðir Obama eru heimsmet í peningaprentun og það er:

1. Suicidal þvæla
2.Sama þvælan og hjá Bush (voða lítið Change)

Ef það verður niðurstaðan að Sjálfstæðismenn "einangrist" og allur heimurinn ákveði að fremja hagstjórnarlegt sjálfsmorð með því að reka félagslegt blefleflefleflelflefe þá skiptir engu máli hvernig þessar eða aðrar kosningar fara á Íslandi.

Friðjón sagði...

Árni
Ég er fyllilega meðvitaður um að þessi "armur" á ekki upp á þitt pallborð.
Mér fannst útúrsnúningurinn minna áðurnefndan hrl.
Net-etiquette segir að ef þú ætlar að vísa á einhvern þá býður til tengil svo fólk geti smellt beint á viðkomandi heimasíðu.

Menn sem kunna ekki að búa til tengil geta ekki ætlast til þess að aðrir netnotendur kunni að afrita tengilinn og líma hann á viðeigandi stað svo þeir komist þangað sem þeim er vísað.

Það sem Hannes segir 17. okt. er að rætur lánsfjárkreppunar liggi í undirmálslánum (sub-prime loans). Hlutfallslega fór hærra hlutfall þeirra til minnihlutahópa sem stóðust ekki hefðbundið greiðslumat.

Það er allur klanisminn.

Hvað sagði Obama?

Að undirmálslán í Florida orsökuðu bankakreppu á Íslandi.

Í Florida búa ákaflega margir "Latinos". Var Barry með þessu að koma upp um anti-Latino stefnu sína?

Hvaða rugl er þetta í þér?

Ég hef gaman af skrifum þínum, þess vegna bregður mér svo við þetta þrugl.

Nafnlaus sagði...

Sæll Friðjón.

Þú vændir mig um að "þora ekki" að setja tengil beint á Hannes. Rétt er að í ógáti birti ég bara slóðina á hann. Ég hvet alla til að lesa færslu þína til að sjá hvernig þú brigslar mér um útúrsnuning og heigulshátt.

Ég held að allir sanngjarnir menn hljóti að sjá að kjarni pistilsins er sá að Sjálfstæðismenn á borð við Hannes og Björn eru enn við sama heygarðshornið og Fox, Bush og Cheney.

Í evrópsku samhengi eru þeir ekki húsum hæfir sakir ofstækis.

Ég ætla líka að benda þér að það er mjög vafasamt að halda að "affermative action" sé aðalorsök bankahrunsins. Blökkumenn eru 12 prósent Bandaríkjamenna og þó ekki væri nema vegna þess hve þeir eru lítið hlutfall íbúar, stenst þessi kenning mjög illa.

Kv. Árni

Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagði...

Árni! Þú segir: „Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og einn umtalaðasti "sérfræðingur" þjóðarinnar í Halldóri Laxness heldur því líka fram að jörðin sé ekki að hlýna og raunar væri það bara gaman að geta stundað sjóböð á íslenskum ströndum þótt svo kynni að fara að aðrir jarðarbúar stiknuðu. Ekki er vitað hvort prófessorinn telur líka að jörðin sé flöt, en það skal ekki útilokað.“ Gæti ég fengið að vita, hvar ég hef sagt þetta?

Bergur Isleifsson sagði...

Þótt ég sé enginn aðdáandi Hannesar Hólmsteins finnst mér hann þó hafa mikið til síns máls þegar hann fer fram á það að menn sem gera honum upp skoðanir og fullyrða að hann hafi sagt eitthvað beinum orðum leggi fram einhverjar haldbærar sannanir um að hann hafi í raun sagt viðkomandi hluti eða opinberað viðkomandi skoðun.

Geti þeir það ekki eiga menn að sjá sóma sinn í að leiðrétta mál sitt í stað þess að svara með skætingi eða reyna að þegja það í hel.

Það væri ekki gott ef það yrðu almennt viðurkennd vinnubrögð bloggara að þeir megi gera hverjum sem er upp orð og skoðanir án þess að færa neinar sannanir fyrir því að viðkomandi hafi sagt orðin eða opinberað skoðunina.

Í mínum huga væri þá verið að gefa bloggurum leyfi til mannorðsmorða.